Innlent

Stálu flugeldum fyrir hundruð þúsunda

LVP skrifar
Flugeldum fyrir nokkur hundruð þúsund krónur var stolið úr gámi á Akranesi í fyrrinótt. Flugeldarnir voru í eigu Kiwanisklúbbsins Þyrils og Íþróttabandalags Akraness. Framkvæmdastjóri ÍA segir þjófnaðinn dapurlegan.

Þjófnaðurinn var tilkynntur til lögreglunnar á Akranesi í gærkvöldi en talið er að líklegt að innbrotið hafi verið framið nóttina áður. Þórður Guðjónsson er framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness. Hann segir að þjófarnir hafi notað stálsög til að saga af festingar til að komast inn í gáminn. Greinilegt sé að fleiri en einn hafi verið að verki en magnið sem var tekið hafi ekki komist inn í venjulegan fólksbíl.

Þórður segir tjónið nokkuð og hlaupa á hundruðum þúsunda. Lögreglan rannsakar málið en hefur engan grunaðinn um verknaðinn eins og er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×