Innlent

Íslendingar standa við Kyoto-bókunina en svigrúmið er lítið

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Samkvæmt spám Umhverfisstofnunar mun Ísland standa við sínar skuldbindingar gagnvart Kyoto-bókuninni, en ljóst er að svigrúm er ekki mikið.

Þetta kemur fram í skýrslu Umhverfisstofnunnar um losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2008.

Árið 2008 var losunin 4,8 milljónir tonna koldíoxíðs - ígilda og jókst um 8% milli ára. Langstærstan hluta þeirrar aukningar má rekja til Fjarðaáls, sem var gangsett árið 2007 en komst í fulla framleiðslu árið 2008.

Ísland er skuldbundið til þess að halda sig innan tiltekinna marka varðandi losun gróðurhúsalofttegunda.

Á fyrsta skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar frá 2008 til 2012 nema losunarheimildir Íslands rúmlega 18,5 milljónum tonna koldíoxíð-ígilda.

Þetta jafngildir því að árleg losun skuli að meðaltali nema um 3,7 milljónum tonna.

Samkvæmt sérstöku ákvæði er Íslandi þó heimilt að halda losun frá nýrri stóriðju eða stækkun stóriðjuvera utan við losunarskuldbindingar sínar eftir að losunarheimildir hafa verið fullnýttar, samkvæmt tilteknum reglum.

Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×