Fleiri fréttir

Fyrirmyndir finnast víða

Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, er einn talsmanna átaksins Til fyrirmyndar. Stefán telur að fyrirmyndir megi finna alls staðar og mikilvægt sé fyrir Íslendinga, sem og aðrar þjóðir, að líta í kringum sig eftir því sem er vel gert í samfélaginu, sérstaklega á tímum sem þessum. Fólk eigi að vera óhrætt við að dást að öðrum og sækja sér fyrirmyndir til þeirra sem gera hlutina best, hverjir svo sem það eru.

Man ekki til að neinn hafi verið rekinn

„Ég minnist þess ekki að neinn hafi beinlínis verið rekinn úr Sjálfstæðisflokknum,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. Hann segir það hafa komið mjög til tals þegar Gunnar Thoroddsen myndaði sína stjórn og eins þegar hann studdi Ásgeir Ásgeirsson, tengdaföður sinn, í forsetakjöri gegn frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins; Bjarna Jónssyni dómkirkjupresti árið 1952, það hafi hins vegar aldrei verið gert.

Mega veiða fleiri hvali

Frumbyggjar á Grænlandi hafa fengið heimild til að veiða fleiri hvali. Á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem hófst síðasta mánudag í Marokkó, var samþykkt tillaga frá Danmörku, fyrir Grænlands hönd, um árlegan kvóta upp á níu hnúfubaka, sem kemur til viðbótar við núverandi frumbyggjaveiðar þeirra.

Hvernig er nýja hjónavígsluformið?

Þjóðkirkjan hefur lokið við drög að nýju hjónavígsluformi og sent til presta Þjóðkirkjunnar vítt um landið. Það tekur mið af nýjum hjúskaparlögum, sem leyfa hjónaband samkynhneigðra.

Starfsþjálfunartíminn styttur

Á árinu 2009 gerðist það í fyrsta sinn að lögregluliðin á landinu gátu ekki tekið við grunnnámsnemum í launaða starfsþjálfun. Ákveðið var að stytta starfsþjálfunartímann úr átta mánuðum í fjóra og skólinn greiddi dagvinnulaun nemenda þann tíma.

Kosningarnar gerðar upp

Flokksstjórn Samfylkingarinnar fundar í dag í þriðja skipti á árinu. Meginefni fundarins eru úrslit sveitarstjórnarkosninganna og eru allir félagar í Samfylkingunni velkomnir til fundarins.

Dæmdar fjórtán milljónir í bætur

Karlmanni hafa verið dæmdar tæpar fjórtán milljónir króna í bætur eftir að hann slasaðist við vinnu sína er gólfborð í vinnupalli féll niður. Talið var að ástæðan hefði annars vegar verið galli í festingum á gólfborðinu, en hins vegar röng uppsetning á vinnupallinum.

Jafna útgjöldin frekar en tekjur

Starfshópur samgönguráðherra hefur lagt til að kerfi jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði breytt í tveimur áföngum. Núverandi tekjujöfnunarkerfi verði lagt niður og nýtt fyrirkomulag útgjaldajöfnunar.

Er óheimilt að vera í Sjálfstæðisflokknum

Tveimur félögum í Sjálfstæðisflokknum, þeim Guðmundi Skúla Halldórssyni og Ólafi Áka Ragnarssyni, er óheimilt að vera félagar í flokknum. Báðir hafa þeir gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn; Guðmundur var formaður Félags ungra sjálfstæðismanna í Borgarnesi og Ólafur bæjarstjóri í Ölfusi.

Stjórnvöld verða að stíga á sviðið

Fjármálafyrirtækin hafa að undanförnu velt upp ýmsum möguleikum um hvernig leysa eigi úr málum þeirra sem eru með myntlán. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin.

Vilja efla innlenda atvinnu

Stjórnvöld efna nú til hvatningarátaks til að efla innlenda atvinnustarfsemi, verslun og þjónustu. Alþýðusamband Íslands og aðildarfélög þess, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands taka þátt í verkefninu.

Forstöðumaður Götusmiðjunnar vísar ásökunum um ofbeldi á bug

Forstöðumaður Götusmiðjunnar íhugar málaferli gegn Barnaverndarstofu sem lokaði heimilinu í kvöld og sendi átta ungmenni heim. Forstöðumaðurinn, Guðmundur Týr Þórarinsson gjarnan kallaður Mummi, segir börnin hafi verið fjarlægð með ólögmætum hætti úr meðferð Götusmiðjunnar. Hann vísar ásökunum líkamsmeiðingar á bug.

Götusmiðjunni lokað - átta ungmenni send heim

Meðferðarheimilinu Götusmiðjunni hefur verið lokað og voru allir skjólstæðingar heimilisins sendir heim í kvöld að kröfu barnaverndaryfirvalda. „Undirrótin er fyrst og fremst stjórnunarvandi á staðnum og þegar vandinn var farinn að bitna á meðferðinni og skaða börnin fannst okkur ekki annað hægt en að grípa til þessara aðgerða,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.

Árni Páll: Dapurleg skilaboð Bjarna til almennings

„Þetta eru dapurleg skilaboð til almennings og fyrirtækja í landinu sem þurfa fyrst og síðast á því að halda að fá fyrirheit um að losna við þann ömurlega óstöðugleika sem fylgir hinni íslensku krónu. Skuldavandi heimila og fyrirtækja er bein afleiðing krónunnar og þeirra ofurvaxta og óstöðugleika sem einkennt hafa hana alla tíð. Það er tímanna tákn að Sjálfstæðisflokkurinn treystir sér ekki til þess að mæta þörfum atvinnulífsins um nothæfan gjaldmiðil og eðlileg samskipti við önnur ríki,“ segir Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, um ræðu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins í dag.

„Landsfundurinn er grín"

Þórlindur Kjartansson, fyrrverandi formaður SUS, gagnrýnir landsfund Sjálfstæðisflokksins harðlega og segir lítið rúm fyrir gagnrýnar umræður. Illa sé staðið að skipulagi fundarins.

Taka þarf ákvörðun um gjaldskrá Orkuveitunnar

Guðlaugur Sverrisson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir ljóst að eitt fyrsta verkefni nýrrar stjórnar fyrirtækisins verði að ákveða Orkuveitunni gjaldskrá til næstu ára. „Í mínum er það ekki spurning um hvort það verður gert, heldur hvenær. Við þurfum að átta okkur á því að orkuverð hér á landi er mjög lágt. Þrátt fyrir að gjaldskrár verði leiðréttar verður það áfram lágt," segir Guðlaugur í skýrslu sem hann lagði fyrir aðalfund Orkuveitunnar í dag en á fundinum tók ný stjórn við.

Evrópusamtökin: Bremsuyfirlýsing Bjarna

Evrópusamtökin kalla orð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um Evrópumál á landsfundi flokksins bremsuyfirlýsingu. Í ræðu sinni sagði Bjarni að við núverandi aðstæður væri réttast að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka en ef umsókninni verði haldið til streitu beri að vinna að því að tryggja hagsmuni Íslands.

Bankarnir ekki að leggja lokahönd á samræmdar aðgerðir

„Fyrirtæki á fjármálamarkaði hafa eðlilega verið óróleg líkt og viðskiptavinir þeirra,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Vonast hafi verið að stjórnvöld myndu stíga inn í tómarúmið þar sem enn ríki óvissa um útreikning á gengistryggðum lánum eftir dóm Hæstaréttar í síðustu viku.

Norðmenn aðstoða sérstakan saksóknara

Hópur sérfræðinga frá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim er nú staddur á Íslandi til að aðstoða embætti sérstaks saksóknara. Norðmennirnir eru hér á landi til þess að veita embættinu sérfræðiaðstoð og leggja grunn að frekara samstarfi embættanna tveggja.

Steingrímur á von á kraftmiklum fundi

Flokksráðsfundur Vinstri grænna hófst klukkan fimm í dag. Niðurstaða sveitastjórnarkosninganna verður meðal helstu mála sem rædd verða fundinum.

Ísland standi við lágmarkstryggingu

Forseti Eftirlitsstofnunar EFTA segir stofnunina ekki hafa neina skoðun á lánakjörum Breta og Hollendinga vegna Icesave samninganna við Íslendinga. Hins vegar telji stofnunin ótvírætt á Íslendingar eigi að greiða sem svarar til um 21 þúsund evrum á hvern Icesave reikning.

Kristján Þór leggur mannorð sitt að veði

„Hér er ekki verið að grafa neitt, ekki skjóta neinu á frest né komast hjá erfiðum umræðum,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins í dag. Hann mun fara fyrir svokallaðri Framtíðarnefnd sem ætlað er það hlutverk að endurskoða og móta áherslur í skipulagi og starfi Sjálfstæðisflokksins.

Haraldur verður tímabundið í fullu starfi hjá OR

Ný stjórn tók við á aðalfundi Orkuveitu Reykjavíkur í dag. Á fundinum lagði Jón Gnarr, borgarstjóri, fram áherslur Reykjavíkurborgar í rekstrinum. Haraldur Flosi Tryggvason er nýr stjórnarformaður og auk hans skipa stjórnina þau Helga Jónsdóttir, Aðalsteinn Leifsson, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir og Hrönn Ríkharðsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Borgarbyggðar er Björn Bjarki Þorsteinsson. Haraldur verður tímabundið í fullu starfi sem stjórnarformaður.

Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í Hafnarfirði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í gærmorgun. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust nokkrir tugir kannabisplantna. Húsráðandi, karl á fertugsaldri, játaði aðild sína að málinu.

Bjarni Ben vill leggja aðildarumsókn til hliðar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að við núverandi aðstæður væri réttast að leggja aðild að Evrópusambandinu til hliðar. Þetta kom fram ræðu hans á setningu Landsfundar Sjálfstæðisflokksins klukkan fjögur í dag.

Pétur Blöndal íhugar formannsframboð

„Ég ætla ekki að svara já eða nei, ég er á móti já og nei spurningum," segir Pétur Blöndal alþingismaður aðspurður um hvort hann ætli að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á morgun. Landsfundur sjálfstæðismanna hófst núna klukkan fjögur og verður kosið um formann og varaformann á morgun.

Leggja til að tekjujöfnunarframlag verði lagt niður

Starfshópur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um heildarendurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga leggur til að regluverki sjóðsins verði breytt í tveimur áföngum. Fyrst verði tekið upp nýtt kerfi útgjaldajöfnunar og síðan gerð grundvallarbreyting á jöfnunarkerfinu.

Saga Film vill tæpar tvær milljónir frá smálánafyrirtæki

Kvikmyndafyrirtækið Saga Film krefst tæplega tveggja milljóna króna í skaðabætur vegna auglýsingar á smálánum hjá Kredia. Um er að ræða meintan stuld á persónu úr Vaktarseríunum, Nætur-, Dag og Fangavaktarinnar, sem heitir Hannes og var pabbi Ólafs Ragnars.

Von á yfirlýsingu vegna gengislána

„Það er nú hægt að lofa yfirlýsingu fljótlega en ég ætla nú ekki að segja nákvæmlega hvað fljótlega felur í sér," segir Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra. Viðskiptaráðuneytið hefur undanfarið átt samráð við fjármálafyrirtæki til að draga úr óvissu vegna dóms hæstaréttar um lögmæti gengistryggingar lána. Ekki er annað á honum að heyra en afrakstur þess verði gerður ljós á næstunni.

Rúmlega tvær milljónir til að rannsaka einelti

Veittur hefur verið styrkur að fjárhæð 2,2 milljónir króna úr Styrktarsjóði Margaret og Bent Scheving Thorsteinssonar til rannsóknar á einelti gegn börnum á Íslandi. Um er að ræða heildstæða, þverfræðilega rannsókn en markmið sjóðsins er að standa fyrir rannsóknum á einelti og kanna allar lagalegar og siðferðilegar leiðir til að fyrirbyggja einelti og bæta fyrir afleiðingar þess. Styrkurinn var veittur við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu.

Barnaheill í Vestmannaeyjum verður Barnahagur

Umsjónarmenn styrktarsjóðsins Barnaheill í Vestamannaeyjum hafa breytt nafni sjóðsins í Barnahagur, Vestmannaeyjum. Það er gert til að fyrirbyggja að fólk rugli þeim litla sjóði sjálfboðaliða við landssamtökin Barnaheill á Íslandi - Save the Children.

Jónmundur: Ólafur sagði sig sjálfur úr flokknum

„Það er alveg kýrskýrt að Ólafur [Áki Ragnarsson. innskt. blm.] er ekki rekinn úr flokknum. Hvorki af mér persónulega, né af miðstjórn flokksins,“ segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins en Ólafur Áki, sem áður gegndi embætti bæjarstjóra í Ölfusi, sagðist hafa verið vísað úr flokknum.

Sveitarstjórnarkosningar gerðar upp hjá VG

Niðurstaða sveitastjórnarkosninganna verður meðal helstu mála sem rædd á flokksráðsfundi Vinstri grænna. Einnig verður rætt um hvernig tryggja megi eignarhald þjóðarinnar á auðlindum sínum.

Afar sjaldgæft að menn séu reknir úr stjórnmálaflokkum

„Ég man ekki eftir því að nokkur hafi verið rekinn úr Sjálfstæðisflokknum,“ segir Birgir Guðmundsson, stjórnarmálafræðingur, um brottrekstur Ólafs Áka Ragnarssonar, fyrrverandi bæjarstjóra Ölfus, úr Sjálfstæðisflokknum.

Unnu 23 milljónir í lottó - miðinn var í hanskahólfinu

Það voru heppin hjón frá Suðurnesjunum sem komu til Íslenskrar getspár með vinningsmiða frá síðustu helgi uppá rúmar 23 milljónir. Heimilisfaðir fjölskyldunnar hafði brugðið sér inn í Brautarnesti í Keflavík á þjóðhátíðardaginn sjálfan og kippt með sér einum 10 raða sjálfvalsmiða. Það var svo ekki fyrr en á mánudagskvöldið sem hjónin athuguðu miðann sinn eftir að þau heyrðu að lýst væri eftir vinningshafa sem hafði keypt miða í Brautarnesti.

Eldur í kexverksmiðjunni Fróni

Eldur kviknaði í vél í kex-verksmiðjunni Frón í Árbæ í morgun. Eldurinn er minniháttar og er ein deild frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi.

Rekinn úr Sjálfstæðisflokknum degi fyrir landsfund

„Mér var vísað úr flokknum í gær,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ölfuss, en hann var rekinn úr Sjálfstæðisflokknum í gær. Það var framkvæmdarstjóri flokksins, Jónmundur Guðmarsson, sem hringdi í hann í gær og tilkynnti honum að miðstjórn flokksins hefði ákveðið að vísa honum úr flokknum.

Barnaheill tengist ekki golfmóti Hermanns

Barnaheill - Save the Children á Íslandi segir að félagið standi ekki að fjársöfnun í tengslum við golfmót Hermanns Hreiðarssonar, Herminator, sem fer fram í Vestmannaeyjum á morgun. Í tilkynningu sem félagið hefur sent fjölmiðlum segir að um er að ræða misskilning þar sem styrktarsjóður fyrir börn í Vestmannaeyjum er kynntur undir nafninu Barnaheill í Vestmannaeyjum.

Femínistar reiðir vegna kvennakvölds Besta flokksins

"Það eru vond vinnubrögð og óvirðing að borgin skuli vera að troða sér inn í skipulagningu dags sem væri ekki til án vinnu grasrótarhreyfingu kvenna," segir Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri Grænna.

Makríll veiðist um allan sjó

Tvö fjölveiðiskip eru nú á landleið með makríl, sem þau veiddu á Reykjaneshrygg, þannig að hann er farinn að veiðast um allan sjó, eins og sjómenn orða það.

SUS vill draga ESB umsóknina til baka

Samband ungra Sjálfstæðismanna (SUS) skorar á stjórnvöld að draga umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til baka sem fyrst.

Tveir lyfjaðir ökumenn teknir úr umferð

Tveir ökumenn voru teknir úr umferð í Reykjavík í nótt. Annar er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna, en inn um að hafa ekið undir áhrifum löglegra lyfja, en að hafa neytt þeirra ótæpilega.

Rífandi gangur í laxveiðinni

Laxveiðin fer víða mun betur af stað en undanfarin ár, en veiði er byrjuð í öllum helstu laxveiðiánum.

Sjá næstu 50 fréttir