Innlent

Afar sjaldgæft að menn séu reknir úr stjórnmálaflokkum

Birgir Guðmundsson.
Birgir Guðmundsson.

„Ég man ekki eftir því að nokkur hafi verið rekinn úr Sjálfstæðisflokknum," segir Birgir Guðmundsson, stjórnarmálafræðingur, um brottrekstur Ólafs Áka Ragnarssonar, fyrrverandi bæjarstjóra Ölfus, úr Sjálfstæðisflokknum.

Honum var tilkynnt símleiðis í gær að miðstjórn flokksins hefði vísað honum úr Sjálfstæðisflokknum. Ólafur gegndi embætti bæjarstjóra undir merkjum Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi í átta ár.

Hann bauð hinsvegar fram undir formerkjum A-listans í síðustu sveitarstjórnarkosningum sem var ástæða þess að honum var vikið úr flokknum.

„Þetta er mjög sjaldgæft, ef þá nokkurn tímann," segir Birgir sem man ekki eftir því að nokkur maður hafi verið rekinn úr Sjálfstæðisflokknum. Hann segist þó ekki fullviss um það. Birgir segir það einnig afar sjaldgæft yfir höfuð að einstaklingar séu reknir úr stjórnmálaflokkum.

Komi upp einhver ágreiningur einstaklinga við flokkinn þá er aðildin yfirleitt sjálfdauð að sögn Birgis.

„Menn eru yfirleitt ekki sérstaklega reknir," bætir Birgir við og bendir á að það sé einnig sérkennilegt að vilja tilheyra flokki sem vill ekki með þig hafa.

„Þetta er afar sjaldgæft," segir Birgir að lokum um brottrekstur Ólafs úr Sjálfstæðisflokknum.


Tengdar fréttir

Rekinn úr Sjálfstæðisflokknum degi fyrir landsfund

„Mér var vísað úr flokknum í gær,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ölfuss, en hann var rekinn úr Sjálfstæðisflokknum í gær. Það var framkvæmdarstjóri flokksins, Jónmundur Guðmarsson, sem hringdi í hann í gær og tilkynnti honum að miðstjórn flokksins hefði ákveðið að vísa honum úr flokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×