Innlent

Bæjaryfirvöld efni skyldu sína

Íbúar Hafnarfjarðar felldu árið 2007 að Alcan fengi að stækka verksmiðju sína verulega.
Íbúar Hafnarfjarðar felldu árið 2007 að Alcan fengi að stækka verksmiðju sína verulega.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Hafnar­fjarðar segja það skyldu bæjaryfirvalda að efna sem fyrst til nýrrar íbúakosningar um deiliskipulagsbreytingu sem gera myndi álverinu í Straumsvík kleift að stækka í 460 þúsund tonn.

Þeir benda á að liðið sé á annað ár síðan tilskilinn fjöldi bæjarbúa hafi óskað eftir íbúakosningu um málið. Bæjarfulltrúar meirihluta Samfylkingar og Vinstri grænna segja hins vegar mikilvægt „að vinna að víðtækri sátt um stöðu álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík í stað þess farvegs átaka sem það hefur verið í of lengi“.- gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×