Baldur ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. október 2010 18:39 Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hefur verið ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi og var honum birt ákæran í dag. Verjandi hans telur ákæruna ekki standast og gagnrýnir hvað rannsókn málsins hefur tafist. Björn L. Bergsson, settur ríkissaksóknari í málum sem tengjast bankahruninu, tók ákvörðun í gær. Baldur Guðlaugsson fór sjálfur og sótti ákæruna laust eftir hádegi í dag, hann fór ekki til Björns, heldur fór hann til embættis sérstaks saksóknara þar sem hann fékk ákæruna afhenta. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti vegna sölu á hlutabréfum sínum í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna hinn 18. september 2008, rúmlega tveimur vikum fyrir bankahrunið. Þá er hann ákærður fyrir brot í opinberu starfi samkvæmt 14. kafla almennra hegningarlaga, fyrir að hafa hagnýtt sér vitneskju sem hann fékk í opinberu starfi, sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyti og nefndarmaður í starfshópi um fjármálástöðugleika, til að hagnast ólöglega. Rannsókn embættis sérstaks saksóknara á meintum innherjasvikum Baldurs Guðlaugssonar stóð yfir í rúmlega ár, en FME kærði málið með bréfi til embættisins hinn 9. júlí á síðasta ári.Fundur með Darling skipti engu máli - Verjandi Baldurs gagnrýnir tafir Karl Axelsson, hæstaréttarlögmaður á Lex, er verjandi Baldurs. Hann segir að ákæran standist ekki efnislega. Þá gagnrýnir hann málsmeðferðina, en hann telur rannsókn hafa dregist fram úr hófi.Mynd/Fréttir Stöðvar 2FME tilkynnti Baldri að rannsókn í máli hans hefði verið hætt hinn 7. maí 2009 en stjórn eftirlitsins ákvað á fundi sínum hinn 19. júní sama ár að endurvekja rannsóknina vegna nýrra gagna. Baldur er grunaður um að hafa búið yfir upplýsingum um stöðu Landsbankans vegna stöðu sinnar sem nefndarmaður í samráðshópi um fjármálastöðugleika sem markaðurinn hafði ekki. Hann hafi því haft stöðu tímabundins innherja í skilningi laga um verðbréfaviðskipti. Því hefur oft ranglega verið haldið fram í fréttum að hann sé eingöngu grunaður um innherjasvik vegna upplýsinga sem hann fékk á fundi með Alistair Darling, þáverandi fjármálaráðherra Bretlands, í september 2008.Karl Axelsson, lögmaður á Lex, er verjandi Baldurs. „Við teljum ákæruna ekki standast efnislega og nú fer málið fyrir dómstóla. Það er þýðingarmikið að í því ástandi sem nú ríkir að dómstólar standi í lappirnar og menn njóti þess sannanlega að fá hlutlausa málsmeðferð." Karl skrifaði opið bréf til saksóknara á síðasta ári þar sem hann gagnrýndi málsmeðferðina harkalega, en hann telur að rannsóknin hafi dregist óeðlilega. „Baldur kom í yfirheyrslu í nóvember 2009 og þá var látið í veðri vaka að málið væri á lokasprettinum. Síðan hefur liðið næstum því heilt ár. Maður hlýtur að spyrja sig, er þetta það sem koma skal um þau mál sem embættið ætlar að reka á næstu misserum og árum," segir Karl.Fyrsta fyrirtaka í málinu verður föstudaginn eftir viku í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hefur verið ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi og var honum birt ákæran í dag. Verjandi hans telur ákæruna ekki standast og gagnrýnir hvað rannsókn málsins hefur tafist. Björn L. Bergsson, settur ríkissaksóknari í málum sem tengjast bankahruninu, tók ákvörðun í gær. Baldur Guðlaugsson fór sjálfur og sótti ákæruna laust eftir hádegi í dag, hann fór ekki til Björns, heldur fór hann til embættis sérstaks saksóknara þar sem hann fékk ákæruna afhenta. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti vegna sölu á hlutabréfum sínum í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna hinn 18. september 2008, rúmlega tveimur vikum fyrir bankahrunið. Þá er hann ákærður fyrir brot í opinberu starfi samkvæmt 14. kafla almennra hegningarlaga, fyrir að hafa hagnýtt sér vitneskju sem hann fékk í opinberu starfi, sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyti og nefndarmaður í starfshópi um fjármálástöðugleika, til að hagnast ólöglega. Rannsókn embættis sérstaks saksóknara á meintum innherjasvikum Baldurs Guðlaugssonar stóð yfir í rúmlega ár, en FME kærði málið með bréfi til embættisins hinn 9. júlí á síðasta ári.Fundur með Darling skipti engu máli - Verjandi Baldurs gagnrýnir tafir Karl Axelsson, hæstaréttarlögmaður á Lex, er verjandi Baldurs. Hann segir að ákæran standist ekki efnislega. Þá gagnrýnir hann málsmeðferðina, en hann telur rannsókn hafa dregist fram úr hófi.Mynd/Fréttir Stöðvar 2FME tilkynnti Baldri að rannsókn í máli hans hefði verið hætt hinn 7. maí 2009 en stjórn eftirlitsins ákvað á fundi sínum hinn 19. júní sama ár að endurvekja rannsóknina vegna nýrra gagna. Baldur er grunaður um að hafa búið yfir upplýsingum um stöðu Landsbankans vegna stöðu sinnar sem nefndarmaður í samráðshópi um fjármálastöðugleika sem markaðurinn hafði ekki. Hann hafi því haft stöðu tímabundins innherja í skilningi laga um verðbréfaviðskipti. Því hefur oft ranglega verið haldið fram í fréttum að hann sé eingöngu grunaður um innherjasvik vegna upplýsinga sem hann fékk á fundi með Alistair Darling, þáverandi fjármálaráðherra Bretlands, í september 2008.Karl Axelsson, lögmaður á Lex, er verjandi Baldurs. „Við teljum ákæruna ekki standast efnislega og nú fer málið fyrir dómstóla. Það er þýðingarmikið að í því ástandi sem nú ríkir að dómstólar standi í lappirnar og menn njóti þess sannanlega að fá hlutlausa málsmeðferð." Karl skrifaði opið bréf til saksóknara á síðasta ári þar sem hann gagnrýndi málsmeðferðina harkalega, en hann telur að rannsóknin hafi dregist óeðlilega. „Baldur kom í yfirheyrslu í nóvember 2009 og þá var látið í veðri vaka að málið væri á lokasprettinum. Síðan hefur liðið næstum því heilt ár. Maður hlýtur að spyrja sig, er þetta það sem koma skal um þau mál sem embættið ætlar að reka á næstu misserum og árum," segir Karl.Fyrsta fyrirtaka í málinu verður föstudaginn eftir viku í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira