Innlent

Rífandi gangur í laxveiðinni

Laxveiðin fer víða mun betur af stað en undanfarin ár, en veiði er byrjuð í öllum helstu laxveiðiánum.

Dæmi eru um að að veiðin sé margfalt meiri en í fyrra og víða hefur stórlaxa orðið vart, en nú er þeim yfirleitt sleppt aftur.

Sérfræðingar og veiðimenn hafa engar sérstakar skýringar á þessu, en veiðimenn kvíða því að vatnsleysi kunni að koma niður á veiðinni þegar á sumarið líður. Því veldur að veturinn var óvenju snjóléttur þannig að leysingavatn er víðast komið til sjávar nú þegar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×