Innlent

Sveitarstjórnarkosningar gerðar upp hjá VG

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Drífa Snædal.
Drífa Snædal.

Niðurstaða sveitastjórnarkosninganna verður meðal helstu mála sem rædd á flokksráðsfundi Vinstri grænna. Einnig verður rætt um hvernig tryggja megi eignarhald þjóðarinnar á auðlindum sínum.

Flokksráðsfundur Vinstri grænna hefst í dag og lýkur á morgun. Flokksráðsfundir eru æðstu fundir á milli landsfunda og eru opnir öllum félögum. Drífa Snædal, framkvæmdastýra flokksins, segir að sveitastjórnarkosningarnar í maí verði gerðar upp á fundinum.

Þar fái jafnframt sveitastjórnarmenn flokksins að hittast eftir kosningarnar sem og kosið verði í stjórn sveitastjórnarráðs. Hún segir þetta gert til að tryggja gott samstarf fólks á sveitastjórnarstigi.

Fyrir kosningarnar var flokkurinn með tvo borgarfulltrúa í Reykjavík en fékk einn í kosningunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er óánægja með þá niðurstöðu innan raða Vinstri grænna. Á heimasíðu flokksins segir að sveitarstjórnarhópur flokksins hafi stækkað um þriðjung.

Það verður þó fleira rætt á fundinum en sveitastjórnarmál. Drifa segir að rætt verði um efnahags- og landsmál. Og rætt hvernig hægt sé að tryggja eignarhald þjóðarinnar á auðlindum sínum. Sprettur sú umræða meðal annars í kjölfar kaupa Magma Energy á hlutabréfum í HS Orku hf. Þá verður rætt samstarf Íslands við Ísreal sem Vinstri grænir eru alfarið á móti.

Flokksráðsfundurinn hefst klukkan fimm í dag á Grand Hótel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×