Innlent

Ætlar til Ítalíu eða Spánar

Vinningshafinn í ljósmyndasamkeppninni tekur við gjafabréfi frá ritstjóra Fréttablaðsins, Ólafi Stephensen. fréttablaðið/stefán
Vinningshafinn í ljósmyndasamkeppninni tekur við gjafabréfi frá ritstjóra Fréttablaðsins, Ólafi Stephensen. fréttablaðið/stefán
Alex Máni Guðríðarson, þrettán ára gamall, bar sigur úr býtum í ljósmyndakeppni Fréttablaðsins í síðustu viku. Um 250 ljósmyndarar tóku þátt í keppninni. Myndin var birt á forsíðu Fréttablaðsins síðastliðinn laugardag, en myndefnið var litla systir hans að leika sér í haustlaufum.

Alex fékk gjafabréf frá Iceland Express í verðlaun og segist sennilega ætla að nýta sér það í ferð til Ítalíu eða Spánar. Alex ætlar að taka myndavélina með í ferðina og nýta sér hið framandi umhverfi út í ystu æsar.- sv



Fleiri fréttir

Sjá meira


×