Innlent

Rúta út af veginum

Rútan fór út af veginum rétt áður en komið er að Hvalfjarðargöngunum Kjalarnesmegin.
Rútan fór út af veginum rétt áður en komið er að Hvalfjarðargöngunum Kjalarnesmegin. mynd/Sigurjón
Rúta sem gengur á milli Reykjavíkur og Akraness fór út af veginum við Blikdalsá í dag. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru um tíu farþegar í rútunni en þá sakaði ekki. Björgunarsveitarmenn eru á leið á staðinn til að sækja fólkið sem er um borð í rútunni. Mikið óveður er á svæðinu og færðin afar erfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×