Innlent

Leki hjá ríkisskattstjóra

Slökkiliðið var kallað út vegna þriggja leka á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Að sögn slökkviliðsins var mikill leki í íþróttahúsinu í Dalsmára og í húsnæði embættis ríkisskattstjóra að Laugavegi 166. Töluverðar skemmdir urðu á þeim stöðum. Leki kom einnig upp á hjúkrunarheimilinu Eir, en hann var þó talsvert minni en á hinum stöðunum.

Mikill viðbúnaður var vegna lekanna og dugðu áhafnir slökkviliðsins varla til. Vinnu var endalega lokið á sjötta tímanum í morgun. Hætt er við lekum sem þessum þegar vatnið sem frýs í lögnum þiðnar. Fólk er því hvatt til að fylgjast með lögnunum í húsum sínum.

Slökkviliðið var einnig kallað út vegna elds í jólakertaskreytingu og vill slökkviliðið ítreka að fólk fari varlega með skreytingar með opnum eld í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×