Innlent

Ríkisstjórnin styður Stelpurnar okkar

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mynd úr safni
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur sent kvennalandsliði Íslands í handbolta hamingju- og baráttukveðjur fyrir þann glæsilega árangur að hafa tryggt sér þáttöku í 16 liða úrslitum á sínu fyrsta heimsmeistaramóti, sem nú fer fram í Brasilíu. Jóhanna segir í kveðjunni að stelpurnar geti verið afar ánægðar með framgöngu sína á mótinu og sigrar liðsins fylli þá sem fylgjast með mótinu hér heima miklu stolti.

Stelpurnar okkar mæta Rússlandi á morgun en Rússar eru núverandi heimsmeistarar og ljóst að stelpurnar hefðu líklega ekki getað fengið erfiðari andstæðing. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 sport á morgun og hefst klukkan hálf fimm.

Hamingju- og baráttukveðjan frá Jóhönnu:

Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar óska ég kvennalandsliði Íslands í handknattleik innilega til hamingju með þann glæsilega árangur að hafa tryggt sér þátttöku í 16 liða úrslitum á sínu fyrsta heimsmeistaramóti, sem nú fer fram í Brasilíu.

Liðsmenn íslenska landsliðsins og allir aðstandendur þess geta verið afar ánægðir með framgöngu sína á heimsmeistaramótinu og sigrar landsliðsins fylla okkur sem fylgjumst með hér heima miklu stolti.

Ríkisstjórn Íslands óskar ykkur alls hins besta í komandi leikjum !

Áfram Ísland !






Fleiri fréttir

Sjá meira


×