Innlent

Hreyfingin átti í viðræðum við ríkisstjórnina

Þingmenn Hreyfingarinnar.
Þingmenn Hreyfingarinnar.
Þingmenn Hreyfingarinnar hafa undanfarna daga átt í óformlegum viðræðum við oddvita ríkisstjórnarflokkana um helstu áherslumál Hreyfingarinnar í stjórnmálum er lúta að þjóðaratkvæðagreiðslum, persónukjöri og nýrri stjórnarskrá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokki Hreyfingarinnar.

Þar segir að einnig hafi verið rætt um stefnu Hreyfingarinnar í tengslum við aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna, almenna leiðréttingu lána og afnám verðtryggingar.

Þingmennirnir hafa nálgast þessar viðræður út frá stefnuskrá Hreyfingarinnar og lýst yfir vilja til samstarfs á þeim grundvelli.

Viðræðurnar voru vinsamlegar en leiddu ekki til niðurstöðu að sinni að því er fram kemur í tilkynningunni. Það eru svo þingmennirnir Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari sem undirrita tilkynninguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×