Innlent

Dæmdar fjórtán milljónir í bætur

Karlmanni hafa verið dæmdar tæpar fjórtán milljónir króna í bætur eftir að hann slasaðist við vinnu sína er gólfborð í vinnupalli féll niður. Talið var að ástæðan hefði annars vegar verið galli í festingum á gólfborðinu, en hins vegar röng uppsetning á vinnupallinum.

Upplýst var að engar leiðbeiningar hefðu fylgt um uppsetningu vinnupallsins við sölu hans. Fallist var á að umboðsfyrirtækið og innflytjandi pallsins bæri á því ábyrgð. Á grundvelli skaðsemisábyrgðar var ábyrgð einnig felld á fyrirtækið vegna galla í festingum á pallinum. Var stefndi dæmdur til greiðslu skaðabóta vegna líkamstjóns mannsins.- jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×