Innlent

Skurður fælir Airwaves-viðskipti frá

Símon Sverrisson kveðst hafa glímt við jarðvegsflutninga á vörubílum í vor og nú spilli skurðgröftur fyrir honum viðskiptum. Fréttablaðið/Vilhelm
Símon Sverrisson kveðst hafa glímt við jarðvegsflutninga á vörubílum í vor og nú spilli skurðgröftur fyrir honum viðskiptum. Fréttablaðið/Vilhelm
„Mér þykir alverst að það var rokið í að grafa þennan skurð án þess að láta okkur vita áður,“ segir Símon Sverrisson, kaupmaður í minjagripaversluninni Eureka-art á Laugavegi 8.

Verktaki á vegum Orkuveitu Reykjavíkur gróf skurð framan við Laugaveg 8 á miðvikudag. Verið er að endurnýja heimæð fyrir Laugaveg 6. Viðskiptavinir Eureka-art þurfa nú að ganga yfir trébrú til að komast í búðina.

„Þetta er gert á mjög vondum tíma því síðasta stóra ferðamannahelgin er núna,“ segir Símon og vísar til þess að tónlistarhátíðin Airwaves sé hafin og hana sæki jafnan mikill fjöldi erlendra gesta.

„Við upphaf verksins láðist starfsmanni OR að láta eigendur í húsi númer 8 vita. Var beðist velvirðingar á því í morgun. Það voru sem sé mistök af hálfu OR að láta ekki vita, en það viljum við alltaf gera,“ sagði Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, síðdegis í gær.

Framkvæmdum ætti að ljúka fyrir hádegi í dag. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×