Innlent

Bankarnir ekki að leggja lokahönd á samræmdar aðgerðir

Guðjón Rúnarsson.
Guðjón Rúnarsson. Mynd/Haraldur Jónasson
„Fyrirtæki á fjármálamarkaði hafa eðlilega verið óróleg líkt og viðskiptavinir þeirra," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Vonast hafi verið að stjórnvöld myndu stíga inn í tómarúmið þar sem enn ríki óvissa um útreikning á gengistryggðum lánum eftir dóm Hæstaréttar í síðustu viku.

Fjármálafyrirtækin hafa kallað eftir leiðbeiningum frá stjórnvöldum um hvernig taka skal á dómi Hæstaréttar en stjórnvöld hafa beðið eftir viðbrögðum banka og eignaleigufyrirtækja.

Guðjón segir rangt að bankarnir og önnur fjármálafyrirtæki séu að leggja lokahönd á samræmdar aðgerðir til að bregðast við niðurstöðu Hæstaréttar, líkt og haldið var fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. „Menn hafa verið að skoða ýmsar leiðir og fengið til þess leyfi hjá Samkeppniseftirlitinu en það er ekki rétt að verið sé að leggja lokahönd á samræmdar aðgerðir," segir Guðjón. Hann vill ekki greina frá því hvaða leiðir fyrirtækin séu að skoða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×