Innlent

Kosningarnar gerðar upp

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar.

Flokksstjórn Samfylkingarinnar fundar í dag í þriðja skipti á árinu. Meginefni fundarins eru úrslit sveitarstjórnarkosninganna og eru allir félagar í Samfylkingunni velkomnir til fundarins.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, setur fundinn en að því loknu fer Ólafur Þ. Harðarson, prófessor við Háskóla Íslands, yfir sveitarstjórnarkosningar, hvað megi lesa úr úrslitunum og hver séu skilaboð kjósenda. Að því loknu verður hópastarf þar sem farið verður yfir stöðu flokksins, bæði í ríkisstjórn og sveitarstjórnum, innra starf og hrunið og rannsóknarskýrsluna.

- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×