Fleiri fréttir

Fréttaskýring: Tveir andstæðir pólar í gengislánamáli

Tvær fylkingar takast á um næstu skref eftir að Hæstiréttur úrskurðaði ólögmæti gengistryggðra bílalána fyrir viku. Annar hópurinn segir vaxtatöflu Seðlabankans eiga að taka við af gengistryggingunni. Hinn krefst þess að upphaflegir samningsvextir standi.

Börðu og spörkuðu í lögreglu

Ríkissaksóknari hefur ákært tvö ungmenni í tveimur aðskildum málum fyrir árásir á lögreglumenn við skyldustörf.

Umhverfisvæn húsbygging

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra tók Snæfellsstofu á Skriðuklaustri í notkun í gær. Snæfellsstofa er ný gestastofa fyrir austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs og í tilefni dagsins var einnig opnuð umhverfisfræðslusýningin Veraldarhjólið í stofunni.

Braut gegn fjórtán ára stúlku

Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 200 þúsund í miskabætur. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa tvívegis haft samræði við fjórtán ára stúlku.

Skemmdir á tuttugu bílum

Hvítar málningarslettur á Suðurlandsveginum, rétt hjá Litlu kaffistofunni, skemmdu hátt í tuttugu bíla í gær. Sumir bílanna urðu óökufærir. Málningin hafði hellst á veginn úr fötu við vegarkantinn og biðu ökumenn í meira en tvo tíma eftir aðstoð lögreglunnar.

„Ég hefði aldrei farið fram á að vera starfandi stjórnarformaður“

Guðlaugur G. Sverrisson, fráfarandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur segir að hann hefði aldrei farið fram á að vera starfandi stjórnarformaður fyrirtækisins. Slíkt stríði gegn góðum venjum út frá eftirlitshlutverki stjórnarmanna. „Stjórn og stjórnarformaður eru til að hafa eftirlit með rekstrinum og það má því aldrei blanda þessu saman.“

Upplýsandi fundur í Stjórnarráðinu

„Það var verið að kynna okkur ákveðnar sviðsmyndir sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafa verið að setja upp í framhaldi á dómi Hæstaréttar. Þær voru misdökkar eftir því hvaða forsendur voru gefnar,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Fischer grafinn upp á næstu dögum

Undirbúningur þess að grafa upp lík skákmeistarans Bobby Fischers er hafinn. Tjaldað verður yfir gröfina meðan hún verður opnuð og lífsýni sótt. Þetta er gert til sannreyna kröfur í faðernismáli gegn dánarbúi Fischers.

Einar K.: Flokkurinn er ekki að klofna

Sjálfstæðismenn hafa ástæðu til að óttast klofning flokksins verði tillaga um að Ísland dragi umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu til baka borin upp á landsfundi flokksins. Þetta segir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður flokksins segir ummæli sem þessi minna á hótanir.

Jón Gnarr: Starfandi stjórnarformaður verndar almannahagsmuni

Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir í minnihluta borgarstjórnar segja skjóta skökku við að Besti flokkurinn og Samfylkingin ráði stjórnarformann til Orkuveitunnar fyrir tæpa milljón á mánuði á sama tíma og niðurskurður er boðaður í borginni. En nýi meirihlutinn í borginni hefur ákveðið að ráða starfandi stjórnarformann til Orkuveitunnar.

Mikill munur á lánum

Gríðarlegur munur er á eftirstöðvum lána þeirra sem tóku gengistryggð lán annars vegar og hefðbundin verðtryggð lán hins vegar eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu lána ólöglega. Eftirstöðvar tveggja milljóna verðtryggðs láns sem tekið var árið 2008 eru nú 1,3 milljónir, en 275 þúsund af láni sem áður bar gengistryggingu.

Gylfi: Óásættanlegt að hluti Íslendinga fái lán á vildarkjörum

Viðskiptaráðherra segir óásættanlegt að hluti Íslendinga fái lán á vildarkjörum á kostnað samborgara sinna, eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggingar lána ólöglegar. Forsætisráðherra segir ekki standa til að þing eða ríkisstjórn hlutist til um niðurstöðuna fyrr en dómstólar hafi skorið úr um ágreiningsefni.

Gert kleift að endurskipuleggja fjármálin

Alþingi samþykkti í dag lög sem gera einstaklingum í verulegum greiðsluerfiðleikum kleift að endurskipuleggja fjármál sín með því að fara í greiðsluaðlögun í allt að þrjú ár. Þeir sem sitja uppi með tvær fasteignir geta sett aðra fasteignina upp í skuldir sem hvíla á þeim báðum. Komið verður á fót embætti Umboðsmanns skuldara.

Funda í Stjórnarráðinu

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra sitja ná á fundi í Stjórnaráðinu með fulltrúum Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans. Fundurinn hefst klukkan sex. Fundarefnið er dómur Hæstaréttar sem dæmdi gengistryggingu lána ólöglega í síðustu viku.

Fundum Alþingis frestað

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, frestaði fundum Alþingis skömmu eftir klukkan 17 í dag. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagði að sumarhléið verði óvenju stutt að þessu sinni en þingnefndir koma saman um miðjan ágúst en fyrsti þingfundurinn verður haldinn í byrjun september. Hún sagði að verkefni þingmannanefndar sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis verði sett í forgang í störfum þingsins í ágúst og september.

Borgin kannar kosti sameiningar

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að kannaðir verði kostir sameiningar Reykjavíkurborgar og Sveitarfélagsins Álftaness og lýsir sig tilbúið til viðræðna við bæjarstjórn Álftaness. Borgarstjóri segir sjálfsagt að kanna málið því hann vilji að allir séu glaðir.

Erfið mál bíða umboðsmanns skuldara

Alþingi samþykkti á fimmta tímanum í dag lög um embætti umboðsmanns skuldara en því er ætlað mun viðameira hlutverk en Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna hefur haft með höndum. Þingflokksformaður VG segir erfið mál bíða hins nýja embættis.

Heimilisofbeldi: Konur gerendur í fjórðungi mála

Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafa lokið við gerð viðamikillar rannsóknarskýrslu á heimilisofbeldi. Unnið var með samtals 993 mál sem töldust annaðhvort ofbeldi eða ágreiningur milli skyldra eða tengdra og voru tilkynnt til lögreglu á áranum 2006-2007.

Ummæli Þórs Saari fjarstæðukennd

„Því er fljótsvarað. Það er ekki í bígerð," segir Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi Landsbankans. Þór Saari sagði á Alþingi í dag að hann hefði heimildir fyrir því að fjarmögnunarfyrirtækin hygðust senda út greiðsluseðla til þeirra sem hefðu gengistryggð lán þar sem tekið væri mið af 8% vöxtum Seðlabankans.

Viðbragðsáætlun vegna skuldastöðu Orkuveitunnar

Tillögur fjármálastjóra Reykjavíkurborgar um viðbrögð vegna áhættu borgarsjóðs vegna skuldastöðu Orkuveitu Reykjavíkur var lögð fram í borgarráði í dag. Þar eru dreginn fram nokkur af þeim verkefnum sem bíða nýrrar stjórnar Orkuveitunnar og Reykjavíkurbogar sem eiganda í málefnum fyrirtækisins.

Ólöf Nordal gleðst yfir mótframboði

„Það er bara mjög ánægjulegt að fólk hafi áhuga á að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa við flokkinn,“ segir Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi til varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Lára Óskarsdóttir íslenskukennari tilkynnti óvænt í dag að hún ætlaði að sækjast eftir varaformanni Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins sem hefst á morgun.

Ríkið hugsanlega skaðabótaskylt vegna vörslusviptinga

Lögmaðurinn Einar Hugi Bjarnason segir vel mögulegt að þeir aðilar sem urðu fyrir vörslusviptingu eftir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur féll í febrúar geti átt rétt á skaðabótum af hálfu ríkisins. Hann segir að þetta gildi eingöngu um þá aðila sem misstu bílana sína að undangengnum úrskurði héraðsdóms sem sýslumaður fylgdi svo á eftir. Til þess að svo verði þarf að sýna fram á gáleysi þessara aðila.

Krefja fjármögnunarfyrirtæki um aðgerðir

Samtök iðnaðarins hafa sent fjármögnunarfyrirtækjum opið bréf þar sem krafist er aðgerða vegna dóms Hæstaréttar í gengismálinu svokallaða. Samtökin gera þá kröfu að höfuðstólar verði lækkaðir eða lán greidd til baka.

Málning skemmir bíla á Suðurlandsvegi

„Við erum hérna þrír ökumenn og erum alveg gáttaðir," segir Smári Örn Árnason sem var að keyra Suðurlandsveginn í átt að að Selfossi þegar hann keyrir í málningu sem slettist á veginn úr fötu rétt áður komið er að Litlu-Kaffistofunni. Smári Örn segir að bíllinn hans sé óökufær og sé búinn að bíða eftir lögreglunni í tvo klukkutíma.

Gengislánin: Vildi ekki lögfræðiálit

Viðskiptaráðherra taldi ekki ástæðu til að fá lögfræðiálit á gengistryggðum lánum þar sem málið væri fyrir dómstólum. Eygló Þóra Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir andvaraleysi.

Ríkisstjórnin ætlar að bíða eftir dómi vegna óvissuþátta í gengismáli

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á þingi í dag um áhrif dóms Hæstaréttar á gengistryggðum lánum að það væri mikilvægt að úr óvissunni yrði skorið fyrir dómstólum. Hún segir stjórnvöld ekki ætla að aðhafast fyrr en dómstólar hafa skorið úr um óvissuþætti eins og hvaða vexti lánin eigi að bera.

Tekist á um Orkuveituna í borgarráði

Minnihlutinn í borgarráði Reykjavíkur mótmælir harðlega þeirri tillögu að stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur verði gerður að starfandi stjórnarformanni og verði þannig hluti af launuðu stjórnendateymi fyrirtækisins. Gangi tillagan eftir fær stjórnarformaðurinn, Haraldur Flosi Tryggvason um 920 þúsund krónur í mánaðarlaun.

Sakar Jón Gnarr um pólitískar ráðningar

"Jón Gnarr hefur sagst opinberlega ætla að hætta pólitískum ráðningum og draga úr yfirbyggingu. Þess vegna er það undarlegt að meirihlutinn skuli taka þessa ákvörðun," segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri Grænna, um umdeilda ákvörðun meirihlutans að ráða Harald Flosa Tryggvason sem starfandi stjórnarformann Orkuveitunnar.

Ákvað varaformannsframboð á hlaupum í Laugardal

Lára Óskarsdóttir íslenskukennari ætlar að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins á móti Ólöfu Nordal á landsfundinum sem verður haldinn um helgina. Hún segist hafa tekið ákvörðunina þegar hún var að hlaupa í Laugardalnum nýlega og tjáði fjölskyldu sinni í morgun frá framboðinu.

Styðjum veiðar Grænlendinga

Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu, segir andrúmsloftið á ársfundi ráðsins gott þrátt fyrir að sáttaumleitan um takmarkaðar veiðar hafi ekki verið samþykkt í gær. Í dag liggur fyrir tillaga Grænlendinga um aukin kvóta til hnúfubaksveiða. Tómas segir Íslendinga styðja Grænlendinga heilshugar.

Hægt að koma málum fyrir dóm án lagabreytinga

Dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir, telur ekki þörf á sérstakri flýtimeðferð einkamála eins og Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til á þingi í morgun.

Sveinn Andri: Ástæða til að óttast klofning í Sjálfstæðisflokknum

Sjálfstæðismenn hafa ástæðu til að óttast klofning flokksins verði tillaga um að Ísland dragi umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu til baka borin upp á landsfundi flokksins um helgina. Þetta segir Sveinn Andri Sveinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna.

Jón Gnarr: Verð bara í jakkafötum við sérstök tilefni

Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík hefur ákveðið að ganga aðeins í jakkafötum við sérstök tilefni. Þetta segir hann í dagbók sinni sem hann heldur úti á fésbókinni. Þar segir hann einnig að hann hafi heimsótt Fjölskylduhjálp Íslands sem og Konukot í gær og „fundað um allskonar".

Eðlan svæfð í morgun

Meters-langa eðlan, sem fannst í húsgarði á Selfossi í gærkvöldi, var aflífuð í morgun. Lögreglan fann eðluna og kom fundurinn lögreglunni í opna skjöldu, enda óárennilegt kvikindi viti maður ekkert um það.

Gekk með öxi og stal kardimommudropum og bikiní

Fimmtugur karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að stela fjórum glösum af kardimommudropum og bikiní. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að bera öxi á almannafæri þar sem hann gekk eftir Hverfisgötunni í janúar síðastliðnum.

Heimdallur vill ekki ríkisafskipti vegna dómsins

Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur stjórnvöld til þess að sitja á sér með afskipti af svokölluðum myntkörfulánum og samningum þess efnis í kjölfar dóms Hæstaréttar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið hefur sent fjölmiðlum.

Vill að gengistryggingarmál fái flýtimeðferð

Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ásamt fleiri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um meðferð einkamála sem tryggja að mál sem varða gengistryggð lán og álitaefni þeim tengd fái flýtimeðferð í dómskerfinu.

Sveitastjóri blæs á lygasögur

Gengið verður til kosninga í Reykhólahreppi þann 24. júlí næstkomandi. Endurtaka þarf kosningarnar vegna mistaka sveitastjórans en það láðist að senda íbúum Flateyjar upplýsingar um sveitastjórnarkosningarnar á dögunum. Sveitastjórinn blæs á sögur þess efnis að hann hafi þegar sótt um aðra sveitastjórastöðu.

„Þau geta bara vandræðast með þessar undirskriftir innanhúss“

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, fékk rúmlega 700 undirskriftir mótmælenda við yfirlýsingu um árásir á alþingi afhentar í morgun. Ásta Ragnheiður fékk undirskriftirnar afhentar úr höndum Ragnheiðar Ástu, fyrrum þulu RÚV, en Ásta Ragnheiður hitti þrjátíu manna hóp fyrir utan Alþingishúsið.

Orkan sektuð fyrir auglýsingu

Orkan hefur verið sektuð af Neytendastofu vegna auglýsinga fyrirtækisins. Alls þarf Orkan að greiða 600 þúsund krónur í stjórnvaldssekt. Neytendastofu barst kvörtun frá Olíuverslun Íslands vegna fullyrðinga í auglýsingum Bensínorkunnar sem rekur bensínstöðvar Orkunnar.

Sjá næstu 50 fréttir