Innlent

Engin gögn skemmdust hjá ríkisskattstjóra

Skúli Eggert Þórðarson
Skúli Eggert Þórðarson
„Það skemmdust engin gögn eða tæki en það má eiginlega að segja að gólfefnið sé ónýtt,“ segir Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri. Mikið tjón varð á húsnæði embættisins í nótt þegar að vatnslok á brunaslöngu gaf sig.

Þegar öryggisverðir komu á staðinn í morgun var þriggja sentimetra þykkt lag af vatni á hæðinni. Flest húsgögnin sluppu við skemmdist en slökkviliðið hefur unnið að því í dag að þurrkagólfið og næstu daga munu einhverskonar þurkblásarar þurrka hæðina, að sögn Skúla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×