Innlent

Jón Gnarr fann tré drauma sinna

Borgarstjórinn fann draumajólatréð í Grýludal í Heiðmörk í dag. Þá var boðið upp á jólakræsingar beint frá býli á jólamatarmarkaði í höfuðborginni.

Það var vetrarlegt um að lítast í heiðmörk í dag en í ár opnaði Skógræktarfélag Reykjavíkur jólaskóginn á nýjum stað í Grýludal í Heiðmörk. Þetta er sjöunda árið sem borgarbúar geta farið og sagað eftir smekk og burðargetu eigið jólatré og voru kakó og piparköku í boði til að ylja sér eftir erfiðið. Margir voru mættir til að tryggja sér flottustu trén í morgun en borgarstjórinn mætti galvaskur og að vandlega íhuguðu máli valdi hann þetta tré.

„Ég er búinn að undirbúa mig andlega semsagt þá sé ég fyrir mér nokkur kvöld áður en ég hegg jólatréð þá sé ég fyrir mér hvernig jólatré og það kemur til mín, tré drauma minna," segir Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×