Innlent

Ógnuðu manni með leikfangabyssu

Fangaklefi
Fangaklefi
Tveir karlmenn eru nú í haldi lögreglu eftir líkamsárás í Vogahverfinu í Reykjvík á níunda tímanum í gærkvöldi.

Mennirnir ógnuðu öðrum manni með skotvopni sem reyndist vera eftirlíking við nánari skoðun. Þá beittu mennirnir einnig barefli og hníf í árásinni á manninn.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er þolandinn ekki illa særður en málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×