Fleiri fréttir

Trúboð presta í leikskólum bannað

Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt.

Dæmdir fyrir kannabisræktun en fá að halda peningunum

Tveir karlmenn á þrítugsaldrinum voru dæmdir í 20 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands dag fyrir stórfellda kannabisræktun. Aftur á móti féllst dómari ekki á að gera tæpar tólf milljónir króna, sem fundust við húsleit, upptæka, né rúmlega 7000 evrur sem fundust einnig í fórum mannanna.

Fékk sér sundsprett í höfninni - hringt á slökkviliðið

Lögregla og slökkvilið voru kölluð að höfninni í Reykjavík nú rétt fyrir klukkan tvö en tilkynnt hafði verið um mann í höfninni. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að um sundgarp var að ræða sem þreytti sjósund sér til heilsubótar en ekki mann í nauð.Maðurinn synti í land og spjallaði við lögregluna og því var útkallið afturkallað.

Forseti ASÍ kærir Eyjuna til Blaðamannafélagsins

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, ætlar að kæra fréttaflutning Eyjunnar til Siðanefndar Blaðamannafélagsins. Gylfi hefur sent frá sér yfirlýsingu með yfirskriftinni: „Vísvitandi rangfærslur ritstjóra Eyjunnar“ þar sem hann segir að í frétt á Eyjunni hafi orð hans um skuldir heimilanna verið rangtúlkaðar. Þegar Gylfi leitaði eftir því að rangfærslurnar yrðu leiðréttar hafi ritstjóri Eyjunnar, Þorfinnur Ómarsson, hins vegar neitað því.

Ríkisstjórnin styrkir Skotturnar um eina milljón króna

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að styrkja landssöfnun Skottanna gegn kynferðisofbeldi um eina milljón króna. Skotturnar eru samstarfsvettvangur 21 kvennasamtaka á Íslandi og er átaki þeirra ætlað að bæta þjónustu við fólk sem beitt hefur verið kynferðisofbeldi.

Um hundrað vilja á Stjórnlagaþing

Framboðsfrestur til Stjórnlagaþings rennur út á mánudag. Framboðum hefur rignt inn síðustu daga en um hundrað manns hafa nú skráð sig til leiks.

LÍÚ segir ráðherra ganga á bak orða sinna

Landssamband íslenskra útvegsmanna segir að sjávarútvegsráðherra sé að ganga á bak orða sinna og fara fyrningarleiðina, með því að ætla að leigja út aukinn kvóta í nokkrum helstu fisktegundunum.

Bensínstríð á Akureyri

Orkan á Akureyri er með lægsta bensínverðið í dag samkvæmt heimasíðunni gsmbensín. Þar segir að verð á bensínlítrann sé 183.30 krónur. Það eru tíu krónum lægra en almennt gerist á Íslandi í dag.

Stefán Ólafsson: Velferðarkerfið mildaði höggið í kjölfar hrunsins

Öflugt velferðarkerfi á Íslandi sá til þess að kreppan hitti Íslendinga ekki eins illa fyrir og margar aðrar þjóðir. Þetta kom fram í máli Stefáns Ólafssonar prófessors sem hélt erindi á aðalfundi BSRB sem nú stendur yfir. Þannig segir Stefán að velferðarkerfið muni nýtast til að milda höggið sem efnahagshrunið hafði í för með sér. Í erindinu lagði Stefán fram tölulegar staðreyndir um að lífskjör fólks séu best þar sem velferðarkerfið er sterkast, til að mynda á Norðurlöndunum.

Sakaður um að hvetja til innbrota hjá ráðamönnum

„Mér var gefin réttarstaða grunaðs manns,“ segir Steinar Immanúel Sörensson, mótmælandi og gullsmíðanemi, en hann segir rannsóknarlögregluna hafa tekið af sér skýrslu í Kópavogi í gær. Ástæðan er mótmælaboð Steinars sem finna má á Facebook. Þar segir meðal annars orðrétt:

Brotist inn í sex fyrirtæki í Búðardal

„Við fengum óskemmtilega heimsókn í nótt,“ segir Jóhannes B. Björgvinsson lögreglumaður í Búðardal í viðtali við Skessuhorn en þar kemur fram að í nótt var brotist inn í sex fyrirtæki sem öll eru staðsett við Vesturbraut, götuna gegnum þorpið.

Festist undir brú

Ökumaður flutningabíls uggði ekki að sér þegar hann ók undir brú á Reykjanesbraut í morgun. Bóma á krana bílsins var of hátt uppi og rakst hún því upp undir brúargólfið eins og sést á myndinni. Nokkur röskun varð á umferð vegna þessa en að sögn lögreglu slasaðist ökumaðurinn ekki við áreksturinn.

Inga Lind gefur kost á sér til stjórnlagaþings

Inga Lind Karlsdóttir býður sig fram til setu á stjórnlagaþingi sem fram fer á næsta ári. „Ég býð mig fram af því að ég er bjartsýn á að þessi lýðræðislega tilraun eigi eftir að verða okkur til gagns og heilla.

Vingast við unglingsdrengi í nafni Sveppa

„Ég kannast ekki við þessa síðu,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, en svo virðist sem óprúttin aðili fari nú um Facebook í nafni Sverris og biðji unga drengi um að verða vinir sínir.

Jón Bjarnason móðgar kúabændur

Jón Bjarnason, oft nefndur: " Besti vinur bændanna" náði að móðga stóran hóp þessar bestu vina sinna í gærkvöldi, þegar hann mætti ekki á fjölmennan fund Landssambands kúabænda í Þingborg í Flóa.

Táknmálsfréttir um stjórnlagaþing

Fréttir á táknmáli um kosningar til stjórnlagaþings er að finna á kosningavef dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins. Um er að ræða fréttir um undirbúning kosninganna sem fram fara 27. nóvember. Fjallað er um framboðsfrest, helstu dagsetningar, atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og fleira.

Íbúar Íslands 318.200

Á Íslandi búa nú 318.200 manns, 160.000 karlar og 158.200 konur. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar yfir mannfjölda í lok þriðja ársfjórðungs. Engin fjölgun var frá fyrri ársfjórðungi. Erlendir ríkisborgarar sem hér búa eru 21.500. Á höfuðborgarsvæðinu einu búa 201.900 manns.

Öryggisþjónusta landsmanna með þyrlum skerðist enn

Öryggisþjónusta við landsmenn með þyrlum er enn að skerðast, því nú eru komnir fram gallar í þyrlunum, sem eru um borð í dönsku varðskipunum, sem vakta Grænland og Færeyjar, og eru oft við Íslandsstrendur og í Reykjavíkurhöfn.

Ung kona mikið slösuð eftir umferðarslys

Tæplega tvítug kona slasaðist mikið þegar hún varð fyrir bíl á gangbraut á mótum Listabrautar og Kringlumýrarbrautar laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi og var hún flutt á slysadeild.

Kviknaði líklega í út frá kannabisrækt

Íbúð í þríbýlishúsi við Marbakkabraut í Kópavogi er mikið skemmd eftir að eldur kom þar upp á þriðja tímanum í gær. Lögregla telur að kviknað hafi í út frá kannabisrækt.

Ammoníaksleki í Njarðvíkurhöfn

Slökkviliðið á Suðurnesjum var kallað að fiskverkunarhúsi við Njarðvíkurhöfn um tíu leitið í gærkvöldi, eftir að ammoníaksrör sprakk þar í vinnslusal og efnið streymdi út í andrúmsloftið.

Engin niðurstaða en ný fundalota boðuð

Fundi strandríkja um stjórnun makrílveiða lauk í London í gær án niðurstöðu. Önnur fundarlota er boðuð síðar í þessum mánuði. Bitbeinið er og verður hlutdeild strandríkjanna – Evrópusambandsins, Noregs, Færeyja og Íslands – í heildarveiði á makríl.

Dulin hækkun í frumvarpinu

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að frysting persónuafsláttar sé ekkert annað en dulin skatthækkun sem bitni verst á lág­tekjufólki. Ekki sé verið að hækka skatta um 11 milljarða eins og fram kemur í fjárlagafrumvarpinu heldur um 19 millljarða.

Bæjaryfirvöld efni skyldu sína

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Hafnar­fjarðar segja það skyldu bæjaryfirvalda að efna sem fyrst til nýrrar íbúakosningar um deiliskipulagsbreytingu sem gera myndi álverinu í Straumsvík kleift að stækka í 460 þúsund tonn.

Hefðu viljað meira samstarf

Veruleg óánægja er innan Félags kráareigenda með skort á samráði við ákvarðanatöku Reykjavíkurborgar um styttingu á afgreiðslutíma áfengisveitingastaða. Félagar í Félagi kráareigenda, sem var stofnað árið 2007, eru veitingamenn í miðbæ Reykjavíkur. „Við sjáum ekki alveg hverju þetta á að breyta,“ segir Guðfinnur Sölvi Karlsson, eigandi Priksins.

Sóltún breytist í París með rauðvíni og söng

„Það hafa allir mikla gleði af þessu, ekki síður ættingjar en starfsmenn og íbúar,“ segir Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarforstjóri í Sóltúni þar sem nú standa yfir Franskir dagar.

Skurður fælir Airwaves-viðskipti frá

„Mér þykir alverst að það var rokið í að grafa þennan skurð án þess að láta okkur vita áður,“ segir Símon Sverrisson, kaupmaður í minjagripaversluninni Eureka-art á Laugavegi 8.

Ætlar til Ítalíu eða Spánar

Alex Máni Guðríðarson, þrettán ára gamall, bar sigur úr býtum í ljósmyndakeppni Fréttablaðsins í síðustu viku. Um 250 ljósmyndarar tóku þátt í keppninni. Myndin var birt á forsíðu Fréttablaðsins síðastliðinn laugardag, en myndefnið var litla systir hans að leika sér í haustlaufum.

Auka þekkingu á vistkerfinu

Hafrannsóknastofnunin og Háskóli Íslands hafa gert með sér samstarfssamning um haf- og fiskirannsóknir og stuðla þannig að aukinni þekkingu á vistkerfi hafsvæðisins umhverfis Ísland. Samningurinn tekur til kennslu í greinum sem tengjast haf- og fiskifræðum. Með því að auka

Aðhald eflir hagvöxtinn meira en skattar

Niðurstöður úr reiknilíkani AGS benda til þess að hagvöxtur verði meiri, verði hlutfall niðurskurðar hjá ríkinu aukið á kostnað skattahækkana. Aðhald launaútgjalda ýti undir hærra atvinnustig, en kalli á samstarf við verkalýðsfélög.

2,7 milljónum króna safnað

Alls söfnuðust 2,7 milljónir króna á Herminator, árlegu góðgerðagolfmóti Hermanns Hreiðarsonar, sem haldið var í Vestmannaeyjum hinn 26. júní síðastliðinn. Söfnunarfénu var í gær deilt á milli sex góðgerðafélaga.

Guðjón Sigurðsson gefur kost á sér til stjórnlagaþings

Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, gefur kost á sér til stjórnlagaþings. Í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum nú rétt fyrir miðnætti segir hann meðal annars að ráðherrar eigi að vera „framkvæmdastjórar" fyrir sinn málaflokk og gera eins og Alþingi ákveður. Hann vill ekki að þeir séu á þingi. Þá vill hann aðskilnað ríkis og kirkju.

Hlaut opið beinbrot í bílslysi

Ekið var á unga konu á gatnamótum Listabrautar og Kringlumýrabrautar rétt fyrir klukkan tíu í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var konan með opið beinbrot á fæti og var hún flutt á slysadeild til frekari aðhlynningar. Slysið er í rannsókn.

Fagnar breytingum um greiðsluaðlögun

Umboðsmaður skuldara fagnar breytingum um greiðsluaðlögun einstaklinga sem Alþingi samþykkti í dag. Í breytingunum felst að tímabundin frestun greiðslna hefst þegar umsókn um greiðsluaðlögun hefur verið móttekin hjá umboðsmanni skuldara, en ekki þegar umsókn er samþykkt eins og það var áður.

Segja nýja borholu staðfesta orkulind á Reykjanesi

Mælingar á nýrri borholu við Reykjanesvirkjum benda til að þar sé fundið nýtt gjöfult vinnslusvæði, að mati ráðamanna HS Orku, sem hyggjast strax eftir helgi ítreka ósk sína til Orkustofnunar um leyfi til að stækka virkjunina. Raforkan er ætluð álverinu í Helguvík.

Baldur ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi

Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hefur verið ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi og var honum birt ákæran í dag. Verjandi hans telur ákæruna ekki standast og gagnrýnir hvað rannsókn málsins hefur tafist.

Skattar ekki hækkaðir um 11 milljarða - heldur 19 milljarða

Forseti Alþýðusambands Íslands segir að frysting persónuafsláttar sé ekkert annað dulin skatthækkun sem bitni verst á lágtekjufólki. Ekki sé verið að hækka skatta um 11 milljarða eins og fram kemur í fjárlagafrumvarpinu heldur um 19 millljarða.

Sjá næstu 50 fréttir