Isavia leyft að svara til um fangaflug CIA Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. desember 2011 02:30 Í kjallara skráningarstofu leyndarupplýsinga, ORNISS, í Búkarest rak bandaríska leyniþjónustan CIA leynifangelsi á árunum 2003 til 2006 og yfirheyrði grunaða hryðjuverkamenn. Fréttablaðið/AP Innanríkisráðuneytið hefur heimilað Isavia að svara fyrirspurn tveggja mannréttindasamtaka um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar CIA á íslensku umráðasvæði. Ísland var á svörtum lista yfir lönd sem engu höfðu svarað í áfangaskýrslunni „Rendition on Record" sem út kom í desember. Helmingur Evrópulanda hunsaði algjörlega upplýsingabeiðni samtakanna, en óhóflegur dráttur var sagður orðinn á svari frá Íslandi. Samtökin sem kalla eftir upplýsingum um fangaflugið heita Reprieve og Access Info Europe. Þau vilja sýna fram á umfang flutnings CIA með fanga til staða þar sem þeir kunni að hafa verið pyntaðir. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að nú þegar heimild ráðuneytisins liggi fyrir verði farið í þá vinnu að svara fyrirspurn samtakanna. Svarið verði þó ekki hrist fram úr erminni því nokkuð þurfi að hafa fyrir því að sækja umbeðnar upplýsingar. „Þessir aðilar sendu okkur langan lista af skráningarnúmerum flugvéla, sem þýðir að leita þarf að þeim í kerfinu hjá okkur. Og það er handavinna sem tekur einhvern tíma," segir Friðþór. Að því loknu verði samtökunum sent svar. „Við klárum væntanlega snemma á nýju ári." Í flugumferðarstjórnargögnum sem Isavia hefur aðgang að má sjá bæði ferðir umræddra flugvéla í íslenskri lofthelgi og hvort og þá hvar þær kunna að hafa lent hér á landi. Bandaríkin, auk sex Evrópuríkja, Danmerkur, Finnlands, Þýskalands, Írlands, Litháen og Noregs, svöruðu fyrirspurn samtakanna áður en kom til útgáfu áfangaskýrslunnar í desember. Fimm Evrópulönd segja upplýsingarnar ekki til, auk þess sem evrópska flugumferðarstjórnin Eurocontrol, Portúgal og Svíþjóð (auk Kanada) hafa neitað að svara fyrirspurninni. Tólf ríki hafa engu svarað en Íslendingar höfðu sagt að fyrirspurnin væri í ferli. Um þrír mánuðir eru síðan samtökin sendu fyrirspurn sína, en fram hefur komið að hún hafi fyrst farið til Flugmálastjórnar, sem áframsendi hana á Isavia, sem aftur vísaði því til innanríkisráðuneytisins hvort svara mætti fyrirspurninni. Sú heimild fékkst í gær. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Sjá meira
Innanríkisráðuneytið hefur heimilað Isavia að svara fyrirspurn tveggja mannréttindasamtaka um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar CIA á íslensku umráðasvæði. Ísland var á svörtum lista yfir lönd sem engu höfðu svarað í áfangaskýrslunni „Rendition on Record" sem út kom í desember. Helmingur Evrópulanda hunsaði algjörlega upplýsingabeiðni samtakanna, en óhóflegur dráttur var sagður orðinn á svari frá Íslandi. Samtökin sem kalla eftir upplýsingum um fangaflugið heita Reprieve og Access Info Europe. Þau vilja sýna fram á umfang flutnings CIA með fanga til staða þar sem þeir kunni að hafa verið pyntaðir. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að nú þegar heimild ráðuneytisins liggi fyrir verði farið í þá vinnu að svara fyrirspurn samtakanna. Svarið verði þó ekki hrist fram úr erminni því nokkuð þurfi að hafa fyrir því að sækja umbeðnar upplýsingar. „Þessir aðilar sendu okkur langan lista af skráningarnúmerum flugvéla, sem þýðir að leita þarf að þeim í kerfinu hjá okkur. Og það er handavinna sem tekur einhvern tíma," segir Friðþór. Að því loknu verði samtökunum sent svar. „Við klárum væntanlega snemma á nýju ári." Í flugumferðarstjórnargögnum sem Isavia hefur aðgang að má sjá bæði ferðir umræddra flugvéla í íslenskri lofthelgi og hvort og þá hvar þær kunna að hafa lent hér á landi. Bandaríkin, auk sex Evrópuríkja, Danmerkur, Finnlands, Þýskalands, Írlands, Litháen og Noregs, svöruðu fyrirspurn samtakanna áður en kom til útgáfu áfangaskýrslunnar í desember. Fimm Evrópulönd segja upplýsingarnar ekki til, auk þess sem evrópska flugumferðarstjórnin Eurocontrol, Portúgal og Svíþjóð (auk Kanada) hafa neitað að svara fyrirspurninni. Tólf ríki hafa engu svarað en Íslendingar höfðu sagt að fyrirspurnin væri í ferli. Um þrír mánuðir eru síðan samtökin sendu fyrirspurn sína, en fram hefur komið að hún hafi fyrst farið til Flugmálastjórnar, sem áframsendi hana á Isavia, sem aftur vísaði því til innanríkisráðuneytisins hvort svara mætti fyrirspurninni. Sú heimild fékkst í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Sjá meira