Innlent

Héldu að ævintýraþáttur væri upphafið að Kötlugosi

Skjáskot af vefmyndavél Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Mílu í samstarfi við RÚV.
Skjáskot af vefmyndavél Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Mílu í samstarfi við RÚV.
Neyðarlínunni var í morgun tilkynnt um torkennilega sterka ljósbjarma í hlíðum Mýrdalsjökuls, og veltu tilkynnendur því fyrir sér hvort gos væri að hefjast í Kötlu.

Þá greindi RÚV einnig frá því að fréttastofunni hefði borist fyrirspurn utan úr heimi þar sem spurt var hvort hraun væri byrjað að renna niður hlíðarnar og að Katla væri byrjuð að gjósa.

Við athugun kom í ljós á þarna var fjölmennt kvikmyndatökulið að taka upp ævintýraþættina Game of Thrones og höfðu verið snemma á fótum til að ná réttu birtuskilyrðunum. Lengi vel mátti fylgjast með ljósaganginum í vefmyndavél á Háfelli og um tíma var sjálf upptakan á þessum fræga ævintýraþætti, ævintýri líkust.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×