Innlent

Leita að fjórum mönnum sem hefur verið saknað síðan í gærmorgun

Björgunarsveitir á Austurlandi leita nú fjögurra manna sem saknað er á Fljótdalsheiði. Mennirnir hugðust sækja kindur á heiðina og fóru akandi og með vélsleða til verksins. Ekkert hefur heyrst frá þeim síðan í gærmorgun.

Kallaðar hafa verið út björgunarsveitir af öllu Austurlandi, allt frá Vopnafirði að Hornafirði, enda svæðið sem undir er víðfemt. Byrjað verður á að kanna skála á svæðinu, sem og vegi og slóða til að reyna staðsetja bifreið þeirra, segir í tilkynningu frá Landsbjörg.

Nánari upplýsingar liggja ekki að svo stöddu.

Upphaflega var sagt að mennirnir væru þrír í tilkynningu frá Landsbjörg, en hið rétta er að mennirnir eru fjórir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×