Innlent

Unnu 23 milljónir í lottó - miðinn var í hanskahólfinu

Það voru heppin hjón frá Suðurnesjunum sem komu til Íslenskrar getspár með vinningsmiða frá síðustu helgi uppá rúmar 23 milljónir. Heimilisfaðir fjölskyldunnar hafði brugðið sér inn í Brautarnesti í Keflavík á þjóðhátíðardaginn sjálfan og kippt með sér einum 10 raða sjálfvalsmiða. Það var svo ekki fyrr en á mánudagskvöldið sem hjónin athuguðu miðann sinn eftir að þau heyrðu að lýst væri eftir vinningshafa sem hafði keypt miða í Brautarnesti.

En miðinn góði hafði í millitíðinni beðið í hanskahólfinu út í bíl. Hjónin hafa ekki ákveðið hvað þau ætla að gera við milljónirnar en þau ætla að taka sér góðan tíma og hugsa um það í sumarfríinu, en tóku það fram að þetta kæmi sér vissulega vel á þessum síðustu og verstu.

Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að fyrirtækið óski vinningshöfunum innilega til hamingju með vinninginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×