Innlent

Þess vegna heitir það Ísland

Magnað!
Magnað! Mynd/Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, Ingibjörg
Það er nokkuð ljóst að nægur er snjórinn á Íslandi nú þegar að desember fer að verða hálfnaður. Af þessari mynd að dæma má sjá að landið er snævi þakið. Myndin var tekin í fyrradag um hádegi.

Það er veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson sem birtir þessa mynd á bloggi sínu. Þar segir að á myndinni sjáist nýmyndaður ís um 42 sjómílur norðvestur af landinu.

„...landið er snævi þakið meira og minna allt, síður kannski á Skeiðarársandi. En það er líka eina landsvæðið. Stóru vötnin þrjú eru ekki enn lögð þrátt fyrir frostið. Þetta eru: Þingvallavatn, Þórisvatn og Lagarfljót. Hálslón er komið á ís. Þessir miklu vatnabolir eru lengi að tapa varma sínum, en það hlýttur að styttast í að þau leggi. Síðast þó Þingvallavatn ef af líkum lætur," segir Einar á heimasíðu sinni.

Bloggsíða Einars




Fleiri fréttir

Sjá meira


×