Innlent

LÍÚ segir ráðherra ganga á bak orða sinna

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason.

Landssamband íslenskra útvegsmanna segir að sjávarútvegsráðherra sé að ganga á bak orða sinna og fara fyrningarleiðina, með því að ætla að leigja út aukinn kvóta í nokkrum helstu fisktegundunum.

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra greindi frá því á aðalfundi Landssambands smábátasjómanna í gær, að hann ætlaði að beita sér fyrir því að auka kvóta í þorski, ýsu, ufsa, karfa og íslensku sumargotssíldinni.

En í stað þess að útgerðir njóti þessarar aukningar í hlutfalli við kvótaeign sína, likt og kvóti þeirar er hlutfallslega skertur þegar dregið er úr veiðum, ætlar ráðherarnn ekki að láta þær njóta aukningarinnar beint. Heldur mun þeim, eins og hverjum örðum, gefast kostur á að leilgja til sín viðbótina gegn gjaldi.

Þetta er sama leiðin og ráðherra fór við aukningu á skötuselskvótanum, við mikil mótmæli útvegsmanna, en sagði þá að það væri alger undantekning. Hann gat þess ekki hversu mikil aukningin yrði, enda þarf Alþingi að samþykkkja þær, en Hafrannsóknastofnun hefur þegar lagst gegn kvótaaukningu í þorski, að minnstakosti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×