Innlent

Guðjón Sigurðsson gefur kost á sér til stjórnlagaþings

Guðjón Sigurðsson
Guðjón Sigurðsson Mynd/Valgarður
Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, gefur kost á sér til stjórnlagaþings. Í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum nú rétt fyrir miðnætti segir hann meðal annars að ráðherrar eigi að vera „framkvæmdastjórar" fyrir sinn málaflokk og gera eins og Alþingi ákveður. Hann vill ekki að þeir séu á þingi. Þá vill hann aðskilnað ríkis og kirkju.

Tilkynninguna má lesa hér fyrir neðan.

„Hvað vill ég á dekk?"

1. Ráðherrar eiga að vera „framkvæmdastjórar" fyrir sinn málaflokk og gera eins og Alþingi ákveður. Þeir eiga ekki heima á þingi.

2. Tryggja þarf að auðlindir Íslands verði undir stjórn Íslendinga hvaða auðlind sem um er rætt. Orku, sjávarútveg, landbúnað, vatn eða hvað sem er. Náttúran verður að njóta vafans, alltaf. Manneskjan er einnig hluti náttúrunnar.

3. Að tryggja einhverjum mannréttindi er ekki að greiða viðkomandi bætur fyrir að gera ekkert. Að tryggja öllum virkni eins og hver getur eru mannréttindi. Sama má segja um mismunun milli sjúklingahópa, allir eiga að vera jafnir.

4. Tryggja verður aðskilnað ríkis og kirkju. Ekki má mismuna félögum frekar en einstaklingum.

5. Þjóðaratkvæðisgreiðslu á að nota hóflega en þó reglulega um ákveðin mál. Tryggja verður að þingmenn geti ekki skotið sér undan ábyrgð með stöðugri vísan mála til þjóðaratkvæða. Tryggt verði að embættismenn og ráðherrar á alþjóðaráðstefnum skrifi ekki undir alþjóðasamninga án þess að ætla sér neitt með þá. Gott væri að hafa tímamörk á að þingið afgreiddi slíka samninga innan ákveðins tíma. (samanber samning SÞ um réttindi fatlaðra)

6. Grein 80 í stjórnarskránni er áhugaverð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×