Forseti ASÍ kærir Eyjuna til Blaðamannafélagsins 15. október 2010 12:46 Gylfi Arnbjörnsson er ósáttur við fréttaflutning Eyjunnar og segir orð sín þar hafa verið afbökuð Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, ætlar að kæra fréttaflutning Eyjunnar til Siðanefndar Blaðamannafélagsins. Gylfi hefur sent frá sér yfirlýsingu með yfirskriftinni: „Vísvitandi rangfærslur ritstjóra Eyjunnar" þar sem hann segir að í frétt á Eyjunni hafi orð hans um skuldir heimilanna verið rangtúlkaðar. Þegar Gylfi leitaði eftir því að rangfærslurnar yrðu leiðréttar hafi ritstjóri Eyjunnar, Þorfinnur Ómarsson, hins vegar neitað því. Yfirlýsing Gylfa: „Á vefsíðunni Eyjan.is var sett inn frétt að kvöldi 14. október með fyrirsögninni „Forseti ASÍ eindregið gegn því að skuldir heimilanna verði lækkaðar". Var í þessari svokölluðu frétt lagt út af orðum Gylfa Arnbjörnssonar forseta ASÍ sem hann viðhafði í kvöldfréttum Sjónvarpsins þetta sama kvöld. Þar sagði Gylfi að hvorki hann né aðrir hefðu umboð til að nota lífeyrissparnað fólks til niðurfærslu almennra skulda. Út af þessum orðum leggur Þorfinnur Ómarsson ritstjóri Eyjunnar að forseti ASÍ sé eindregið á móti því að skuldir heimilanna verði lækkaðar. Sú fullyrðing er auðvitað alger fjarstæða enda hefur ASÍ barist fyrir því að tryggja lagalega stöðu þeirra sem verst hafa orðið úti í þessu efnahagshruni þannig að skuldir verði afskrifaðar á grundvelli greiðslu- og eignarstöðu almennings. ASÍ setti slíkar tillögur reyndar fyrst fram árið 1996. Þá er skemmst er að minnast sérstakrar herferðar sem ASÍ fór í febrúar og mars á þessu ári undir yfirskriftinni „ASÍ krefst..." þar sem áherslan var sett á „rétt fólksins, ekki rukkaranna" til að hnykkja á baráttunni fyrir lækkun skulda þeirra sem verst standa. Á þetta var ritstjóra Eyjunnar góðfúslega bent, auk þess sem ritstjóranum var bent á að Gylfi hefði aldrei lagst gegn lækkun skulda heimilanna heldur þvert á móti barist fyrir slíkum aðgerðum. Þrátt fyrir þetta neitaði Þorfinnur Ómarsson að leiðrétta fréttina. Alþýðusambandið mun því kæra fréttaflutninginn til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands.Þorfinnur ÓmarssonVarðandi efni fréttar Sjónvarpsins sem Eyjan afflutti er rétt að hafa í huga. Þeir sem tala fyrir því að farin verði leið almennrar skuldaniðurfærslu virðast ganga út frá því að sá kostnaður verði borinn uppi af eldra fólki og öryrkjum úr hópi almenns launafólks, hópum sem nú þegar hafa þurft að taka á sig mikla lífskjararýrnun vegna fjármálahrunsins í formi skerðingar á lífeyrisgreiðslum og frystingu á bótum almannatrygginga. Talsmenn tillagnanna og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar tala með þeim hætti að ekkert sé athugavert við að ráðstafa þeim sparnaði sem almennt launafólk leggur til hliðar af tekjum sínum, til að standa straum af kostnaði við almenna niðurfærslu skulda. Lífeyrissjóðirnir eru eingöngu vörsluaðilar sem ætlað er að ávaxta lífeyrissparnað almenns launafólks og greiða þeim sem í hann hafa lagt út lífeyrir. Sjóðirnir hafi engar heimildir til þess að ráðstafa þessum sparnaði með neinum öðrum hætti." Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, ætlar að kæra fréttaflutning Eyjunnar til Siðanefndar Blaðamannafélagsins. Gylfi hefur sent frá sér yfirlýsingu með yfirskriftinni: „Vísvitandi rangfærslur ritstjóra Eyjunnar" þar sem hann segir að í frétt á Eyjunni hafi orð hans um skuldir heimilanna verið rangtúlkaðar. Þegar Gylfi leitaði eftir því að rangfærslurnar yrðu leiðréttar hafi ritstjóri Eyjunnar, Þorfinnur Ómarsson, hins vegar neitað því. Yfirlýsing Gylfa: „Á vefsíðunni Eyjan.is var sett inn frétt að kvöldi 14. október með fyrirsögninni „Forseti ASÍ eindregið gegn því að skuldir heimilanna verði lækkaðar". Var í þessari svokölluðu frétt lagt út af orðum Gylfa Arnbjörnssonar forseta ASÍ sem hann viðhafði í kvöldfréttum Sjónvarpsins þetta sama kvöld. Þar sagði Gylfi að hvorki hann né aðrir hefðu umboð til að nota lífeyrissparnað fólks til niðurfærslu almennra skulda. Út af þessum orðum leggur Þorfinnur Ómarsson ritstjóri Eyjunnar að forseti ASÍ sé eindregið á móti því að skuldir heimilanna verði lækkaðar. Sú fullyrðing er auðvitað alger fjarstæða enda hefur ASÍ barist fyrir því að tryggja lagalega stöðu þeirra sem verst hafa orðið úti í þessu efnahagshruni þannig að skuldir verði afskrifaðar á grundvelli greiðslu- og eignarstöðu almennings. ASÍ setti slíkar tillögur reyndar fyrst fram árið 1996. Þá er skemmst er að minnast sérstakrar herferðar sem ASÍ fór í febrúar og mars á þessu ári undir yfirskriftinni „ASÍ krefst..." þar sem áherslan var sett á „rétt fólksins, ekki rukkaranna" til að hnykkja á baráttunni fyrir lækkun skulda þeirra sem verst standa. Á þetta var ritstjóra Eyjunnar góðfúslega bent, auk þess sem ritstjóranum var bent á að Gylfi hefði aldrei lagst gegn lækkun skulda heimilanna heldur þvert á móti barist fyrir slíkum aðgerðum. Þrátt fyrir þetta neitaði Þorfinnur Ómarsson að leiðrétta fréttina. Alþýðusambandið mun því kæra fréttaflutninginn til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands.Þorfinnur ÓmarssonVarðandi efni fréttar Sjónvarpsins sem Eyjan afflutti er rétt að hafa í huga. Þeir sem tala fyrir því að farin verði leið almennrar skuldaniðurfærslu virðast ganga út frá því að sá kostnaður verði borinn uppi af eldra fólki og öryrkjum úr hópi almenns launafólks, hópum sem nú þegar hafa þurft að taka á sig mikla lífskjararýrnun vegna fjármálahrunsins í formi skerðingar á lífeyrisgreiðslum og frystingu á bótum almannatrygginga. Talsmenn tillagnanna og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar tala með þeim hætti að ekkert sé athugavert við að ráðstafa þeim sparnaði sem almennt launafólk leggur til hliðar af tekjum sínum, til að standa straum af kostnaði við almenna niðurfærslu skulda. Lífeyrissjóðirnir eru eingöngu vörsluaðilar sem ætlað er að ávaxta lífeyrissparnað almenns launafólks og greiða þeim sem í hann hafa lagt út lífeyrir. Sjóðirnir hafi engar heimildir til þess að ráðstafa þessum sparnaði með neinum öðrum hætti."
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira