Innlent

Eldur í kexverksmiðjunni Fróni

Frá vettvangi. Slökkviliðið er að reykræsta verksmiðjuna.
Frá vettvangi. Slökkviliðið er að reykræsta verksmiðjuna.

Eldur kviknaði í vél í kexverksmiðjunni Fróni í Árbæ í morgun. Eldurinn er minniháttar og er ein deild frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi.

Engin hætta er á útbreiðslu eldsins. Slökkvilið er að reykræsta verksmiðjuna auk þess sem það er verið að slökkva í eldglæðum með slökkvitækjum. Viðbúnaður vegna þessa er minniháttar.

Ekki er vitað um tjón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×