Innlent

Yfir 20 árekstrar á höfuðborgarsvæðinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nokkur fjöldi árekstra hefur orðið á bílastæðum.
Nokkur fjöldi árekstra hefur orðið á bílastæðum.
Yfir 20 árekstrar urðu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Í þremur árekstranna kvörtuðu ökumenn undan smávægilegum meiðslum, samkvæmt upplýsingum frá Árekstur.is  Sex bifreiðanna voru fluttar af vettvangi með kranabíl þar sem þær voru óökuhæfar eftir óhöppin.

Starfsmenn Áreksturs.is segja að óvenju hátt hlutfall árekstra í þessari viku hafi gerst á bifreiðaplönum þar sem ökumenn hafi verið að bakka út úr bifreiðastæðum og bakkað á aðrar bifreiðar. Ökumenn eru hvattir til að gefa sér góðan tíma til að líta afturfyrir bifreiðar sínar áður en þeir bakka bifreiðum sínum úr bifreiðastæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×