Vantar 22 heimilislækna í Reykjavík - 4 vikna bið eftir tíma 10. desember 2011 20:30 Tuttugu og tvo heimilislækna vantar á heilsugæslustöðvar í Reykjavík. Stjórnamaður í Félagi íslenskra heimilislækna segir stefna í óefni en í dag getur fólk þurft að bíða í allt að fjórar vikur eftir tíma hjá sínum heimilislækni. Lengi hefur verið skortur á heimilislæknum á höfuðborgarsvæðinu og fáir nýjir læknar bæst í hóp þeirra sem fyrir eru. Heimilslæknar telja stöðuna hafa versnað mikið eftir hrun. Meðalaldur heimilslækna í borginni hefur farið hækkandi og er nú um fimmtíu og fimm ár. „Það er útlit fyrir það að fjörtíu prósent læknanna á höfuðborgarsvæðinu, sem að eru í föstum stöðum, nái ellilífeyrisaldri á næstu tíu árum og sextíu og fimm prósent á næstu fimmtán árum. Þannig að það mun þurfa verulega endurnýjun og við erum ekki að sjá að sú endurnýjun sé í gangi. Þannig að staðan er ekki góð í dag og stefnir í að verða enn verri á næstu árum," segir Gunnlaugur Sigurjónsson, heilsugæslulæknir. Þannig hafi fáir sérhæft sig í heimilislækningum á undanförnum árum og þeir sem fara út í nám velja oftar að dvelja þar í lengri tíma en áður. „Ef maður miðar við fimmtán hundruð manns á lækni hér á höfuðborgarsvæðinu þá vantar í dag 22 lækna miðað við stöðuna í dag. Ef nýliðunin verður ekki þá mun sú tala aukast," segir Gunnlaugur. Þá þarf fólk oft að bíða lengi eftir því að hitta sinn heimilislækni. „Ef fólk ætlar að fara að hitta þann lækni sem það kýs, eða er þeirra læknir, þá er biðin örugglega frá einni upp í fjórar vikur." Gunnlaugur situr í stjórn Félags íslenskra heimilislækna og segir hann lækna sem starfa á heilsugæslustöðvum borgarinnar almennt hafa áhyggjur af stöðunni. Þeir ræddu hana til að mynda á fundi hjá Læknafélagi Reykjavíkur í síðustu viku. Reglulega sé auglýst eftir læknum en enginn sæki hins vegar um. „Maður hefur áhyggjur af því að heilsugæslan stefni í óefni. Við höfum haft áhyggjur af því að ef það verður ekki þeim mun meiri nýliðun núna á allra næstu árum þá þarf að fara velta því fyrir sér hvort að heilsugæslan sé eitthvað sem geti staðið til framtíðar." Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Tuttugu og tvo heimilislækna vantar á heilsugæslustöðvar í Reykjavík. Stjórnamaður í Félagi íslenskra heimilislækna segir stefna í óefni en í dag getur fólk þurft að bíða í allt að fjórar vikur eftir tíma hjá sínum heimilislækni. Lengi hefur verið skortur á heimilislæknum á höfuðborgarsvæðinu og fáir nýjir læknar bæst í hóp þeirra sem fyrir eru. Heimilslæknar telja stöðuna hafa versnað mikið eftir hrun. Meðalaldur heimilslækna í borginni hefur farið hækkandi og er nú um fimmtíu og fimm ár. „Það er útlit fyrir það að fjörtíu prósent læknanna á höfuðborgarsvæðinu, sem að eru í föstum stöðum, nái ellilífeyrisaldri á næstu tíu árum og sextíu og fimm prósent á næstu fimmtán árum. Þannig að það mun þurfa verulega endurnýjun og við erum ekki að sjá að sú endurnýjun sé í gangi. Þannig að staðan er ekki góð í dag og stefnir í að verða enn verri á næstu árum," segir Gunnlaugur Sigurjónsson, heilsugæslulæknir. Þannig hafi fáir sérhæft sig í heimilislækningum á undanförnum árum og þeir sem fara út í nám velja oftar að dvelja þar í lengri tíma en áður. „Ef maður miðar við fimmtán hundruð manns á lækni hér á höfuðborgarsvæðinu þá vantar í dag 22 lækna miðað við stöðuna í dag. Ef nýliðunin verður ekki þá mun sú tala aukast," segir Gunnlaugur. Þá þarf fólk oft að bíða lengi eftir því að hitta sinn heimilislækni. „Ef fólk ætlar að fara að hitta þann lækni sem það kýs, eða er þeirra læknir, þá er biðin örugglega frá einni upp í fjórar vikur." Gunnlaugur situr í stjórn Félags íslenskra heimilislækna og segir hann lækna sem starfa á heilsugæslustöðvum borgarinnar almennt hafa áhyggjur af stöðunni. Þeir ræddu hana til að mynda á fundi hjá Læknafélagi Reykjavíkur í síðustu viku. Reglulega sé auglýst eftir læknum en enginn sæki hins vegar um. „Maður hefur áhyggjur af því að heilsugæslan stefni í óefni. Við höfum haft áhyggjur af því að ef það verður ekki þeim mun meiri nýliðun núna á allra næstu árum þá þarf að fara velta því fyrir sér hvort að heilsugæslan sé eitthvað sem geti staðið til framtíðar."
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira