Innlent

Ökumenn sitja fastir í bílum sínum í Vestmannaeyjum

Mikið óveður hefur verið í Vestmannaeyjum nú eftir hádegið og að sögn varðstjóra hjá lögreglunni er íbúum ráðlagt að vera ekki á ferli að ástæðulausu. Mikil snjókoma og skafrenningur er í bænum eru lögreglumenn og björgunarsveitamenn að aðstoða ökumenn sem sitja margir hverjir fastir í bílum sínum. Þá hafa björgunarsveitarmenn einnig aðstoðað fólk að komast til síns heima. Svo slæmt var veðrið um tíma eftir hádegi í dag að ekki sást á milli húsa og þurftu starfsmenn bæjarins að hætta að ryðja götur bæjarins vegna veðurs en að sögn varðstjóra sáu þeir varla einn meter fram fyrir sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×