Fleiri fréttir Mennirnir fundnir heilir á húfi Mennirnir fjórir sem leitað hefur verið að á Austurlandi í kvöld eru fundnir heilir á húfi. Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Seyðisfirði, segir að mennirnir hafi verið í Egilsselsskála við Kollumúlavatn þar sem þeir voru tepptir vegna snjóa.. Þeir eru nú á leið til Egilsstaða í læknisskoðun með þyrlu Landhelgisgæslunnar sem sá ljós frá skálanum fyrr í kvöld. 11.12.2011 19:46 Hvassaleitisskóli oftast hæstur Skólar á Vestfjörðum stóðu sig hvað verst á samræmdum könnunarprófum í haust. Fellaskóli var með lægstu meðaltölin í flestum greinum en Hvassaleitisskóli er oftast hæstur. 11.12.2011 21:30 Bensínhækkanir furðulegar Verð á bensíni og díeslolíu mun hækka um þrjár og hálfa krónu um áramótin verði frumvarp sem felur í sér hækkanir á gjöldum og sköttum samþykkt. Framkvæmdarstjóri FÍB segir hækkanirnar furðulegar þegar akstur hefur dregist saman og heimsmarkaðsverð er í hæstu hæðum. 11.12.2011 18:39 Færri börn koma í kirkjuna fyrir jólin en áður Meirihluti þjóðarinnar eða rúm sextíu prósent eru á móti því að takmarka aðkomu Þjóðkirkjunnar að skólastarfi frá því sem verið hefur. Þetta sýnir ný skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Dómkirkjuprestur segir færri börn koma í skipulagðar ferðir í kirkjuna fyrir jólin en áður. 11.12.2011 19:45 Bíllinn fundinn - en ekki tveir vélsleðar Bíll mannanna fjögurra sem björgunarsveitir á Austurlandi leita nú að á Fljótsdalsheiði fannst rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Bíllinn fannst á vegi rétt ofan við Keldárstíflu en tveir vélsleðar sem mennirnir voru með á kerru voru ekki við bílinn. 11.12.2011 19:23 Þyrlan komin á loft - 80 björgunarsveitarmenn leita Björgunarsveitir á Austurlandi leita nú fjögurra manna sem hugðust sækja kindur á Fljótsdalsheiði og fóru akandi og með vélsleða til verksins. En ekkert hefur heyrst frá þeim síðan í gærmorgun. 11.12.2011 18:31 Myndi Heiða fá öðruvísi viðbrögð ef hún héti Heiðar? Jón Gnarr borgarstjóri veltir því fyrir sér á Facebooksíðu sinni í dag hvort að Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins, myndi fá öðruvísi viðtökur ef hún væri karlmaður. Hann segir hana oft fá skringileg viðbrögð í fjölmiðlum og umræðu. 11.12.2011 18:10 Leita að fjórum mönnum sem hefur verið saknað síðan í gærmorgun Björgunarsveitir á Austurlandi leita nú fjögurra manna sem saknað er á Fljótdalsheiði. Mennirnir hugðust sækja kindur á heiðina og fóru akandi og með vélsleða til verksins. Ekkert hefur heyrst frá þeim síðan í gærmorgun. 11.12.2011 15:40 Engin gögn skemmdust hjá ríkisskattstjóra „Það skemmdust engin gögn eða tæki en það má eiginlega að segja að gólfefnið sé ónýtt,“ segir Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri. Mikið tjón varð á húsnæði embættisins í nótt þegar að vatnslok á brunaslöngu gaf sig. 11.12.2011 15:19 Mugison heldur fleiri fría tónleika Tónlistarmaðurinn Mugison, sem ákvað nýlega að bjóða landsmönnum á tónleika í Hörpu fyrir jólin, ætlar að bæta við tónleikum í öllum landsfjórðungum. Það ætlar hann að gera vegna þess að viðtökurnar hafi farið framúr björtustu vonum og færri fengu miða en vildu. Tónleikarnir á landsbyggðinni verða einnig í boði tónlistarmannsins. En staðirnir sem um ræðir, auk Reykjavíkur, eru Akureyri, Bolungarvík, Seyðisfjörður og Vestmannaeyjar. 11.12.2011 15:03 Forseti Hells Angels: Ummæli Ögmundar ólíðandi Forseti Hells Angels á Íslandi segir það ólíðandi að ráðherra dómsmála leyfi sér að kalla samtökin opinberlega glæpasamtök. Hann segir lögreglu landsins mjög ótrúverðuga. 11.12.2011 13:49 Kyoto-bókunin mun gilda áfram í fimm ár Loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Durban í Suður-Afríku lauk í nótt með gerð samkomulags sem vonast er til að muni skipta sköpum í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. 11.12.2011 13:04 Engin sækir um þegar stöður eru auglýstar Á Vesturlandi vantar sjö heimilislækna en skortur er á læknum þar líkt og á heilsugæslum og víða um land. Stjórnarmaður í Félagi íslenskra heimilislækna segir enga sækja um þegar stöður eru auglýstar lausar. 11.12.2011 12:09 Þess vegna heitir það Ísland Það er nokkuð ljóst að nægur er snjórinn á Íslandi nú þegar að desember fer að verða hálfnaður. Af þessari mynd að dæma má sjá að landið er snævi þakið. Myndin var tekin í fyrradag um hádegi. 11.12.2011 11:05 Leki hjá ríkisskattstjóra Slökkiliðið var kallað út vegna þriggja leka á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Að sögn slökkviliðsins var mikill leki í íþróttahúsinu í Dalsmára og í húsnæði embættis ríkisskattstjóra að Laugavegi 166. Töluverðar skemmdir urðu á þeim stöðum. Leki kom einnig upp á hjúkrunarheimilinu Eir, en hann var þó talsvert minni en á hinum stöðunum. 11.12.2011 10:23 Tölvum stolið úr skóla í Kópavogi Brotist var inn í skóla í Kópavoginum laust fyrir klukkan tvö í nótt og þaðan stolið tölvubúnaði. Þjófarnir komust undan en málið er í rannsókn hjá lögreglu. 11.12.2011 09:57 Gistu í fangaklefa vegna leiðinda Tveir gistu í fangaklefa á Akureyri í nótt en að sögn varðstjóra voru þeir handteknir vegna ölvunar og almennra leiðinda, eins og hann orðar það sjálfur. Einn var tekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna fyrir norðan í nótt en nokkuð mikill erill var hjá lögreglunni. Þá var einn tekinn grunaður um ölvunarakstur nú rétt fyrir klukkan sex í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. 11.12.2011 09:55 Ölvaður klessti bílinn Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og segir varðstjóri að um 80 verkefni séu skráð niður frá miðnætti og til átta í morgun. 11.12.2011 09:53 Óveður á Austfjörðum Mikið óveður er á Austfjörðum og með norðurströnd landsins. Í aðvörun frá Vegagerðinni kemur fram að ófært er á Víkurskarði og á Hófaskarðsleið. 11.12.2011 09:49 Opið í Bláfjöllum í dag Skíðaunnendur á höfuðborgarsvæðinu geta glaðst því í opið er í Bláfjöllum í dag, í fyrsta sinn í vetur. Í tilkynningu frá staðarhöldurum segir að þar séu frábærar aðstæður í troðnum brautum og gott færi. Þá er einnig opið í Hlíðarfjalli á Akureyri. 11.12.2011 09:19 Dreifikerfi Bylgjunnar bilað á landsbyggðinni Dreifikerfi Bylgjunnar á landsbyggðinni er bilað og er unnið að viðgerð. 11.12.2011 12:11 Harður árekstur á Kjalarnesi Tveir bílar skullu saman við brúnna yfir Blikadalsá á Kjalarnesi um níu leytið í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var einn fluttur á slysadeild. Tveir aðrir voru með minniháttar meiðsli, en þó ekki eins alvarleg. Töluverð seinkunn var á umferð um veginn og var bílum hleypt í áföngum framhjá slysstað. Afar slæmt veður hefur verið á Kjalarnesi í kvöld og hafnaði rúta, sem fer á milli Akraness og Reykjavíkur, utan vegar. 10.12.2011 22:32 Jón Gnarr fann tré drauma sinna Borgarstjórinn fann draumajólatréð í Grýludal í Heiðmörk í dag. Þá var boðið upp á jólakræsingar beint frá býli á jólamatarmarkaði í höfuðborginni. 10.12.2011 22:00 Eyjamaður fær 27 milljónir Fyrsti vinningurinn í lottóinu í kvöld fór til Vestmannaeyja og til spilara með miða í áskrift. Og fær hvor spilari um 27 milljónir í sinn hlut. Þrír voru með 2. vinning og fá þeir rúmlega 200 þúsund krónur. Tölur kvöldsins: 2 - 17 - 18 - 20 - 24 Bónustala: 10 Jókertölur: 3 - 0 - 7 - 3 - 2 10.12.2011 20:32 Vantar 22 heimilislækna í Reykjavík - 4 vikna bið eftir tíma Tuttugu og tvo heimilislækna vantar á heilsugæslustöðvar í Reykjavík. Stjórnamaður í Félagi íslenskra heimilislækna segir stefna í óefni en í dag getur fólk þurft að bíða í allt að fjórar vikur eftir tíma hjá sínum heimilislækni. 10.12.2011 20:30 85% landsmanna vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni Mikill meirihluti landsmanna eða um áttatíu og fimm prósent eru fylgjandi því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni. Þetta sýnir ný skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. 10.12.2011 18:46 Ökumenn sitja fastir í bílum sínum í Vestmannaeyjum Mikið óveður hefur verið í Vestmannaeyjum nú eftir hádegið og að sögn varðstjóra hjá lögreglunni er íbúum ráðlagt að vera ekki á ferli að ástæðulausu. Mikil snjókoma og skafrenningur er í bænum eru lögreglumenn og björgunarsveitamenn að aðstoða ökumenn sem sitja margir hverjir fastir í bílum sínum. Þá hafa björgunarsveitarmenn einnig aðstoðað fólk að komast til síns heima. Svo slæmt var veðrið um tíma eftir hádegi í dag að ekki sást á milli húsa og þurftu starfsmenn bæjarins að hætta að ryðja götur bæjarins vegna veðurs en að sögn varðstjóra sáu þeir varla einn meter fram fyrir sig. 10.12.2011 17:00 Rúta út af veginum Rúta sem gengur á milli Reykjavíkur og Akraness fór út af veginum við Blikdalsá í dag. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru um tíu farþegar í rútunni en þá sakaði ekki. Björgunarsveitarmenn eru á leið á staðinn til að sækja fólkið sem er um borð í rútunni. Mikið óveður er á svæðinu og færðin afar erfið. 10.12.2011 17:30 Ölvaður ökumaður velti bíl á Grindavíkurvegi Björgunarsveitarmenn hafa líka verið að störfum á Suðurnesjum í allan dag. Lögreglan segir að fjölmargir ökumenn hafi fest bíla sína í umdæminu. Tveir árekstrar urðu á Reykjanesbraut í morgun og þá valt bíll á Grindavíkurvegi nú eftir hádegi. Engin slys urðu á fólki, en sá sem velti bílnum nú eftir hádegið er grunaður um ölvun við akstur. 10.12.2011 17:10 Ríkisstjórnin styður Stelpurnar okkar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur sent kvennalandsliði Íslands í handbolta hamingju- og baráttukveðjur fyrir þann glæsilega árangur að hafa tryggt sér þáttöku í 16 liða úrslitum á sínu fyrsta heimsmeistaramóti, sem nú fer fram í Brasilíu. Jóhanna segir í kveðjunni að stelpurnar geti verið afar ánægðar með framgöngu sína á mótinu og sigrar liðsins fylli þá sem fylgjast með mótinu hér heima miklu stolti. 10.12.2011 13:50 Tunglmyrkvinn sést vel norðanlands Tunglmyrkvinn í dag ætti að geta sést á öllu norðanverðu landinu, allt frá norðanverðum Vestfjörðum til Austurlands, miðað við skýjahuluspá Veðurstofunnar. Spáð er að heiður himinn verði allt frá Ísafjarðardjúpi, um Norðurland og austur til Fljótsdalshéraðs, meðan tunglmyrkvinn stendur yfir. 10.12.2011 12:52 Tækifæri fyrir ný framboð í þessu ástandi Tækifæri fyrir nýja flokka og framboð liggja í því hversu fáir eru tilbúnir að styðja þá sem fyrir sitja á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem segir ástandið til marks um óvissu og óánægju með flokkana. 10.12.2011 12:16 Lokað í Bláfjöllum Lokað er í Bláfjöllum í dag vegna veðurs. Í morgun var vindurinn 25 metrar á sekúndu. Á vefsíðu Bláfjalla segir að farið sé að skafa vel að austan sem skilji eftir mikinn snjó í brekkum og girðingum. Ekki verður lögð göngubraut í dag. 10.12.2011 11:59 Ógnuðu manni með leikfangabyssu Tveir karlmenn eru nú í haldi lögreglu eftir líkamsárás í Vogahverfinu í Reykjvík á níunda tímanum í gærkvöldi. 10.12.2011 10:18 Heppnir Norðlendingar Skíðaáhugamenn á Norðurlandi geta fagnað því opið verður í Hlíðarfjalli á Akureyri og á skíðasvæði Tindastóls á Sauðárkróki í dag. Í Hlíðarfjalli opnaði klukkan tíu og verður opið til klukkan fjögur. Stólalyfta, Skálbraut, Auður og Töfrateppið verða opnar og þá var 3,5 kílómetra göngubraut troðin klukkan níu í morgun. Á Sauðárkróki verður opnað klukkan tólf og verður opið klukkan 16. 10.12.2011 10:00 Nokkuð um slagsmál í miðbænum Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Margir lögðu leið sína í miðbæinn og var nokkuð um slagsmál á milli manna, enginn meiddist þó alvarlega. Þá þurfti lögregla að fara í nokkur útköll vegna skemmtana í heimahúsum og hávaða vegna þeirra. Sex gista fangageymslur lögreglu eftir nóttina. 10.12.2011 09:30 Rannsaka aðbúnað fatlaðra Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um að rannsaka aðbúnað fatlaðra barna sem vistuð hafa verið á vegum hins opinbera. Kannað verður hvort börnin hafi búið við ofbeldi eða sætt illri meðferð meðan á vistun á stofnunum stóð. 10.12.2011 08:30 Tollar og vörugjöld verði endurskoðuð Alþingi Sex þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að íslensk vörugjalda- og tollalöggjöf verði tekin til gagngerrar endurskoðunar. Mælst er til þess að skipuð verði fimm manna nefnd með fulltrúum Hagfræðistofnunar, hagsmunaaðila og fjármálaráðherra, með það að markmiði að afnema viðskiptahindranir. 10.12.2011 05:30 Ólíkar áherslur um breytta ríkisstjórn Óhætt er að segja að titringur hafi komið upp á stjórnarheimilinu þegar tillögur starfshóps um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu birtust á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Ríkisstjórnin hafði skipað ráðherranefnd til að fara með málið, sem var áður á forræði fagráðherrans Jóns Bjarnasonar. 10.12.2011 03:30 Yfir 20 árekstrar á höfuðborgarsvæðinu Yfir 20 árekstrar urðu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Í þremur árekstranna kvörtuðu ökumenn undan smávægilegum meiðslum, samkvæmt upplýsingum frá Árekstur.is Sex bifreiðanna voru fluttar af vettvangi með kranabíl þar sem þær voru óökuhæfar eftir óhöppin. 9.12.2011 23:33 Bein útsending frá Degi rauða nefsins Bein útsending frá landsöfnun fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) milli klukkan 19.30 og miðnættis. Slagorð útsendingarinnar er "Skemmtun sem skiptir máli“ og markmiðið er að safna heimsforeldrum, mánaðarlegum styrktaraðilum UNICEF. Að vanda mun fjöldi valinkunnra skemmtikrafta leggja söfnuninni lið með einum eða öðrum hætti. 9.12.2011 21:00 Þingmennirnir stigu dansinn Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi stigu villtan dans í útsendingu á Stöð 2 undir slagorðinu „Skemmtun sem skiptir máli" og er haldin til söfnunar fyrir Unicef. Það var mál manna að dansinn væri vel samhæfður og þingmenninnirnir hafi unnið vel saman þótt þeir hafi karpað töluvert á þinginu undanfarið. Þeir þingmenn sem tóku þátt voru Sigmundur Ernir Rúnarsson og Ólína Þorvarðardóttir frá Samfylkingunni, Þuríður Backman úr VG, Höskuldur Þórhallsson úr Framsóknarflokknum, Margrét Tryggvadóttir úr Hreyfingunni og Pétur Blöndal úr Sjálfstæðisflokknum. 9.12.2011 22:49 Á slysadeild eftir árekstur Einn var fluttur á slysadeild eftir tveggja bíla árekstur á Háaleitisbraut nú undir kvöld. Hann mun ekki hafa verið alvarlega slasaður. Þetta var fimmta umferðaróhappið sem hafði orðið á höfuðborgarsvæðinu frá því í dag. Þá hafa tvö hálkuslys orðið. 9.12.2011 22:28 Pressan hótar málsókn Vefpressan ehf, sem meðal annars á og rekur Pressuna, ætlar að fela lögmönnum að höfða mál á hendur einstaklingum sem hafa staðið fyrir herferð undanfarna daga í því skyni að fá fyrirtæki sem auglýsa á miðlum Vefpressunnar til að hætta birtingu auglýsinga sinna þar. 9.12.2011 19:29 Héldu að ævintýraþáttur væri upphafið að Kötlugosi Neyðarlínunni var í morgun tilkynnt um torkennilega sterka ljósbjarma í hlíðum Mýrdalsjökuls, og veltu tilkynnendur því fyrir sér hvort gos væri að hefjast í Kötlu. 9.12.2011 09:54 Sjá næstu 50 fréttir
Mennirnir fundnir heilir á húfi Mennirnir fjórir sem leitað hefur verið að á Austurlandi í kvöld eru fundnir heilir á húfi. Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Seyðisfirði, segir að mennirnir hafi verið í Egilsselsskála við Kollumúlavatn þar sem þeir voru tepptir vegna snjóa.. Þeir eru nú á leið til Egilsstaða í læknisskoðun með þyrlu Landhelgisgæslunnar sem sá ljós frá skálanum fyrr í kvöld. 11.12.2011 19:46
Hvassaleitisskóli oftast hæstur Skólar á Vestfjörðum stóðu sig hvað verst á samræmdum könnunarprófum í haust. Fellaskóli var með lægstu meðaltölin í flestum greinum en Hvassaleitisskóli er oftast hæstur. 11.12.2011 21:30
Bensínhækkanir furðulegar Verð á bensíni og díeslolíu mun hækka um þrjár og hálfa krónu um áramótin verði frumvarp sem felur í sér hækkanir á gjöldum og sköttum samþykkt. Framkvæmdarstjóri FÍB segir hækkanirnar furðulegar þegar akstur hefur dregist saman og heimsmarkaðsverð er í hæstu hæðum. 11.12.2011 18:39
Færri börn koma í kirkjuna fyrir jólin en áður Meirihluti þjóðarinnar eða rúm sextíu prósent eru á móti því að takmarka aðkomu Þjóðkirkjunnar að skólastarfi frá því sem verið hefur. Þetta sýnir ný skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Dómkirkjuprestur segir færri börn koma í skipulagðar ferðir í kirkjuna fyrir jólin en áður. 11.12.2011 19:45
Bíllinn fundinn - en ekki tveir vélsleðar Bíll mannanna fjögurra sem björgunarsveitir á Austurlandi leita nú að á Fljótsdalsheiði fannst rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Bíllinn fannst á vegi rétt ofan við Keldárstíflu en tveir vélsleðar sem mennirnir voru með á kerru voru ekki við bílinn. 11.12.2011 19:23
Þyrlan komin á loft - 80 björgunarsveitarmenn leita Björgunarsveitir á Austurlandi leita nú fjögurra manna sem hugðust sækja kindur á Fljótsdalsheiði og fóru akandi og með vélsleða til verksins. En ekkert hefur heyrst frá þeim síðan í gærmorgun. 11.12.2011 18:31
Myndi Heiða fá öðruvísi viðbrögð ef hún héti Heiðar? Jón Gnarr borgarstjóri veltir því fyrir sér á Facebooksíðu sinni í dag hvort að Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins, myndi fá öðruvísi viðtökur ef hún væri karlmaður. Hann segir hana oft fá skringileg viðbrögð í fjölmiðlum og umræðu. 11.12.2011 18:10
Leita að fjórum mönnum sem hefur verið saknað síðan í gærmorgun Björgunarsveitir á Austurlandi leita nú fjögurra manna sem saknað er á Fljótdalsheiði. Mennirnir hugðust sækja kindur á heiðina og fóru akandi og með vélsleða til verksins. Ekkert hefur heyrst frá þeim síðan í gærmorgun. 11.12.2011 15:40
Engin gögn skemmdust hjá ríkisskattstjóra „Það skemmdust engin gögn eða tæki en það má eiginlega að segja að gólfefnið sé ónýtt,“ segir Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri. Mikið tjón varð á húsnæði embættisins í nótt þegar að vatnslok á brunaslöngu gaf sig. 11.12.2011 15:19
Mugison heldur fleiri fría tónleika Tónlistarmaðurinn Mugison, sem ákvað nýlega að bjóða landsmönnum á tónleika í Hörpu fyrir jólin, ætlar að bæta við tónleikum í öllum landsfjórðungum. Það ætlar hann að gera vegna þess að viðtökurnar hafi farið framúr björtustu vonum og færri fengu miða en vildu. Tónleikarnir á landsbyggðinni verða einnig í boði tónlistarmannsins. En staðirnir sem um ræðir, auk Reykjavíkur, eru Akureyri, Bolungarvík, Seyðisfjörður og Vestmannaeyjar. 11.12.2011 15:03
Forseti Hells Angels: Ummæli Ögmundar ólíðandi Forseti Hells Angels á Íslandi segir það ólíðandi að ráðherra dómsmála leyfi sér að kalla samtökin opinberlega glæpasamtök. Hann segir lögreglu landsins mjög ótrúverðuga. 11.12.2011 13:49
Kyoto-bókunin mun gilda áfram í fimm ár Loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Durban í Suður-Afríku lauk í nótt með gerð samkomulags sem vonast er til að muni skipta sköpum í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. 11.12.2011 13:04
Engin sækir um þegar stöður eru auglýstar Á Vesturlandi vantar sjö heimilislækna en skortur er á læknum þar líkt og á heilsugæslum og víða um land. Stjórnarmaður í Félagi íslenskra heimilislækna segir enga sækja um þegar stöður eru auglýstar lausar. 11.12.2011 12:09
Þess vegna heitir það Ísland Það er nokkuð ljóst að nægur er snjórinn á Íslandi nú þegar að desember fer að verða hálfnaður. Af þessari mynd að dæma má sjá að landið er snævi þakið. Myndin var tekin í fyrradag um hádegi. 11.12.2011 11:05
Leki hjá ríkisskattstjóra Slökkiliðið var kallað út vegna þriggja leka á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Að sögn slökkviliðsins var mikill leki í íþróttahúsinu í Dalsmára og í húsnæði embættis ríkisskattstjóra að Laugavegi 166. Töluverðar skemmdir urðu á þeim stöðum. Leki kom einnig upp á hjúkrunarheimilinu Eir, en hann var þó talsvert minni en á hinum stöðunum. 11.12.2011 10:23
Tölvum stolið úr skóla í Kópavogi Brotist var inn í skóla í Kópavoginum laust fyrir klukkan tvö í nótt og þaðan stolið tölvubúnaði. Þjófarnir komust undan en málið er í rannsókn hjá lögreglu. 11.12.2011 09:57
Gistu í fangaklefa vegna leiðinda Tveir gistu í fangaklefa á Akureyri í nótt en að sögn varðstjóra voru þeir handteknir vegna ölvunar og almennra leiðinda, eins og hann orðar það sjálfur. Einn var tekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna fyrir norðan í nótt en nokkuð mikill erill var hjá lögreglunni. Þá var einn tekinn grunaður um ölvunarakstur nú rétt fyrir klukkan sex í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. 11.12.2011 09:55
Ölvaður klessti bílinn Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og segir varðstjóri að um 80 verkefni séu skráð niður frá miðnætti og til átta í morgun. 11.12.2011 09:53
Óveður á Austfjörðum Mikið óveður er á Austfjörðum og með norðurströnd landsins. Í aðvörun frá Vegagerðinni kemur fram að ófært er á Víkurskarði og á Hófaskarðsleið. 11.12.2011 09:49
Opið í Bláfjöllum í dag Skíðaunnendur á höfuðborgarsvæðinu geta glaðst því í opið er í Bláfjöllum í dag, í fyrsta sinn í vetur. Í tilkynningu frá staðarhöldurum segir að þar séu frábærar aðstæður í troðnum brautum og gott færi. Þá er einnig opið í Hlíðarfjalli á Akureyri. 11.12.2011 09:19
Dreifikerfi Bylgjunnar bilað á landsbyggðinni Dreifikerfi Bylgjunnar á landsbyggðinni er bilað og er unnið að viðgerð. 11.12.2011 12:11
Harður árekstur á Kjalarnesi Tveir bílar skullu saman við brúnna yfir Blikadalsá á Kjalarnesi um níu leytið í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var einn fluttur á slysadeild. Tveir aðrir voru með minniháttar meiðsli, en þó ekki eins alvarleg. Töluverð seinkunn var á umferð um veginn og var bílum hleypt í áföngum framhjá slysstað. Afar slæmt veður hefur verið á Kjalarnesi í kvöld og hafnaði rúta, sem fer á milli Akraness og Reykjavíkur, utan vegar. 10.12.2011 22:32
Jón Gnarr fann tré drauma sinna Borgarstjórinn fann draumajólatréð í Grýludal í Heiðmörk í dag. Þá var boðið upp á jólakræsingar beint frá býli á jólamatarmarkaði í höfuðborginni. 10.12.2011 22:00
Eyjamaður fær 27 milljónir Fyrsti vinningurinn í lottóinu í kvöld fór til Vestmannaeyja og til spilara með miða í áskrift. Og fær hvor spilari um 27 milljónir í sinn hlut. Þrír voru með 2. vinning og fá þeir rúmlega 200 þúsund krónur. Tölur kvöldsins: 2 - 17 - 18 - 20 - 24 Bónustala: 10 Jókertölur: 3 - 0 - 7 - 3 - 2 10.12.2011 20:32
Vantar 22 heimilislækna í Reykjavík - 4 vikna bið eftir tíma Tuttugu og tvo heimilislækna vantar á heilsugæslustöðvar í Reykjavík. Stjórnamaður í Félagi íslenskra heimilislækna segir stefna í óefni en í dag getur fólk þurft að bíða í allt að fjórar vikur eftir tíma hjá sínum heimilislækni. 10.12.2011 20:30
85% landsmanna vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni Mikill meirihluti landsmanna eða um áttatíu og fimm prósent eru fylgjandi því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni. Þetta sýnir ný skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. 10.12.2011 18:46
Ökumenn sitja fastir í bílum sínum í Vestmannaeyjum Mikið óveður hefur verið í Vestmannaeyjum nú eftir hádegið og að sögn varðstjóra hjá lögreglunni er íbúum ráðlagt að vera ekki á ferli að ástæðulausu. Mikil snjókoma og skafrenningur er í bænum eru lögreglumenn og björgunarsveitamenn að aðstoða ökumenn sem sitja margir hverjir fastir í bílum sínum. Þá hafa björgunarsveitarmenn einnig aðstoðað fólk að komast til síns heima. Svo slæmt var veðrið um tíma eftir hádegi í dag að ekki sást á milli húsa og þurftu starfsmenn bæjarins að hætta að ryðja götur bæjarins vegna veðurs en að sögn varðstjóra sáu þeir varla einn meter fram fyrir sig. 10.12.2011 17:00
Rúta út af veginum Rúta sem gengur á milli Reykjavíkur og Akraness fór út af veginum við Blikdalsá í dag. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru um tíu farþegar í rútunni en þá sakaði ekki. Björgunarsveitarmenn eru á leið á staðinn til að sækja fólkið sem er um borð í rútunni. Mikið óveður er á svæðinu og færðin afar erfið. 10.12.2011 17:30
Ölvaður ökumaður velti bíl á Grindavíkurvegi Björgunarsveitarmenn hafa líka verið að störfum á Suðurnesjum í allan dag. Lögreglan segir að fjölmargir ökumenn hafi fest bíla sína í umdæminu. Tveir árekstrar urðu á Reykjanesbraut í morgun og þá valt bíll á Grindavíkurvegi nú eftir hádegi. Engin slys urðu á fólki, en sá sem velti bílnum nú eftir hádegið er grunaður um ölvun við akstur. 10.12.2011 17:10
Ríkisstjórnin styður Stelpurnar okkar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur sent kvennalandsliði Íslands í handbolta hamingju- og baráttukveðjur fyrir þann glæsilega árangur að hafa tryggt sér þáttöku í 16 liða úrslitum á sínu fyrsta heimsmeistaramóti, sem nú fer fram í Brasilíu. Jóhanna segir í kveðjunni að stelpurnar geti verið afar ánægðar með framgöngu sína á mótinu og sigrar liðsins fylli þá sem fylgjast með mótinu hér heima miklu stolti. 10.12.2011 13:50
Tunglmyrkvinn sést vel norðanlands Tunglmyrkvinn í dag ætti að geta sést á öllu norðanverðu landinu, allt frá norðanverðum Vestfjörðum til Austurlands, miðað við skýjahuluspá Veðurstofunnar. Spáð er að heiður himinn verði allt frá Ísafjarðardjúpi, um Norðurland og austur til Fljótsdalshéraðs, meðan tunglmyrkvinn stendur yfir. 10.12.2011 12:52
Tækifæri fyrir ný framboð í þessu ástandi Tækifæri fyrir nýja flokka og framboð liggja í því hversu fáir eru tilbúnir að styðja þá sem fyrir sitja á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem segir ástandið til marks um óvissu og óánægju með flokkana. 10.12.2011 12:16
Lokað í Bláfjöllum Lokað er í Bláfjöllum í dag vegna veðurs. Í morgun var vindurinn 25 metrar á sekúndu. Á vefsíðu Bláfjalla segir að farið sé að skafa vel að austan sem skilji eftir mikinn snjó í brekkum og girðingum. Ekki verður lögð göngubraut í dag. 10.12.2011 11:59
Ógnuðu manni með leikfangabyssu Tveir karlmenn eru nú í haldi lögreglu eftir líkamsárás í Vogahverfinu í Reykjvík á níunda tímanum í gærkvöldi. 10.12.2011 10:18
Heppnir Norðlendingar Skíðaáhugamenn á Norðurlandi geta fagnað því opið verður í Hlíðarfjalli á Akureyri og á skíðasvæði Tindastóls á Sauðárkróki í dag. Í Hlíðarfjalli opnaði klukkan tíu og verður opið til klukkan fjögur. Stólalyfta, Skálbraut, Auður og Töfrateppið verða opnar og þá var 3,5 kílómetra göngubraut troðin klukkan níu í morgun. Á Sauðárkróki verður opnað klukkan tólf og verður opið klukkan 16. 10.12.2011 10:00
Nokkuð um slagsmál í miðbænum Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Margir lögðu leið sína í miðbæinn og var nokkuð um slagsmál á milli manna, enginn meiddist þó alvarlega. Þá þurfti lögregla að fara í nokkur útköll vegna skemmtana í heimahúsum og hávaða vegna þeirra. Sex gista fangageymslur lögreglu eftir nóttina. 10.12.2011 09:30
Rannsaka aðbúnað fatlaðra Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um að rannsaka aðbúnað fatlaðra barna sem vistuð hafa verið á vegum hins opinbera. Kannað verður hvort börnin hafi búið við ofbeldi eða sætt illri meðferð meðan á vistun á stofnunum stóð. 10.12.2011 08:30
Tollar og vörugjöld verði endurskoðuð Alþingi Sex þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að íslensk vörugjalda- og tollalöggjöf verði tekin til gagngerrar endurskoðunar. Mælst er til þess að skipuð verði fimm manna nefnd með fulltrúum Hagfræðistofnunar, hagsmunaaðila og fjármálaráðherra, með það að markmiði að afnema viðskiptahindranir. 10.12.2011 05:30
Ólíkar áherslur um breytta ríkisstjórn Óhætt er að segja að titringur hafi komið upp á stjórnarheimilinu þegar tillögur starfshóps um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu birtust á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Ríkisstjórnin hafði skipað ráðherranefnd til að fara með málið, sem var áður á forræði fagráðherrans Jóns Bjarnasonar. 10.12.2011 03:30
Yfir 20 árekstrar á höfuðborgarsvæðinu Yfir 20 árekstrar urðu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Í þremur árekstranna kvörtuðu ökumenn undan smávægilegum meiðslum, samkvæmt upplýsingum frá Árekstur.is Sex bifreiðanna voru fluttar af vettvangi með kranabíl þar sem þær voru óökuhæfar eftir óhöppin. 9.12.2011 23:33
Bein útsending frá Degi rauða nefsins Bein útsending frá landsöfnun fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) milli klukkan 19.30 og miðnættis. Slagorð útsendingarinnar er "Skemmtun sem skiptir máli“ og markmiðið er að safna heimsforeldrum, mánaðarlegum styrktaraðilum UNICEF. Að vanda mun fjöldi valinkunnra skemmtikrafta leggja söfnuninni lið með einum eða öðrum hætti. 9.12.2011 21:00
Þingmennirnir stigu dansinn Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi stigu villtan dans í útsendingu á Stöð 2 undir slagorðinu „Skemmtun sem skiptir máli" og er haldin til söfnunar fyrir Unicef. Það var mál manna að dansinn væri vel samhæfður og þingmenninnirnir hafi unnið vel saman þótt þeir hafi karpað töluvert á þinginu undanfarið. Þeir þingmenn sem tóku þátt voru Sigmundur Ernir Rúnarsson og Ólína Þorvarðardóttir frá Samfylkingunni, Þuríður Backman úr VG, Höskuldur Þórhallsson úr Framsóknarflokknum, Margrét Tryggvadóttir úr Hreyfingunni og Pétur Blöndal úr Sjálfstæðisflokknum. 9.12.2011 22:49
Á slysadeild eftir árekstur Einn var fluttur á slysadeild eftir tveggja bíla árekstur á Háaleitisbraut nú undir kvöld. Hann mun ekki hafa verið alvarlega slasaður. Þetta var fimmta umferðaróhappið sem hafði orðið á höfuðborgarsvæðinu frá því í dag. Þá hafa tvö hálkuslys orðið. 9.12.2011 22:28
Pressan hótar málsókn Vefpressan ehf, sem meðal annars á og rekur Pressuna, ætlar að fela lögmönnum að höfða mál á hendur einstaklingum sem hafa staðið fyrir herferð undanfarna daga í því skyni að fá fyrirtæki sem auglýsa á miðlum Vefpressunnar til að hætta birtingu auglýsinga sinna þar. 9.12.2011 19:29
Héldu að ævintýraþáttur væri upphafið að Kötlugosi Neyðarlínunni var í morgun tilkynnt um torkennilega sterka ljósbjarma í hlíðum Mýrdalsjökuls, og veltu tilkynnendur því fyrir sér hvort gos væri að hefjast í Kötlu. 9.12.2011 09:54