Innlent

Fagnar breytingum um greiðsluaðlögun

Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldra.
Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldra.
Umboðsmaður skuldara fagnar breytingum um greiðsluaðlögun einstaklinga sem Alþingi samþykkti í dag. Í breytingunum felst að tímabundin frestun greiðslna hefst þegar umsókn um greiðsluaðlögun hefur verið móttekin hjá umboðsmanni skuldara, en ekki þegar umsókn er samþykkt eins og það var áður.

Í tilkynningu frá embættinu segir að breytingin sé afturvirk að því leyti að hún mun ná til allra umsókna um greiðsluaðlögun sem þegar hafa verið mótteknar hjá umboðsmanni.

„Umsókn telst móttekin þegar ákveðin gögn hafa borist með umsókn. Þau gögn eru:

Veflykill inn á skattur.is, svo hægt sé að nálgast skattframtöl eða skattframtöl síðustu fjögurra ára og síðasta álagningaseðilá pappír eða á rafrænu formi. Síðustu þrír launaseðlar og/eða yfirlit um bótagreiðslur, meðlagsgreiðslur og lífeyrisgreiðslur.

Síðustu greiðsluseðlar allra lána og skuldbindinga og innheimtubréf frá lögfræðiinnheimtu vegna vanskila af það á við. Samþykki fyrir gagnaöflun, undirritað af umsækjanda og maka."

Í næstu viku munu allir þeir sem hafa sótt um greiðsluaðlögun einstaklinga hjá umboðsmanni skuldara fá bréf um áhrif þessara lagabreytinga.

Sjá nánar á heimasíðu umboðsmanns skuldara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×