Mega veiða fleiri hvali 26. júní 2010 05:30 Ágreiningur varð á ársfundinum um veiðar Japana á stóru griðasvæði í Suðurhöfum, sem andstæðingar hvalveiða hafa lengi barist gegn. Á myndinni er skipst á sendingum milli skips Sea Shepherd-samtakanna og japansks hvalveiðiskips.norciphotos/AFP Frumbyggjar á Grænlandi hafa fengið heimild til að veiða fleiri hvali. Á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem hófst síðasta mánudag í Marokkó, var samþykkt tillaga frá Danmörku, fyrir Grænlands hönd, um árlegan kvóta upp á níu hnúfubaka, sem kemur til viðbótar við núverandi frumbyggjaveiðar þeirra. Ársfundinum lauk í gær án niðurstöðu um málamiðlunartillögu formanns og varaformanns ráðsins, sem fyrirfram voru bundnar miklar vonir við að myndi sætta þau ríki ráðsins sem stunda hvalveiðar og hin sem eru andvíg hvalveiðum. „Það verður gert árshlé á sáttaumleitunum í ráðinu. Þeim verður haldið áfram á næsta ársfundi," segir Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Íslands í ráðinu. „Staða okkar er í sjálfu sér óbreytt." Árni Finnsson, formaður stjórnar Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir hins vegar að jafnvel þótt málamiðlunartillagan hafi ekki náð fram að ganga hafi „hvalveiðistefna Jóns Bjarnasonar og hagsmunir Kristjáns Loftssonar engu að síður beðið hnekki vegna þess að Japan var reiðubúið til að samþykkja ákvæði þess efnis að hvalveiðar yrðu eingöngu til innanlandsneyslu." Tómas segir þetta samt ekki rétt. Hann hafi fengið staðfestingu á því að Japanar myndu ekki fallast á nokkra takmörkun á viðskiptum með hvalaafurðir á fundi, sem hann og aðalfulltrúi Noregs í ráðinu, áttu með aðstoðarsjávarútvegsráðherra Japans. Ísland og Noregur voru andvíg þessu ákvæði, sem var innan sviga í málamiðlunartillögu formannanna og hefði gert Íslendingum ókleift að selja hvalaafurðir til annarra landa. Þetta ákvæði kom hins vegar aldrei til umræðu á fundinum vegna andstöðu Ástralíu, Suður-Ameríkulanda og sumra Evrópusambandsríkja við að heimila takmarkaðar veiðar samkvæmt árlegum kvóta frá ráðinu, meðal annars á griðasvæði í Suðurhöfum þar sem Japanar hafa stundað vísindaveiðar. Tómas segir hins vegar að Grænlendingar hafi unnið stærsta sigurinn á ársfundinum þegar viðbótarkvóti þeirra var samþykktur. „Grænland var búið að gefa til kynna að það myndi íhuga mjög alvarlega að segja sig úr ráðinu ef þessi tillaga yrði felld. Ég held að það hafi haft mjög mikið að segja um að ríkin ákváðu að krefjast ekki atkvæðagreiðslu," segir Tómas, enda hafi ráðið í reynd enga stjórn lengur á neinum hvalveiðum öðrum en veiðum frumbyggja. Það hefði því veikt ráðið enn frekar ef Grænlendingar hefðu sagt sig úr því. Á fundinum fengu Bandaríkjamenn hins vegar ekki framgengt tillögu um framhald á frumbyggjakvóta sínum eftir árið 2012, þótt þeir hafi lagt mikla áherslu á það. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Frumbyggjar á Grænlandi hafa fengið heimild til að veiða fleiri hvali. Á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem hófst síðasta mánudag í Marokkó, var samþykkt tillaga frá Danmörku, fyrir Grænlands hönd, um árlegan kvóta upp á níu hnúfubaka, sem kemur til viðbótar við núverandi frumbyggjaveiðar þeirra. Ársfundinum lauk í gær án niðurstöðu um málamiðlunartillögu formanns og varaformanns ráðsins, sem fyrirfram voru bundnar miklar vonir við að myndi sætta þau ríki ráðsins sem stunda hvalveiðar og hin sem eru andvíg hvalveiðum. „Það verður gert árshlé á sáttaumleitunum í ráðinu. Þeim verður haldið áfram á næsta ársfundi," segir Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Íslands í ráðinu. „Staða okkar er í sjálfu sér óbreytt." Árni Finnsson, formaður stjórnar Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir hins vegar að jafnvel þótt málamiðlunartillagan hafi ekki náð fram að ganga hafi „hvalveiðistefna Jóns Bjarnasonar og hagsmunir Kristjáns Loftssonar engu að síður beðið hnekki vegna þess að Japan var reiðubúið til að samþykkja ákvæði þess efnis að hvalveiðar yrðu eingöngu til innanlandsneyslu." Tómas segir þetta samt ekki rétt. Hann hafi fengið staðfestingu á því að Japanar myndu ekki fallast á nokkra takmörkun á viðskiptum með hvalaafurðir á fundi, sem hann og aðalfulltrúi Noregs í ráðinu, áttu með aðstoðarsjávarútvegsráðherra Japans. Ísland og Noregur voru andvíg þessu ákvæði, sem var innan sviga í málamiðlunartillögu formannanna og hefði gert Íslendingum ókleift að selja hvalaafurðir til annarra landa. Þetta ákvæði kom hins vegar aldrei til umræðu á fundinum vegna andstöðu Ástralíu, Suður-Ameríkulanda og sumra Evrópusambandsríkja við að heimila takmarkaðar veiðar samkvæmt árlegum kvóta frá ráðinu, meðal annars á griðasvæði í Suðurhöfum þar sem Japanar hafa stundað vísindaveiðar. Tómas segir hins vegar að Grænlendingar hafi unnið stærsta sigurinn á ársfundinum þegar viðbótarkvóti þeirra var samþykktur. „Grænland var búið að gefa til kynna að það myndi íhuga mjög alvarlega að segja sig úr ráðinu ef þessi tillaga yrði felld. Ég held að það hafi haft mjög mikið að segja um að ríkin ákváðu að krefjast ekki atkvæðagreiðslu," segir Tómas, enda hafi ráðið í reynd enga stjórn lengur á neinum hvalveiðum öðrum en veiðum frumbyggja. Það hefði því veikt ráðið enn frekar ef Grænlendingar hefðu sagt sig úr því. Á fundinum fengu Bandaríkjamenn hins vegar ekki framgengt tillögu um framhald á frumbyggjakvóta sínum eftir árið 2012, þótt þeir hafi lagt mikla áherslu á það. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira