Innlent

Bensínstríð á Akureyri

Atlantsolía opnaði nýja bensínstöð á Akureyri. Það er ástæðan fyrir verðstríðinu. Myndin er úr safni.
Atlantsolía opnaði nýja bensínstöð á Akureyri. Það er ástæðan fyrir verðstríðinu. Myndin er úr safni.

Orkan á Akureyri er með lægsta bensínverðið í dag samkvæmt heimasíðunni gsmbensín. Þar segir að verð á bensínlítra sé 183.30 krónur. Það eru tíu krónum lægra en almennt gerist á Íslandi í dag.

Ástæðan fyrir svo lágu bensínverði á Akureyri er opnun nýrrar bensínstöðvar á Glerártorgi á Akureyri á vegum Atlantsolíu. Þeir riðu á vaðið og lækkuðu verðið niður í 183.40 krónur á lítrann í morgun.

Akureyringar hagnast á þessu bensínstríði á meðan íbúar annarstaðar á landinu þurfa að greiða um 193 krónur fyrir bensínlítrann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×