Innlent

Tunglmyrkvinn sést vel norðanlands

Tunglmyrkvi í Reykjavík sem sást í mars árið 2007.
Tunglmyrkvi í Reykjavík sem sást í mars árið 2007. Egill Aðalsteinsson/Stöð 2
Tunglmyrkvinn í dag ætti að geta sést á öllu norðanverðu landinu, allt frá norðanverðum Vestfjörðum til Austurlands, miðað við skýjahuluspá Veðurstofunnar. Spáð er að heiður himinn verði allt frá Ísafjarðardjúpi, um Norðurland og austur til Fljótsdalshéraðs, meðan tunglmyrkvinn stendur yfir.

Ólíklegt er hins vegar að tunglið sjáist suðvestanlands, þar sem spáð er alskýjuðu veðri milli klukkan þrjú og fjögur.  Almyrkvinn sést norðaustanlands þegar tunglið kemur upp í norðaustri laust fyrir klukkan þrjú en það er fyrst um klukkan hálffjögur sem gæti farið að grilla í deildarmyrkva vestanlands, ef rofar til.

Tunglmyrkvanum lýkur svo klukkan 16.18.

Hér má sjá skýjahuluspá Veðurstofu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×