Fleiri fréttir Amnesty International: Bréf til bjargar Ár hvert stendur Amnesty International fyrir bréfamaraþoni á alþjóðlega mannréttindadaginn 10. desember. Í tilkynningu frá samtökunum er minnt á að við eigum öll öflugt vopn í baráttunni fyrir mannréttindum, nafnið okkar. „Því getum við beitt til að hafa jákvæð áhrif á líf þeirra sem brotið er á,“ segir einnig. 9.12.2011 15:18 Leigubílstjórinn fundinn Leigubílstjórinn, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í tengslum við nauðgunarmál er varðar Egil Gillz Einarsson og unnustu, er kominn í leitirnar. Lögreglan þakkar veitta aðstoð. 9.12.2011 14:47 Lögreglan leitar að Sigurði Brynjari Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Sigurði Brynjari Jenssyni. Sigurður Brynjar, sem er fæddur árið 1996, er búsettur í Grindavík en hefur dvalið að undanförnu á Háholti í Skagafirði. 9.12.2011 14:43 200 Landsbankamenn fara ekki í vinnuna á einkabíl Tæplega 200 starfsmenn Landsbankans hafa nú undirritað samgöngusamning bankans frá því hann var samþykktur í júní. 9.12.2011 13:53 Vinna að aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi Drög að aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er nú til kynningar innan borgarinnar. Verið er að gefa starfsfólki tækifæri til að koma með ábendingar og tillögur að úrbótum til að fyrirbyggja ofbeldi. 9.12.2011 13:53 Friðrik Þór heiðraður í Eistlandi Leikstjórinn Friðrik Þór Fiðriksson tók við verðlaunum fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar í lok nóvember á fimmtándu Tallin Black Night Film Festival. Það var menntamálaráðherra Eistlands sem afhenti honum verðlaunin. 9.12.2011 13:51 Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun og rán Þrítugur karlmaður, Stefán Þór Guðgeirsson, var í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga konu og ræna hana. 9.12.2011 13:15 Einn ölvaður af 770 Einn ökumaður af 770, sem voru stöðvaðir af lögreglunni víðsvegar höfuðborgarsvæðinu í gær og fyrradag, reyndist ölvaður. Sérstakt umferðareftirlit stendur nú yfir hjá lögreglunni. 9.12.2011 13:11 Óvænt heimsókn á lögreglustöð: Klipptu handjárn af stúlku "Maður hefur svo sem heyrt brandarann áður,“ segir varðstjóri lögreglunnar á Vestfjörðum, en þeir fengu óvænt og sérkennilega heimsókn seint í gærkvöldi þegar par gekk þar inn. Í ljós kom að stúlkan var handjárnuð og þau höfðu týnt lyklunum. 9.12.2011 12:48 Ögmundur Jónasson: Stendur við hvert einasta orð um Vítisengla "Ég stend við hvert einasta orð sem ég hef sagt og er tilbúinn að svara fyrir þau, hvar sem er og hvenær sem er,“ segir Ögmundur Jónasson en Hells Angels hafa stefnt Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, ríkislögreglustjóra og íslenska ríkinu fyrir meiðyrði. 9.12.2011 12:04 Blaðberi rann 100 metra niður brekku "Ég veit um mýmörg dæmi þar sem blaðberar detta vegna hálku þar sem er illa mokað eða slæmt aðgengi að húsum. Fólk hefur beinbrotnað, dottið á andlitið og brotið tennur,“ segir Felix Gunnar Sigurðsson hjá hverfastjórnun og stýringu hjá Póstdreifingu. Felix fær tilkynningu um slys á blaðberum um fimm til tíu sinnum á vetri. 9.12.2011 11:00 Vítisenglar ósáttir við ummæli Ögmundar og leita til dómstóla Vélhjólasamtökin Vítisenglar hafa stefnt Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra fyrir meiðyrði. Á vefmiðlinum Smugunni er greint frá því að ráðherranum hafi verið afhent stefnan í gær. Forseti samtakanna, Einar „Boom“ Marteinsson hafði áður lýst því yfir í DV að hann hyggðist stefna Ögmundi en ástæðan mun vera sú að ráðherrann hafi ítrekað á opinberum vettvangi kallað Vítisengla glæpasamtök. 9.12.2011 10:39 Tannhvíttunarfræðingur sýnir tannlæknum tennurnar "Þetta er búið að hafa skaðleg áhrif á reksturinn,“ segir tannhvíttunarfræðingurinn Rúna Óladóttir, en Tannlæknafélag Íslands sendi frá sér yfirlýsingu þar sem starfsemin var harðlega gagnrýnd. 9.12.2011 10:37 Engin smálúða Skipverjarnir á Kleifabergi ÓF 2 kræktu í sannkallaða risalúðu í gær. Ferlíkið er 258 sentimetrar að lengd og halda menn að þar fari ein af stærstu lúðum sem veiðst hafa við landið síðustu ár. "Til samanburðar má geta þess að lúðan sem þjóðverji nokkur veiddi á stöng fyrir vestan í fyrra og mun vera stærsta lúða í heimi sem veiðst hefur á stöng var 248 cm," segir Trausti Gylfason háseti á Kleifaberginu en hann giskar á að lúðan sem veiddist í gær sé allt að 250 kg. Eins og sjá má á myndunum er enda ekki um neitt síli að ræða. 9.12.2011 10:01 Flugvallarmenn vilja tré burt úr Öskjuhlíð „Það er einkennilegt að borgin ákveði að stráfella þarna fjölda trjáa út af flugvelli sem hvort sem er á að fara," segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem er andvígur því að orðið verði við ósk flugmálayfirvalda um grisjun trjáa í Öskjuhlíð vegna umferðar um Reykjavíkurflugvöll. 9.12.2011 08:00 Mikið fannfergi í Grindavík Vetrarríki er nú í Grindavík eftir mikið fannfergi þar í fyrrinótt. Starfsmenn bæjarins unnu hörðum höndum í allan gærdag við aða ryðja helstu umferaðræðar um bæinn og í nótt fór frostið í Grindavík niður í 13 gráður. 9.12.2011 07:28 Óveður á flestum miðum, togarar liggja í vari Óveður er á flestum miðum við landið og eru sára fá skip á sjó. Þó nokkur loðnuskip hafa leitað inn til Ísafjarðar og nokkrir togarar liggja í vari undir Grænuhlíð við Ísafjarðardjúp. Ekki er vitað til að neitt óhapp hafi hent skipin. Óvenju lítil sjósókn hefur verið að undanförnu vegna þráláts óveðurs á miðunum. 9.12.2011 07:24 Björgunarsveit aðstoðaði fólk í þremur bílum Björgunarsveitarmenn frá Grindavík aðstoðuðu í nótt fólk í þremur föstum bílum á Suðurstrandarvegi og Krísavíkurvegi. erlendir ferðamenn voru í tveimur bílanna. 9.12.2011 07:20 Lögreglan rannsakar hrottafengið dráp á hundi Lögreglan á Ísafirði rannsakar nú hrottafengið dráp á svörtum Labradorhundi á Þingeyri í gær. 9.12.2011 07:18 Um 64% vilja að Jón hætti Tæplega tveir af hverjum þremur sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 vilja að Jón Bjarnason láti af embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Alls segjast 35,7 prósent þeirra sem afstöðu taka vilja að Jón sitji áfram sem ráðherra. Um 64,3 prósent vilja að hann hætti. 9.12.2011 06:45 Fjárfestar koma ekki af sjálfu sér Allar þjóðir heimsins keppast við að laða til sín erlendar fjárfestingar og er mikil samkeppni þar á milli. Síðustu árin hefur slíkt valdið deilum hér á landi og oft hefur verið erfitt að negla niður hver stefna stjórnvalda er í málaflokknum. Carlos Bronzatto er framkvæmdastjóri World Association of Investment Promotion Agencies (WAIPA), sem útleggja mætti sem alþjóðasamtök fjárfestingarstofa. Hann segir áreiðanleika í regluverki lykilinn að því að laða fjárfesta að. 9.12.2011 06:00 Tónlistarnám í anda Bjarkar Reykjavíkurborg hefur ákveðið að boðið verði upp á tónvísindasmiðjur í anda Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarkonu í öllum grunnskólum borgarinnar í vetur. Um samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og Bjarkar Guðmundsdóttur er að ræða. Ber það nafnið Biophilia í skólum og nær til 5.-7. bekkjar. Markmið þessa verkefnis er að samþætta á nýstárlegan hátt tónlist, vísindi, tölvutækni, móðurmál og jafnvel fleiri námsgreinar.- shá 9.12.2011 05:00 Borgarstjóri opnaði jólamarkað Jón Gnarr borgarstjóri opnaði nýjan jólamarkað á Ingólfstorgi í gærdag. Markaðurinn verður opinn á torginu til jóla, en hann er hluti af átaki borgarinnar sem nefnist Jólaborgin Reykjavík. 9.12.2011 04:00 Von um markvissari lausn á ADHD Erfðabreytileiki í boðleiðum í heila virðist tengjast athyglisbresti og ofvirkni (ADHD), að því er fram kemur í nýrri rannsókn vísindamanna á Barnaháskólasjúkrahúsinu í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Uppgötvunin gefur von um að hægt verði að þróa markvissari meðferð við sjúkdómnum. 9.12.2011 04:00 Hæsta jólatréð á Reyðarfirði Ljós voru tendruð á hæsta jólatré landsins þessi jólin á miðvikudag. Tréð er rúmlega 13 metra hátt sitkagreni úr Hallormsstaðarskógi sem stendur uppreist við álver Fjarðaáls á Reyðarfirði. 9.12.2011 03:15 Landslið grínista kemur fram á degi rauða nefsins í kvöld Það verður sannkölluð veisla á Stöð 2 á degi rauða nefsins í kvöld. Frá klukkan 19.30 til miðnættis verður sýnt beint frá skemmtun sem haldin er vegna söfnunarátaks UNICEF á Íslandi handa bágstöddum börnum í um heim allan. Sannkallað landslið íslenskra grínista kemur saman og skemmtir þjóðinni með óborganlegu gríni og hvetur hana um leið til að gerast heimsforeldrar. 9.12.2011 16:34 Stórkostlegt að hafa svona góð áhrif á nemendur Kynjafræði er kennd sem valfag við fjóra framhaldsskóla á landinu. Frumkvöðull á sviði kynjafræðikennslu í framhaldsskólum segir að auka þurfi framboðið. Dæmi eru um að biðlistar séu á námskeiðin. 8.12.2011 21:47 Barnsmóðir Gísla dæmd til að greiða 35 milljónir Anna Margrét Kristinsdóttir, barnsmóðir Gísla Þórs Reynissonar heitins athafnamanns, hefur verið dæmd til að greiða dánarbúi hans 35 milljónir króna. Dánarbú Gísla krafði Önnu Margréti um peninginn vegna láns sem talið var að Gísli hefði veitt henni árið 2007 vegna kaupa á sumarbústað og vegna greiðslu Önnu af láni hjá Landsbanka. Í málinu lágu ekki fyrir skriflegir lánasamningar. Gísli og Anna Margrét áttu tvö börn saman en voru ekki í skráðri sambúð. 8.12.2011 18:29 Lúpínan hörfar fyrir öðrum gróðri Lúpínan virðist hörfa fyrir íslenskum gróðri með tímanum samkvæmt nýlegri úttekt landfræðings. Lúpínubreiður á afmörkuðu svæði í Heiðmörk hafa hörfað um meira en helming á nokkrum áratugum. 8.12.2011 21:35 Jarðir að komast í eigu útlendinga Jarðir á Íslandi eru með óbeinum hætti að komast i eigu erlendra kröfuhafa vegna afleiðinga af bankahruninnu. Sumar þeirra eru þegar komnar í eigu bankanna eftir að auðugt fólk keypti þær í góðærinu með lánum en gat ekki staðið skil á greiðslum af þeim. Bankarnir eiga nú mikið af þessum jörðum, en bankarnir sjálfir eru svo aftur í eigu erlendra kröfuhafa. 8.12.2011 20:37 Sökk mjög djúpt áður en almættið kom henni til bjargar Mannréttindaráð Reykjavíkur stóð fyrir opnum fundi í dag um mannréttindi útigangsfólks. Ásdís Sigurðardóttir sem bjó á götunni í fjögur ár hélt þar erindi. 8.12.2011 20:04 Sælulíf á sólarströnd í Santos Á meðan stelpurnar okkar standa í ströngu á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik sem fram fer í Brasilíu gengur lífið sinn vanagang á ströndinni í Santos þar sem Ísland leikur í riðlakeppninni. Pjetur Sigurðsson ljósmyndari brá sér á ströndina. 8.12.2011 17:15 Ritstjóri Pressunnar biðst afsökunar Vísi hefur borist yfirlýsing frá Steingrími Sævarri Ólafssyni, ritstjóra Pressunnar, vegna fréttar sem birtist á vef Pressunnar í gær. Yfirlýsingin er svohljóðandi. 8.12.2011 17:08 Skipulagsstofnun sökuð um aðför að Vestfjörðum "Bæjarstjórn Vesturbyggðar mótmælir harðlega aðförinni að samfélaginu á sunnanverðum Vestfjörðum með umsögn Skipulagsstofnunar um vegagerð á Vestfjarðavegi 60 frá Eiði í Vattarfirði að Þverá í Kjálkafirði." Svo segir í ályktun sem samþykkt var samhljóða á fundi bæjarstjórnar á Patreksfirði í gærkvöldi í tilefni af áliti Skipulagsstofnunar fyrr í vikunni þess efnis að áformaðar endurbætur á 24 kílómetra kafla valdi óbætanlegum skaða. 8.12.2011 17:03 Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir grunuðum smyglara Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir manni á sextugsaldri sem grunaður er um aðild að innflutningi á verulegu magni af fíkniefnum. Lögregla fór fram á gæsluvarðhaldið á grundvelli almannahagsmuna og verður hann í varðhaldi til 3. janúar. Maðurinn kærði úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar sem komst að sömu niðurstöðu og héraðsdómurþ .Um 10 kíló af amfetamíni reyndust vera falin í gámi sem kom með skipi í Straumsvíkurhöfn. Við leit í gámnum fundust einnig um 200 grömm af kókaíni, rúmlega 8 þúsund e-töflur og verulegt magn af sterum, bæði í töflu- og vökvaformi. Skipið kom hingað frá Rotterdam í Hollandi. 8.12.2011 16:44 Leynifundur í lokuðum þingsal Alþingis Ein leynilegasta samkunda landsins fór fram fyrir luktum dyrum í Alþingishúsinu í hádeginu í gær. Fundarsal Alþingis var læst og hvorki fjölmiðlar, starfsmenn þingsins né aðrir utanaðkomandi fengu að fylgjast með hvað þar gerðist. Fyrir utan alþingismenn mátti aðeins einn maður taka þátt í fundinum, Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður. 8.12.2011 15:45 Listasafn Reykjavíkur hættir líka að auglýsa hjá Pressunni Listasafn Reykjavíkur hefur hætt birtingum á öllum auglýsingum á vefmiðlinum Pressan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá safninu en ástæðan er umdeild myndbirting af meintu fórnarlambi kynferðisofbeldis sem Pressan birti í gær. Vefurinn tók hinsvegar myndina og fréttina út og báðust afsökunar á mistökunum. 8.12.2011 15:21 Skotárás í Bryggjuhverfi: Einn til viðbótar handtekinn Mennirnir sem grunaðir eru um aðild að skotárásinni í Bryggjuhverfi þann 18. nóvember síðastliðinn hafa allir verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald og einn til viðbótar hefur verið handtekinn. „Tveimur þeirra er gert að sitja áfram í gæsluvarðhaldi til 22. desember og einum til 16. desember," segir í tilkynningu frá lögreglu. 8.12.2011 15:06 Nafnlausi flokkurinn óskar eftir tillögum Nýtt stjórnmálaafl undir forystu Heiðu Kristínar Helgadóttur og Guðmundar Steingrímssonar, hélt blaðamannafund í Norræna húsinu klukkan tvö í dag. 8.12.2011 15:02 Dagbókarbrot Páls Óskars: Kóleru útrýmt með hjálp orkumesta stuðboltans Dagbókarbrot frá Páli Óskari Hjálmtýssyni í Síerra Leóne birtast þessa dagana á Vísi, eitt á dag, fram að söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sem sýndur verður á föstudag, á degi rauða nefsins. Dagur rauða nefsins verður í opinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi. 8.12.2011 14:45 Opinbert framlag til kvikmynda 700 milljónir árið 2015 Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Ari Kristinsson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK), Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna (FK) og Ragnar Bragason, formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra (SKL) undirrituðu í húsakynnum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands í dag Samkomulag um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu árin 2012– 2015. 8.12.2011 14:37 Lögreglan lýsir aftur eftir leigubílstjóranum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að leigubílstjóra sem hún þarf að hafa tal af vegna sem er til rannsóknar hjá embættinu og varðar meinta nauðgun, sem Egill Einarsson og unnusta hans hafa verið kærð fyrir. Lýst var eftir manninum í gær. 8.12.2011 14:27 Seldu plastpoka til styrktar Bleiku slaufunni Plastprent lagði Krabbameinsfélaginu lið í október og seldi poka merktan Bleiku slaufunni til viðskiptavina sinna. Um var að ræða bleikann poka sem minnti fólk á átakið og seldust alls 20.000 pokar á tímabilinu. 8.12.2011 14:23 Happdrætti Háskóla Íslands hættir að auglýsa á Pressunni Happdrætti Háskóla Íslands hefur látið fjarlægja auglýsingaborða sinn á fréttavefnum Pressan.is til þess að mótmæla myndbirtingu á meintu fórnarlambi kynferðisofbeldis. Þetta fékkst staðfest á skrifstofu happdrættisins, ekki náðist þó í forstjórann, Bryndísi Hrafnkelsdóttur, vegna málsins. 8.12.2011 13:47 Tunglið verður appelsínugult á laugardag Tunglmyrkvi verður á Íslandi í ljósaskiptunum síðdegis á laugardag, þann 10. desember. Hann mun sjást sem almyrkvi á austanverðu landinu en sem deildarmyrkvi vestanlands, svo fremi að ekki verði skýjað. Vefsíða Almanaks Háskóla Íslands segir að almyrkvinn hefjist þegar enn er dagsbirta á Íslandi og því sést ekki almyrkvað tungl frá Reykjavík en deildarmyrkvi verður sýnilegur þaðan þegar dimmir. 8.12.2011 13:33 Sjá næstu 50 fréttir
Amnesty International: Bréf til bjargar Ár hvert stendur Amnesty International fyrir bréfamaraþoni á alþjóðlega mannréttindadaginn 10. desember. Í tilkynningu frá samtökunum er minnt á að við eigum öll öflugt vopn í baráttunni fyrir mannréttindum, nafnið okkar. „Því getum við beitt til að hafa jákvæð áhrif á líf þeirra sem brotið er á,“ segir einnig. 9.12.2011 15:18
Leigubílstjórinn fundinn Leigubílstjórinn, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í tengslum við nauðgunarmál er varðar Egil Gillz Einarsson og unnustu, er kominn í leitirnar. Lögreglan þakkar veitta aðstoð. 9.12.2011 14:47
Lögreglan leitar að Sigurði Brynjari Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Sigurði Brynjari Jenssyni. Sigurður Brynjar, sem er fæddur árið 1996, er búsettur í Grindavík en hefur dvalið að undanförnu á Háholti í Skagafirði. 9.12.2011 14:43
200 Landsbankamenn fara ekki í vinnuna á einkabíl Tæplega 200 starfsmenn Landsbankans hafa nú undirritað samgöngusamning bankans frá því hann var samþykktur í júní. 9.12.2011 13:53
Vinna að aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi Drög að aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er nú til kynningar innan borgarinnar. Verið er að gefa starfsfólki tækifæri til að koma með ábendingar og tillögur að úrbótum til að fyrirbyggja ofbeldi. 9.12.2011 13:53
Friðrik Þór heiðraður í Eistlandi Leikstjórinn Friðrik Þór Fiðriksson tók við verðlaunum fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar í lok nóvember á fimmtándu Tallin Black Night Film Festival. Það var menntamálaráðherra Eistlands sem afhenti honum verðlaunin. 9.12.2011 13:51
Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun og rán Þrítugur karlmaður, Stefán Þór Guðgeirsson, var í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga konu og ræna hana. 9.12.2011 13:15
Einn ölvaður af 770 Einn ökumaður af 770, sem voru stöðvaðir af lögreglunni víðsvegar höfuðborgarsvæðinu í gær og fyrradag, reyndist ölvaður. Sérstakt umferðareftirlit stendur nú yfir hjá lögreglunni. 9.12.2011 13:11
Óvænt heimsókn á lögreglustöð: Klipptu handjárn af stúlku "Maður hefur svo sem heyrt brandarann áður,“ segir varðstjóri lögreglunnar á Vestfjörðum, en þeir fengu óvænt og sérkennilega heimsókn seint í gærkvöldi þegar par gekk þar inn. Í ljós kom að stúlkan var handjárnuð og þau höfðu týnt lyklunum. 9.12.2011 12:48
Ögmundur Jónasson: Stendur við hvert einasta orð um Vítisengla "Ég stend við hvert einasta orð sem ég hef sagt og er tilbúinn að svara fyrir þau, hvar sem er og hvenær sem er,“ segir Ögmundur Jónasson en Hells Angels hafa stefnt Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, ríkislögreglustjóra og íslenska ríkinu fyrir meiðyrði. 9.12.2011 12:04
Blaðberi rann 100 metra niður brekku "Ég veit um mýmörg dæmi þar sem blaðberar detta vegna hálku þar sem er illa mokað eða slæmt aðgengi að húsum. Fólk hefur beinbrotnað, dottið á andlitið og brotið tennur,“ segir Felix Gunnar Sigurðsson hjá hverfastjórnun og stýringu hjá Póstdreifingu. Felix fær tilkynningu um slys á blaðberum um fimm til tíu sinnum á vetri. 9.12.2011 11:00
Vítisenglar ósáttir við ummæli Ögmundar og leita til dómstóla Vélhjólasamtökin Vítisenglar hafa stefnt Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra fyrir meiðyrði. Á vefmiðlinum Smugunni er greint frá því að ráðherranum hafi verið afhent stefnan í gær. Forseti samtakanna, Einar „Boom“ Marteinsson hafði áður lýst því yfir í DV að hann hyggðist stefna Ögmundi en ástæðan mun vera sú að ráðherrann hafi ítrekað á opinberum vettvangi kallað Vítisengla glæpasamtök. 9.12.2011 10:39
Tannhvíttunarfræðingur sýnir tannlæknum tennurnar "Þetta er búið að hafa skaðleg áhrif á reksturinn,“ segir tannhvíttunarfræðingurinn Rúna Óladóttir, en Tannlæknafélag Íslands sendi frá sér yfirlýsingu þar sem starfsemin var harðlega gagnrýnd. 9.12.2011 10:37
Engin smálúða Skipverjarnir á Kleifabergi ÓF 2 kræktu í sannkallaða risalúðu í gær. Ferlíkið er 258 sentimetrar að lengd og halda menn að þar fari ein af stærstu lúðum sem veiðst hafa við landið síðustu ár. "Til samanburðar má geta þess að lúðan sem þjóðverji nokkur veiddi á stöng fyrir vestan í fyrra og mun vera stærsta lúða í heimi sem veiðst hefur á stöng var 248 cm," segir Trausti Gylfason háseti á Kleifaberginu en hann giskar á að lúðan sem veiddist í gær sé allt að 250 kg. Eins og sjá má á myndunum er enda ekki um neitt síli að ræða. 9.12.2011 10:01
Flugvallarmenn vilja tré burt úr Öskjuhlíð „Það er einkennilegt að borgin ákveði að stráfella þarna fjölda trjáa út af flugvelli sem hvort sem er á að fara," segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem er andvígur því að orðið verði við ósk flugmálayfirvalda um grisjun trjáa í Öskjuhlíð vegna umferðar um Reykjavíkurflugvöll. 9.12.2011 08:00
Mikið fannfergi í Grindavík Vetrarríki er nú í Grindavík eftir mikið fannfergi þar í fyrrinótt. Starfsmenn bæjarins unnu hörðum höndum í allan gærdag við aða ryðja helstu umferaðræðar um bæinn og í nótt fór frostið í Grindavík niður í 13 gráður. 9.12.2011 07:28
Óveður á flestum miðum, togarar liggja í vari Óveður er á flestum miðum við landið og eru sára fá skip á sjó. Þó nokkur loðnuskip hafa leitað inn til Ísafjarðar og nokkrir togarar liggja í vari undir Grænuhlíð við Ísafjarðardjúp. Ekki er vitað til að neitt óhapp hafi hent skipin. Óvenju lítil sjósókn hefur verið að undanförnu vegna þráláts óveðurs á miðunum. 9.12.2011 07:24
Björgunarsveit aðstoðaði fólk í þremur bílum Björgunarsveitarmenn frá Grindavík aðstoðuðu í nótt fólk í þremur föstum bílum á Suðurstrandarvegi og Krísavíkurvegi. erlendir ferðamenn voru í tveimur bílanna. 9.12.2011 07:20
Lögreglan rannsakar hrottafengið dráp á hundi Lögreglan á Ísafirði rannsakar nú hrottafengið dráp á svörtum Labradorhundi á Þingeyri í gær. 9.12.2011 07:18
Um 64% vilja að Jón hætti Tæplega tveir af hverjum þremur sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 vilja að Jón Bjarnason láti af embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Alls segjast 35,7 prósent þeirra sem afstöðu taka vilja að Jón sitji áfram sem ráðherra. Um 64,3 prósent vilja að hann hætti. 9.12.2011 06:45
Fjárfestar koma ekki af sjálfu sér Allar þjóðir heimsins keppast við að laða til sín erlendar fjárfestingar og er mikil samkeppni þar á milli. Síðustu árin hefur slíkt valdið deilum hér á landi og oft hefur verið erfitt að negla niður hver stefna stjórnvalda er í málaflokknum. Carlos Bronzatto er framkvæmdastjóri World Association of Investment Promotion Agencies (WAIPA), sem útleggja mætti sem alþjóðasamtök fjárfestingarstofa. Hann segir áreiðanleika í regluverki lykilinn að því að laða fjárfesta að. 9.12.2011 06:00
Tónlistarnám í anda Bjarkar Reykjavíkurborg hefur ákveðið að boðið verði upp á tónvísindasmiðjur í anda Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarkonu í öllum grunnskólum borgarinnar í vetur. Um samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og Bjarkar Guðmundsdóttur er að ræða. Ber það nafnið Biophilia í skólum og nær til 5.-7. bekkjar. Markmið þessa verkefnis er að samþætta á nýstárlegan hátt tónlist, vísindi, tölvutækni, móðurmál og jafnvel fleiri námsgreinar.- shá 9.12.2011 05:00
Borgarstjóri opnaði jólamarkað Jón Gnarr borgarstjóri opnaði nýjan jólamarkað á Ingólfstorgi í gærdag. Markaðurinn verður opinn á torginu til jóla, en hann er hluti af átaki borgarinnar sem nefnist Jólaborgin Reykjavík. 9.12.2011 04:00
Von um markvissari lausn á ADHD Erfðabreytileiki í boðleiðum í heila virðist tengjast athyglisbresti og ofvirkni (ADHD), að því er fram kemur í nýrri rannsókn vísindamanna á Barnaháskólasjúkrahúsinu í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Uppgötvunin gefur von um að hægt verði að þróa markvissari meðferð við sjúkdómnum. 9.12.2011 04:00
Hæsta jólatréð á Reyðarfirði Ljós voru tendruð á hæsta jólatré landsins þessi jólin á miðvikudag. Tréð er rúmlega 13 metra hátt sitkagreni úr Hallormsstaðarskógi sem stendur uppreist við álver Fjarðaáls á Reyðarfirði. 9.12.2011 03:15
Landslið grínista kemur fram á degi rauða nefsins í kvöld Það verður sannkölluð veisla á Stöð 2 á degi rauða nefsins í kvöld. Frá klukkan 19.30 til miðnættis verður sýnt beint frá skemmtun sem haldin er vegna söfnunarátaks UNICEF á Íslandi handa bágstöddum börnum í um heim allan. Sannkallað landslið íslenskra grínista kemur saman og skemmtir þjóðinni með óborganlegu gríni og hvetur hana um leið til að gerast heimsforeldrar. 9.12.2011 16:34
Stórkostlegt að hafa svona góð áhrif á nemendur Kynjafræði er kennd sem valfag við fjóra framhaldsskóla á landinu. Frumkvöðull á sviði kynjafræðikennslu í framhaldsskólum segir að auka þurfi framboðið. Dæmi eru um að biðlistar séu á námskeiðin. 8.12.2011 21:47
Barnsmóðir Gísla dæmd til að greiða 35 milljónir Anna Margrét Kristinsdóttir, barnsmóðir Gísla Þórs Reynissonar heitins athafnamanns, hefur verið dæmd til að greiða dánarbúi hans 35 milljónir króna. Dánarbú Gísla krafði Önnu Margréti um peninginn vegna láns sem talið var að Gísli hefði veitt henni árið 2007 vegna kaupa á sumarbústað og vegna greiðslu Önnu af láni hjá Landsbanka. Í málinu lágu ekki fyrir skriflegir lánasamningar. Gísli og Anna Margrét áttu tvö börn saman en voru ekki í skráðri sambúð. 8.12.2011 18:29
Lúpínan hörfar fyrir öðrum gróðri Lúpínan virðist hörfa fyrir íslenskum gróðri með tímanum samkvæmt nýlegri úttekt landfræðings. Lúpínubreiður á afmörkuðu svæði í Heiðmörk hafa hörfað um meira en helming á nokkrum áratugum. 8.12.2011 21:35
Jarðir að komast í eigu útlendinga Jarðir á Íslandi eru með óbeinum hætti að komast i eigu erlendra kröfuhafa vegna afleiðinga af bankahruninnu. Sumar þeirra eru þegar komnar í eigu bankanna eftir að auðugt fólk keypti þær í góðærinu með lánum en gat ekki staðið skil á greiðslum af þeim. Bankarnir eiga nú mikið af þessum jörðum, en bankarnir sjálfir eru svo aftur í eigu erlendra kröfuhafa. 8.12.2011 20:37
Sökk mjög djúpt áður en almættið kom henni til bjargar Mannréttindaráð Reykjavíkur stóð fyrir opnum fundi í dag um mannréttindi útigangsfólks. Ásdís Sigurðardóttir sem bjó á götunni í fjögur ár hélt þar erindi. 8.12.2011 20:04
Sælulíf á sólarströnd í Santos Á meðan stelpurnar okkar standa í ströngu á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik sem fram fer í Brasilíu gengur lífið sinn vanagang á ströndinni í Santos þar sem Ísland leikur í riðlakeppninni. Pjetur Sigurðsson ljósmyndari brá sér á ströndina. 8.12.2011 17:15
Ritstjóri Pressunnar biðst afsökunar Vísi hefur borist yfirlýsing frá Steingrími Sævarri Ólafssyni, ritstjóra Pressunnar, vegna fréttar sem birtist á vef Pressunnar í gær. Yfirlýsingin er svohljóðandi. 8.12.2011 17:08
Skipulagsstofnun sökuð um aðför að Vestfjörðum "Bæjarstjórn Vesturbyggðar mótmælir harðlega aðförinni að samfélaginu á sunnanverðum Vestfjörðum með umsögn Skipulagsstofnunar um vegagerð á Vestfjarðavegi 60 frá Eiði í Vattarfirði að Þverá í Kjálkafirði." Svo segir í ályktun sem samþykkt var samhljóða á fundi bæjarstjórnar á Patreksfirði í gærkvöldi í tilefni af áliti Skipulagsstofnunar fyrr í vikunni þess efnis að áformaðar endurbætur á 24 kílómetra kafla valdi óbætanlegum skaða. 8.12.2011 17:03
Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir grunuðum smyglara Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir manni á sextugsaldri sem grunaður er um aðild að innflutningi á verulegu magni af fíkniefnum. Lögregla fór fram á gæsluvarðhaldið á grundvelli almannahagsmuna og verður hann í varðhaldi til 3. janúar. Maðurinn kærði úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar sem komst að sömu niðurstöðu og héraðsdómurþ .Um 10 kíló af amfetamíni reyndust vera falin í gámi sem kom með skipi í Straumsvíkurhöfn. Við leit í gámnum fundust einnig um 200 grömm af kókaíni, rúmlega 8 þúsund e-töflur og verulegt magn af sterum, bæði í töflu- og vökvaformi. Skipið kom hingað frá Rotterdam í Hollandi. 8.12.2011 16:44
Leynifundur í lokuðum þingsal Alþingis Ein leynilegasta samkunda landsins fór fram fyrir luktum dyrum í Alþingishúsinu í hádeginu í gær. Fundarsal Alþingis var læst og hvorki fjölmiðlar, starfsmenn þingsins né aðrir utanaðkomandi fengu að fylgjast með hvað þar gerðist. Fyrir utan alþingismenn mátti aðeins einn maður taka þátt í fundinum, Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður. 8.12.2011 15:45
Listasafn Reykjavíkur hættir líka að auglýsa hjá Pressunni Listasafn Reykjavíkur hefur hætt birtingum á öllum auglýsingum á vefmiðlinum Pressan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá safninu en ástæðan er umdeild myndbirting af meintu fórnarlambi kynferðisofbeldis sem Pressan birti í gær. Vefurinn tók hinsvegar myndina og fréttina út og báðust afsökunar á mistökunum. 8.12.2011 15:21
Skotárás í Bryggjuhverfi: Einn til viðbótar handtekinn Mennirnir sem grunaðir eru um aðild að skotárásinni í Bryggjuhverfi þann 18. nóvember síðastliðinn hafa allir verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald og einn til viðbótar hefur verið handtekinn. „Tveimur þeirra er gert að sitja áfram í gæsluvarðhaldi til 22. desember og einum til 16. desember," segir í tilkynningu frá lögreglu. 8.12.2011 15:06
Nafnlausi flokkurinn óskar eftir tillögum Nýtt stjórnmálaafl undir forystu Heiðu Kristínar Helgadóttur og Guðmundar Steingrímssonar, hélt blaðamannafund í Norræna húsinu klukkan tvö í dag. 8.12.2011 15:02
Dagbókarbrot Páls Óskars: Kóleru útrýmt með hjálp orkumesta stuðboltans Dagbókarbrot frá Páli Óskari Hjálmtýssyni í Síerra Leóne birtast þessa dagana á Vísi, eitt á dag, fram að söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sem sýndur verður á föstudag, á degi rauða nefsins. Dagur rauða nefsins verður í opinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi. 8.12.2011 14:45
Opinbert framlag til kvikmynda 700 milljónir árið 2015 Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Ari Kristinsson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK), Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna (FK) og Ragnar Bragason, formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra (SKL) undirrituðu í húsakynnum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands í dag Samkomulag um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu árin 2012– 2015. 8.12.2011 14:37
Lögreglan lýsir aftur eftir leigubílstjóranum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að leigubílstjóra sem hún þarf að hafa tal af vegna sem er til rannsóknar hjá embættinu og varðar meinta nauðgun, sem Egill Einarsson og unnusta hans hafa verið kærð fyrir. Lýst var eftir manninum í gær. 8.12.2011 14:27
Seldu plastpoka til styrktar Bleiku slaufunni Plastprent lagði Krabbameinsfélaginu lið í október og seldi poka merktan Bleiku slaufunni til viðskiptavina sinna. Um var að ræða bleikann poka sem minnti fólk á átakið og seldust alls 20.000 pokar á tímabilinu. 8.12.2011 14:23
Happdrætti Háskóla Íslands hættir að auglýsa á Pressunni Happdrætti Háskóla Íslands hefur látið fjarlægja auglýsingaborða sinn á fréttavefnum Pressan.is til þess að mótmæla myndbirtingu á meintu fórnarlambi kynferðisofbeldis. Þetta fékkst staðfest á skrifstofu happdrættisins, ekki náðist þó í forstjórann, Bryndísi Hrafnkelsdóttur, vegna málsins. 8.12.2011 13:47
Tunglið verður appelsínugult á laugardag Tunglmyrkvi verður á Íslandi í ljósaskiptunum síðdegis á laugardag, þann 10. desember. Hann mun sjást sem almyrkvi á austanverðu landinu en sem deildarmyrkvi vestanlands, svo fremi að ekki verði skýjað. Vefsíða Almanaks Háskóla Íslands segir að almyrkvinn hefjist þegar enn er dagsbirta á Íslandi og því sést ekki almyrkvað tungl frá Reykjavík en deildarmyrkvi verður sýnilegur þaðan þegar dimmir. 8.12.2011 13:33