Innlent

Óveður á Austfjörðum

Úti að labba með hundinn í vondu veðri.
Úti að labba með hundinn í vondu veðri. mynd úr safni
Mikið óveður er á Austfjörðum og með norðurströnd landsins. Í aðvörun frá Vegagerðinni kemur fram að ófært er á Víkurskarði og á Hófaskarðsleið. 

Á vestfjörðum, vestur-, suður- og á norðurlandi er víðast hvar hálka eða snjóþekja og stórhríð er á Öxnadalsheiði. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Hólasandi og skafrenningur í kringum Mývatn. 

Á suðurlandi er Suðurstrandavegur ófær, sem og Krýsavíkurleið. Vegfarendur eru hvattir til að sýna fyllstu aðgát við öll vinnusvæði og fylgja þeim merkingum sem uppi eru hverju sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×