Baldur ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. október 2010 18:39 Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hefur verið ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi og var honum birt ákæran í dag. Verjandi hans telur ákæruna ekki standast og gagnrýnir hvað rannsókn málsins hefur tafist. Björn L. Bergsson, settur ríkissaksóknari í málum sem tengjast bankahruninu, tók ákvörðun í gær. Baldur Guðlaugsson fór sjálfur og sótti ákæruna laust eftir hádegi í dag, hann fór ekki til Björns, heldur fór hann til embættis sérstaks saksóknara þar sem hann fékk ákæruna afhenta. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti vegna sölu á hlutabréfum sínum í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna hinn 18. september 2008, rúmlega tveimur vikum fyrir bankahrunið. Þá er hann ákærður fyrir brot í opinberu starfi samkvæmt 14. kafla almennra hegningarlaga, fyrir að hafa hagnýtt sér vitneskju sem hann fékk í opinberu starfi, sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyti og nefndarmaður í starfshópi um fjármálástöðugleika, til að hagnast ólöglega. Rannsókn embættis sérstaks saksóknara á meintum innherjasvikum Baldurs Guðlaugssonar stóð yfir í rúmlega ár, en FME kærði málið með bréfi til embættisins hinn 9. júlí á síðasta ári.Fundur með Darling skipti engu máli - Verjandi Baldurs gagnrýnir tafir Karl Axelsson, hæstaréttarlögmaður á Lex, er verjandi Baldurs. Hann segir að ákæran standist ekki efnislega. Þá gagnrýnir hann málsmeðferðina, en hann telur rannsókn hafa dregist fram úr hófi.Mynd/Fréttir Stöðvar 2FME tilkynnti Baldri að rannsókn í máli hans hefði verið hætt hinn 7. maí 2009 en stjórn eftirlitsins ákvað á fundi sínum hinn 19. júní sama ár að endurvekja rannsóknina vegna nýrra gagna. Baldur er grunaður um að hafa búið yfir upplýsingum um stöðu Landsbankans vegna stöðu sinnar sem nefndarmaður í samráðshópi um fjármálastöðugleika sem markaðurinn hafði ekki. Hann hafi því haft stöðu tímabundins innherja í skilningi laga um verðbréfaviðskipti. Því hefur oft ranglega verið haldið fram í fréttum að hann sé eingöngu grunaður um innherjasvik vegna upplýsinga sem hann fékk á fundi með Alistair Darling, þáverandi fjármálaráðherra Bretlands, í september 2008.Karl Axelsson, lögmaður á Lex, er verjandi Baldurs. „Við teljum ákæruna ekki standast efnislega og nú fer málið fyrir dómstóla. Það er þýðingarmikið að í því ástandi sem nú ríkir að dómstólar standi í lappirnar og menn njóti þess sannanlega að fá hlutlausa málsmeðferð." Karl skrifaði opið bréf til saksóknara á síðasta ári þar sem hann gagnrýndi málsmeðferðina harkalega, en hann telur að rannsóknin hafi dregist óeðlilega. „Baldur kom í yfirheyrslu í nóvember 2009 og þá var látið í veðri vaka að málið væri á lokasprettinum. Síðan hefur liðið næstum því heilt ár. Maður hlýtur að spyrja sig, er þetta það sem koma skal um þau mál sem embættið ætlar að reka á næstu misserum og árum," segir Karl.Fyrsta fyrirtaka í málinu verður föstudaginn eftir viku í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hefur verið ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi og var honum birt ákæran í dag. Verjandi hans telur ákæruna ekki standast og gagnrýnir hvað rannsókn málsins hefur tafist. Björn L. Bergsson, settur ríkissaksóknari í málum sem tengjast bankahruninu, tók ákvörðun í gær. Baldur Guðlaugsson fór sjálfur og sótti ákæruna laust eftir hádegi í dag, hann fór ekki til Björns, heldur fór hann til embættis sérstaks saksóknara þar sem hann fékk ákæruna afhenta. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti vegna sölu á hlutabréfum sínum í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna hinn 18. september 2008, rúmlega tveimur vikum fyrir bankahrunið. Þá er hann ákærður fyrir brot í opinberu starfi samkvæmt 14. kafla almennra hegningarlaga, fyrir að hafa hagnýtt sér vitneskju sem hann fékk í opinberu starfi, sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyti og nefndarmaður í starfshópi um fjármálástöðugleika, til að hagnast ólöglega. Rannsókn embættis sérstaks saksóknara á meintum innherjasvikum Baldurs Guðlaugssonar stóð yfir í rúmlega ár, en FME kærði málið með bréfi til embættisins hinn 9. júlí á síðasta ári.Fundur með Darling skipti engu máli - Verjandi Baldurs gagnrýnir tafir Karl Axelsson, hæstaréttarlögmaður á Lex, er verjandi Baldurs. Hann segir að ákæran standist ekki efnislega. Þá gagnrýnir hann málsmeðferðina, en hann telur rannsókn hafa dregist fram úr hófi.Mynd/Fréttir Stöðvar 2FME tilkynnti Baldri að rannsókn í máli hans hefði verið hætt hinn 7. maí 2009 en stjórn eftirlitsins ákvað á fundi sínum hinn 19. júní sama ár að endurvekja rannsóknina vegna nýrra gagna. Baldur er grunaður um að hafa búið yfir upplýsingum um stöðu Landsbankans vegna stöðu sinnar sem nefndarmaður í samráðshópi um fjármálastöðugleika sem markaðurinn hafði ekki. Hann hafi því haft stöðu tímabundins innherja í skilningi laga um verðbréfaviðskipti. Því hefur oft ranglega verið haldið fram í fréttum að hann sé eingöngu grunaður um innherjasvik vegna upplýsinga sem hann fékk á fundi með Alistair Darling, þáverandi fjármálaráðherra Bretlands, í september 2008.Karl Axelsson, lögmaður á Lex, er verjandi Baldurs. „Við teljum ákæruna ekki standast efnislega og nú fer málið fyrir dómstóla. Það er þýðingarmikið að í því ástandi sem nú ríkir að dómstólar standi í lappirnar og menn njóti þess sannanlega að fá hlutlausa málsmeðferð." Karl skrifaði opið bréf til saksóknara á síðasta ári þar sem hann gagnrýndi málsmeðferðina harkalega, en hann telur að rannsóknin hafi dregist óeðlilega. „Baldur kom í yfirheyrslu í nóvember 2009 og þá var látið í veðri vaka að málið væri á lokasprettinum. Síðan hefur liðið næstum því heilt ár. Maður hlýtur að spyrja sig, er þetta það sem koma skal um þau mál sem embættið ætlar að reka á næstu misserum og árum," segir Karl.Fyrsta fyrirtaka í málinu verður föstudaginn eftir viku í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira