Er óheimilt að vera í Sjálfstæðisflokknum 26. júní 2010 04:00 Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur úrskurðað að tveimur félögum, Ólafi Áka Ragnarssyni og Guðmundi Skúla Halldórssyni, sé óheimilt að vera í flokknum. Ástæðan er þátttaka þeirra í öðrum stjórnmálaflokkum. Tveimur félögum í Sjálfstæðisflokknum, þeim Guðmundi Skúla Halldórssyni og Ólafi Áka Ragnarssyni, er óheimilt að vera félagar í flokknum. Báðir hafa þeir gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn; Guðmundur var formaður Félags ungra sjálfstæðismanna í Borgarnesi og Ólafur bæjarstjóri í Ölfusi. Ólafur Áki segir, í samtali við Vísi, að honum hafi verið vísað úr flokknum á fimmtudag. Hann hafi verið að búa sig undir landsfund, sem hófst í gær, þegar Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri flokksins, tilkynnti honum að miðstjórn hefði ákveðið að vísa honum úr flokknum. Ólafur Áki bauð fram undir formerkjum A-lista fyrir síðust kosningar, en Sjálfstæðisflokkurinn bauð einnig fram. Jónmundur vísar þessu á bug og segir engum hafa verið vísað úr flokknum. Í samræmi við skipulagsreglur Sjálfstæðisflokksins geti þeir einstaklingar sem gegna trúnaðarstörfum fyrir aðra flokka einfaldlega ekki verið í flokknum. Þess vegna hafi þeir sjálfir gengið úr flokknum þegar þeir tóku þau trúnaðarstörf að sér. Ákvæðið sem Jónmundur vísar í er í 34. grein skipulagsreglna flokksins og hljóðar svo: „Gegni maður trúnaðarstörfum fyrir annan stjórnmálaflokk getur hann ekki verið félagi í sjálfstæðisfélagi.“ Gunnar Thoroddsen stofnaði ríkisstjórn árið 1980, án þátttöku Sjálfstæðisflokksins sem var í stjórnarandstöðu. Honum var þó ekki vísað úr flokknum. Spurður hví annað gildi nú segir Jónmundur að kannski hafi umrætt ákvæði ekki verið komið í gildi á þeim árum. Hefði svo verið hefði Gunnar ekki getað verið í flokknum. Guðmundur Skúli segir að sér hafi verið vikið úr flokknum vegna þátttöku sinnar í Svarta listanum fyrir síðustu kosningar. Hann segir fólk í efstu sætum Svarta listans hafa mátt þola hótanir um atvinnumissi ef það tæki þátt í framboðinu. Hann kannast ekki við brottrekstur af þessu tagi í Sjálfstæðisflokknum áður. „Mér fannst réttast að hafa prófkjör fyrir kosningarnar eftir að gullegg sveitarfélagsins, Sparisjóður Mýrasýslu, fór á hausinn á vakt sjálfstæðismanna,“ segir hann.kolbeinn@frettabladid.is / sunna@frettabladid.is ólafur áki ragnarsson jónmundur guðmarsson Guðmundur Skúli Halldórsson Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Tveimur félögum í Sjálfstæðisflokknum, þeim Guðmundi Skúla Halldórssyni og Ólafi Áka Ragnarssyni, er óheimilt að vera félagar í flokknum. Báðir hafa þeir gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn; Guðmundur var formaður Félags ungra sjálfstæðismanna í Borgarnesi og Ólafur bæjarstjóri í Ölfusi. Ólafur Áki segir, í samtali við Vísi, að honum hafi verið vísað úr flokknum á fimmtudag. Hann hafi verið að búa sig undir landsfund, sem hófst í gær, þegar Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri flokksins, tilkynnti honum að miðstjórn hefði ákveðið að vísa honum úr flokknum. Ólafur Áki bauð fram undir formerkjum A-lista fyrir síðust kosningar, en Sjálfstæðisflokkurinn bauð einnig fram. Jónmundur vísar þessu á bug og segir engum hafa verið vísað úr flokknum. Í samræmi við skipulagsreglur Sjálfstæðisflokksins geti þeir einstaklingar sem gegna trúnaðarstörfum fyrir aðra flokka einfaldlega ekki verið í flokknum. Þess vegna hafi þeir sjálfir gengið úr flokknum þegar þeir tóku þau trúnaðarstörf að sér. Ákvæðið sem Jónmundur vísar í er í 34. grein skipulagsreglna flokksins og hljóðar svo: „Gegni maður trúnaðarstörfum fyrir annan stjórnmálaflokk getur hann ekki verið félagi í sjálfstæðisfélagi.“ Gunnar Thoroddsen stofnaði ríkisstjórn árið 1980, án þátttöku Sjálfstæðisflokksins sem var í stjórnarandstöðu. Honum var þó ekki vísað úr flokknum. Spurður hví annað gildi nú segir Jónmundur að kannski hafi umrætt ákvæði ekki verið komið í gildi á þeim árum. Hefði svo verið hefði Gunnar ekki getað verið í flokknum. Guðmundur Skúli segir að sér hafi verið vikið úr flokknum vegna þátttöku sinnar í Svarta listanum fyrir síðustu kosningar. Hann segir fólk í efstu sætum Svarta listans hafa mátt þola hótanir um atvinnumissi ef það tæki þátt í framboðinu. Hann kannast ekki við brottrekstur af þessu tagi í Sjálfstæðisflokknum áður. „Mér fannst réttast að hafa prófkjör fyrir kosningarnar eftir að gullegg sveitarfélagsins, Sparisjóður Mýrasýslu, fór á hausinn á vakt sjálfstæðismanna,“ segir hann.kolbeinn@frettabladid.is / sunna@frettabladid.is ólafur áki ragnarsson jónmundur guðmarsson Guðmundur Skúli Halldórsson
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira