Sakaður um að hvetja til innbrota hjá ráðamönnum Valur Grettisson skrifar 15. október 2010 11:54 Steinar Immanúel Sörensen „Mér var gefin réttarstaða grunaðs manns," segir Steinar Immanúel Sörensson, mótmælandi og gullsmíðanemi, en hann segir rannsóknarlögregluna hafa tekið af sér skýrslu í Grafarvogi í gær. Ástæðan er mótmælaboð Steinars sem finna má á Facebook. Þar segir meðal annars orðrétt: „Þar sem ráðamenn eru ekki að átta sig á þvi að fólk hér er að lenda á götunni heimilislaust - var mér bent á þá hugmynd að fólk tæki sig til að settist að hjá þeim til þess að hafa þak yfir höfðið. Ég er til." „Þeir sögðust túlka þetta sem hvatningu til þess að brjótast inn til ráðmannanna, sem er ég er ekki að gera," segir Steinar sem hefur verið mjög virkur í mótmælunum undanfarið. Hann skipulagði meðal annars svefnmótmælin auk þess sem hann tók þátt í tunnubyltingunni þar sem hátt í tíu þúsund mótmælendur komu saman. Steinar segist hafa hent skilaboðunum á samskiptavefnum upp í gríni en einnig til þess að árétta fyrir stjórnmálamönnum um hvað mótmælin snérust. Steinar ræddi við rannsóknarlögreglumennina í bifreið í Spönginni í Grafarvogi. Ástæðan var sú að lögreglan hafði samband við hann þegar þeir voru á leiðinni til Keflavíkur, þar sem Steinar býr. Hann hafi hinsvegar þá verið staddur í Spönginni, þar sem hann hitti þá að lokum. Steinar hefur verið virkur í tunnumótmælunum. „Þeir sögðu mér að þeir hefðu fengið tilkynningu um að ég hefði verið að þvælast í kringum Seðlabankann og menntamálaráðuneytið í síðustu viku sem er ekki satt. Ég var þá heima hjá fjölskyldunni," segir Steinar sem er ósáttur við að slíkar sakir séu bornar upp á hann. Steinar segir málið frekar spaugilegt heldur en hitt. Hann sé aðeins að hvetja til friðsamra mótmæla og því finnst honum skjóta skökku við að hann sé kominn í tölu grunaðra manna hjá lögreglunni. „Mér finnst allt í lagi að mótmæla með friðsömum hætti. Og það var enginn illur vilji á bak við þetta mótmælaboð," segir Steinar sem er gáttaður á viðbrögðum lögreglunnar sem hann telur full harkaleg. Þess má geta að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er með lífvörð vegna mótmælabylgjunnar sem hefur riðið yfir síðastliðna daga. Sá er sérsveitarmaður á vegum Ríkislögreglustjóra. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er ekki með sérstaka fylgd vegna ástandsins. Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
„Mér var gefin réttarstaða grunaðs manns," segir Steinar Immanúel Sörensson, mótmælandi og gullsmíðanemi, en hann segir rannsóknarlögregluna hafa tekið af sér skýrslu í Grafarvogi í gær. Ástæðan er mótmælaboð Steinars sem finna má á Facebook. Þar segir meðal annars orðrétt: „Þar sem ráðamenn eru ekki að átta sig á þvi að fólk hér er að lenda á götunni heimilislaust - var mér bent á þá hugmynd að fólk tæki sig til að settist að hjá þeim til þess að hafa þak yfir höfðið. Ég er til." „Þeir sögðust túlka þetta sem hvatningu til þess að brjótast inn til ráðmannanna, sem er ég er ekki að gera," segir Steinar sem hefur verið mjög virkur í mótmælunum undanfarið. Hann skipulagði meðal annars svefnmótmælin auk þess sem hann tók þátt í tunnubyltingunni þar sem hátt í tíu þúsund mótmælendur komu saman. Steinar segist hafa hent skilaboðunum á samskiptavefnum upp í gríni en einnig til þess að árétta fyrir stjórnmálamönnum um hvað mótmælin snérust. Steinar ræddi við rannsóknarlögreglumennina í bifreið í Spönginni í Grafarvogi. Ástæðan var sú að lögreglan hafði samband við hann þegar þeir voru á leiðinni til Keflavíkur, þar sem Steinar býr. Hann hafi hinsvegar þá verið staddur í Spönginni, þar sem hann hitti þá að lokum. Steinar hefur verið virkur í tunnumótmælunum. „Þeir sögðu mér að þeir hefðu fengið tilkynningu um að ég hefði verið að þvælast í kringum Seðlabankann og menntamálaráðuneytið í síðustu viku sem er ekki satt. Ég var þá heima hjá fjölskyldunni," segir Steinar sem er ósáttur við að slíkar sakir séu bornar upp á hann. Steinar segir málið frekar spaugilegt heldur en hitt. Hann sé aðeins að hvetja til friðsamra mótmæla og því finnst honum skjóta skökku við að hann sé kominn í tölu grunaðra manna hjá lögreglunni. „Mér finnst allt í lagi að mótmæla með friðsömum hætti. Og það var enginn illur vilji á bak við þetta mótmælaboð," segir Steinar sem er gáttaður á viðbrögðum lögreglunnar sem hann telur full harkaleg. Þess má geta að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er með lífvörð vegna mótmælabylgjunnar sem hefur riðið yfir síðastliðna daga. Sá er sérsveitarmaður á vegum Ríkislögreglustjóra. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er ekki með sérstaka fylgd vegna ástandsins.
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira