Innlent

Þyrlan komin á loft - 80 björgunarsveitarmenn leita

Björgunarsveitir á Austurlandi leita nú fjögurra manna sem hugðust sækja kindur á Fljótsdalsheiði og fóru akandi og með vélsleða til verksins. En ekkert hefur heyrst frá þeim síðan í gærmorgun.

Afar slæmt veður var fyrir Austan í gærdag og í nótt en upplýsingar hafa borist um að mennirnir hafi ætlað að halda til í skála við Egilssel við Kollumúlavatn.

Veðrið fer nú batnandi og björgunarsveitir ættu að vera komnar að skálanum innnan skamms. Um 70-80 manns hafa tekið þátt í aðgerðum og þyrla landhelgisgæslunnar hefur verið send á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×