Innlent

Öryggisþjónusta landsmanna með þyrlum skerðist enn

Öryggisþjónusta við landsmenn með þyrlum er enn að skerðast, því nú eru komnir fram gallar í þyrlunum, sem eru um borð í dönsku varðskipunum, sem vakta Grænland og Færeyjar, og eru oft við Íslandsstrendur og í Reykjavíkurhöfn.

Þegar svo stendur á eru þær til taks við björgunarstöf hér á landi og hafa ítrekað hlaupið í skarðið þegar Landhelgisgæslan hefur þurft á að halda.

Brestir hafa greinst í stélum þyrlnanna, rétt við stélspaðana og eru nú fjórar af átta þyrlum danska sjóhersins úr leik vegna þessa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×