Innlent

Varð átján ára og minnsti maður heims í dag

Kagendra Magar náði tveim áföngum í dag. Hann varð átján ára gamall og komst í heimsmetabók Guinness.

Kagendra sem býr í Nepal er aðeins 67 sentimetrar á hæð og telst því lágvaxnasti maður heims. Hann er 6,5 kíló að þyngd. Hann hefur verið smávaxinn frá upphafi og enginn veit hversvegna.

Hann á yngri bóður sem er þrettán ára og eðlilega hár miðað við aldur. Litli bróðir gnæfir auðvitað yfir stóra bróður. Kagendra starfar með dansflokki sem heldur sýningar víða um landið. Milli ferðanna hjálpar hann foreldrum sínum í grænmetisverslun þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×