Innlent

Kyoto-bókunin mun gilda áfram í fimm ár

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
Loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Durban í Suður-Afríku lauk í nótt með gerð samkomulags sem vonast er til að muni skipta sköpum í baráttunni gegn loftlagsbreytingum.

Á fundinum var tekist á um hvað taka eigi við þegar Kyoto-bókunin fellur úr gildi á næsta ári. Samkomulagið sem náðist í nótt er nokkuð flókið en það á að leiða til þess að að öll ríki taka á sig lagalegar skuldbindingar til að draga úr losun.

Kyoto-bókunin mun gilda áfram í fimm ár. Að þeim tíma loknum ætla ríkin að vera búin að koma sér saman um sameiginlega losunarheimildir sem gilda fyrir öll lönd, þar með talið þróunarlöndin. En í dag eru aðeins takmarkanir á losun hjá iðnríkjunum.

Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri umhverfisráðuneytisins, er í Durban í Suður-Afríku. Hann sagði í samtali við fréttastofu í morgun að samkomulagið þýði að Íslendingar taki á sig nýjar skuldbindingar. Hann sagði jafnframt að samkomulagið sé lagalega bindandi.

Nánar á vef Umhverfisráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×