Innlent

„Mér sýnist við þurfa að endurskoða fjárlögin“

Ögmundur Jónasson, dóms og mannréttindaráðherra, setti upp kynjagleraugun í dag og sagðist þá sjá að endurskoða þyrfti fjárlögin.

Skotturnar, sem eru samtarfsverkefni yfir tuttugu kvennasamtaka, byrjuðu í dag að selja kynjagleraugun. Ágóðann af sölunni á að nota til að auka og bæta þjónustu við fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi.

Endurverkja á verkefnið stígamót á staðinn og þá er einnig fyrirhugað að opna athvarf fyrir konur sem eru að brjótast út úr vændi og mansali; þörf fyrir slíkt viðurkenni allir sem þekkja málaflokkinn, segja Skotturnar; en peningana hefur vantað. En þótt málefnin séu alvarleg og brýn, sló fólk á létta strengi þegar sala kynjagleraugnanna hófst.

Ögmundur Jónasson, dóms- og mannréttindamálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherrog fengu sér ein slík.

„Heyrðu Jóhanna, mér sýnist við þurfa að endurskoða fjárlögin," sagði Ögmundur í dag við mikla kátínu viðstaddra.

Ögmundur vill að forstöðumenn stofnanna horfi á heiminn í gegnum kynjagleraugu. „Hér var sú hugmynd á flögri í loftinu að við keyptum nokkuð margar svona nælur í dómsmálaráðuneytinu og sendum svona gleraugu til allra stofnanna sem heyra undir ráðuneytið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×