Innlent

Dulin hækkun í frumvarpinu

Gylfi Arnbjörnsson segir skattahækkanir nítján milljarða, ekki ellefu.
fréttablaðið/gva
Gylfi Arnbjörnsson segir skattahækkanir nítján milljarða, ekki ellefu. fréttablaðið/gva
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að frysting persónuafsláttar sé ekkert annað en dulin skatthækkun sem bitni verst á lág­tekjufólki. Ekki sé verið að hækka skatta um 11 milljarða eins og fram kemur í fjárlagafrumvarpinu heldur um 19 millljarða.

Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir því að skattahækkanir skili ríkissjóði ellefu milljörðum króna á næsta ári. Í raun má nærri tvöfalda þessa tölu því ekki stendur til að hækka persónuafslátt sem þýðir að skattar á almenning hækka um átta milljarða.

Gylfi segir að hér sé um óbeinar skattahækkanir að ræða. - hks



Fleiri fréttir

Sjá meira


×