Baldur ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. október 2010 18:39 Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hefur verið ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi og var honum birt ákæran í dag. Verjandi hans telur ákæruna ekki standast og gagnrýnir hvað rannsókn málsins hefur tafist. Björn L. Bergsson, settur ríkissaksóknari í málum sem tengjast bankahruninu, tók ákvörðun í gær. Baldur Guðlaugsson fór sjálfur og sótti ákæruna laust eftir hádegi í dag, hann fór ekki til Björns, heldur fór hann til embættis sérstaks saksóknara þar sem hann fékk ákæruna afhenta. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti vegna sölu á hlutabréfum sínum í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna hinn 18. september 2008, rúmlega tveimur vikum fyrir bankahrunið. Þá er hann ákærður fyrir brot í opinberu starfi samkvæmt 14. kafla almennra hegningarlaga, fyrir að hafa hagnýtt sér vitneskju sem hann fékk í opinberu starfi, sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyti og nefndarmaður í starfshópi um fjármálástöðugleika, til að hagnast ólöglega. Rannsókn embættis sérstaks saksóknara á meintum innherjasvikum Baldurs Guðlaugssonar stóð yfir í rúmlega ár, en FME kærði málið með bréfi til embættisins hinn 9. júlí á síðasta ári.Fundur með Darling skipti engu máli - Verjandi Baldurs gagnrýnir tafir Karl Axelsson, hæstaréttarlögmaður á Lex, er verjandi Baldurs. Hann segir að ákæran standist ekki efnislega. Þá gagnrýnir hann málsmeðferðina, en hann telur rannsókn hafa dregist fram úr hófi.Mynd/Fréttir Stöðvar 2FME tilkynnti Baldri að rannsókn í máli hans hefði verið hætt hinn 7. maí 2009 en stjórn eftirlitsins ákvað á fundi sínum hinn 19. júní sama ár að endurvekja rannsóknina vegna nýrra gagna. Baldur er grunaður um að hafa búið yfir upplýsingum um stöðu Landsbankans vegna stöðu sinnar sem nefndarmaður í samráðshópi um fjármálastöðugleika sem markaðurinn hafði ekki. Hann hafi því haft stöðu tímabundins innherja í skilningi laga um verðbréfaviðskipti. Því hefur oft ranglega verið haldið fram í fréttum að hann sé eingöngu grunaður um innherjasvik vegna upplýsinga sem hann fékk á fundi með Alistair Darling, þáverandi fjármálaráðherra Bretlands, í september 2008.Karl Axelsson, lögmaður á Lex, er verjandi Baldurs. „Við teljum ákæruna ekki standast efnislega og nú fer málið fyrir dómstóla. Það er þýðingarmikið að í því ástandi sem nú ríkir að dómstólar standi í lappirnar og menn njóti þess sannanlega að fá hlutlausa málsmeðferð." Karl skrifaði opið bréf til saksóknara á síðasta ári þar sem hann gagnrýndi málsmeðferðina harkalega, en hann telur að rannsóknin hafi dregist óeðlilega. „Baldur kom í yfirheyrslu í nóvember 2009 og þá var látið í veðri vaka að málið væri á lokasprettinum. Síðan hefur liðið næstum því heilt ár. Maður hlýtur að spyrja sig, er þetta það sem koma skal um þau mál sem embættið ætlar að reka á næstu misserum og árum," segir Karl.Fyrsta fyrirtaka í málinu verður föstudaginn eftir viku í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira
Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hefur verið ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi og var honum birt ákæran í dag. Verjandi hans telur ákæruna ekki standast og gagnrýnir hvað rannsókn málsins hefur tafist. Björn L. Bergsson, settur ríkissaksóknari í málum sem tengjast bankahruninu, tók ákvörðun í gær. Baldur Guðlaugsson fór sjálfur og sótti ákæruna laust eftir hádegi í dag, hann fór ekki til Björns, heldur fór hann til embættis sérstaks saksóknara þar sem hann fékk ákæruna afhenta. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti vegna sölu á hlutabréfum sínum í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna hinn 18. september 2008, rúmlega tveimur vikum fyrir bankahrunið. Þá er hann ákærður fyrir brot í opinberu starfi samkvæmt 14. kafla almennra hegningarlaga, fyrir að hafa hagnýtt sér vitneskju sem hann fékk í opinberu starfi, sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyti og nefndarmaður í starfshópi um fjármálástöðugleika, til að hagnast ólöglega. Rannsókn embættis sérstaks saksóknara á meintum innherjasvikum Baldurs Guðlaugssonar stóð yfir í rúmlega ár, en FME kærði málið með bréfi til embættisins hinn 9. júlí á síðasta ári.Fundur með Darling skipti engu máli - Verjandi Baldurs gagnrýnir tafir Karl Axelsson, hæstaréttarlögmaður á Lex, er verjandi Baldurs. Hann segir að ákæran standist ekki efnislega. Þá gagnrýnir hann málsmeðferðina, en hann telur rannsókn hafa dregist fram úr hófi.Mynd/Fréttir Stöðvar 2FME tilkynnti Baldri að rannsókn í máli hans hefði verið hætt hinn 7. maí 2009 en stjórn eftirlitsins ákvað á fundi sínum hinn 19. júní sama ár að endurvekja rannsóknina vegna nýrra gagna. Baldur er grunaður um að hafa búið yfir upplýsingum um stöðu Landsbankans vegna stöðu sinnar sem nefndarmaður í samráðshópi um fjármálastöðugleika sem markaðurinn hafði ekki. Hann hafi því haft stöðu tímabundins innherja í skilningi laga um verðbréfaviðskipti. Því hefur oft ranglega verið haldið fram í fréttum að hann sé eingöngu grunaður um innherjasvik vegna upplýsinga sem hann fékk á fundi með Alistair Darling, þáverandi fjármálaráðherra Bretlands, í september 2008.Karl Axelsson, lögmaður á Lex, er verjandi Baldurs. „Við teljum ákæruna ekki standast efnislega og nú fer málið fyrir dómstóla. Það er þýðingarmikið að í því ástandi sem nú ríkir að dómstólar standi í lappirnar og menn njóti þess sannanlega að fá hlutlausa málsmeðferð." Karl skrifaði opið bréf til saksóknara á síðasta ári þar sem hann gagnrýndi málsmeðferðina harkalega, en hann telur að rannsóknin hafi dregist óeðlilega. „Baldur kom í yfirheyrslu í nóvember 2009 og þá var látið í veðri vaka að málið væri á lokasprettinum. Síðan hefur liðið næstum því heilt ár. Maður hlýtur að spyrja sig, er þetta það sem koma skal um þau mál sem embættið ætlar að reka á næstu misserum og árum," segir Karl.Fyrsta fyrirtaka í málinu verður föstudaginn eftir viku í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira