Innlent

Saga Film vill tæpar tvær milljónir frá smálánafyrirtæki

búbbi guggu eins og hannes? Saga Film hefur fengið lögbann á auglýsingar Kredia sem sýna þennan karakter, Búbba Guggu, slá lán.
búbbi guggu eins og hannes? Saga Film hefur fengið lögbann á auglýsingar Kredia sem sýna þennan karakter, Búbba Guggu, slá lán.

Kvikmyndafyrirtækið Saga Film krefst tæplega tveggja milljóna króna í skaðabætur vegna auglýsingar á smálánum hjá Kredia. Um er að ræða meintan stuld á persónu úr Vaktarseríunum, Nætur-, Dag og Fangavaktarinnar, sem heitir Hannes og var pabbi Ólafs Ragnars.

Saga Film fékk lögbann á auglýsinguna í febrúar á þessu ári en það var auglýsingastofan Pipar/TBWA sem framleiddi auglýsinguna.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og var skaðabótakrafan lögð fram. Saga Film krefst nákvæmlega 1,6 milljónir í bætur af Kredia fyrir hinn meinta persónustuld.

Framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar sem framleiddi auglýsinguna, Valgeir Magnússon, sagði í viðtali við Fréttablaðið fyrr á þessu ári að það væri ekki verið að herma eftir persónunni úr Vaktarseríunni.

Aðalmeðferð fer fram í málinu í september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×